Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1977, Page 34

Frjáls verslun - 01.12.1977, Page 34
Sanníðaraniiir Guðlaugur Þorvaldsson, háskólarektor: „Tengja þarf framhaldsskóla- stigið betur við atvinnulífið í landinu" „Verulegur hluti verklegs náms í ymsum greinum ætti að vera stundaður í starfandi fyrirtækjum” Háskóli Islands er unifangsmikil stofnun, sem hefur vaxandi þýðingu í þjóðfélaginu. Sífellt eru gerðar auknar kröfur til menntunar manna í atvinnulífinu. Námsgreinar sem áður tilheyrðu hinu almenna skólastigi hafa færzt upp í háskólann á undanfömum árum. í upphafi samtals okk- ar við' Guðlaug Þorvaldsson rektor Háskóla íslands var fyrst vikið að íslenzka menntakerfinu. F.V.: — Hverjum augum lít- ið þér á íslenzka menntakerfið eins og það er nú og hverju vilduð þér helzt breyta, ef þér ættuð kost á að gera skjótvirk- ar umbætur? Rektor: Þetta er svo viðamik- il spurning, að ég treysti mér ekki til að svara henni á við- hlítandi hátt í stuttu blaðavið- tali. Auk þess hvarflar ekki að mér, að ég hafi einhver lausnar- orð á takteinum í menntamál- um íslenzku þjóðarinnar. Mér er samt ofarlega í huga vonin um það, að tengja megi efstu bekki grunnskóla, en þó einkum framhaldsskólastigið, betur við atvinnulífið í landinu en verið hefur. Mér finnst að verulegur hluti verklegs náms í ýmsum greinum ætti að vera stundaður í starfandi fyrirtækj- um og stofnunum, sem hefðu náið samband við skólana. Verknám færi þá fram í „eðli- legu andrúmslofti“, en ekki í „gerviandrúmslofti" innan skólaveggja. Auk þess nýttist betur húsnæði, tæki og leið- beinendur, ef vinnustaðir og skólar ynnu þannig saman að hagnýtu uppeldi unga fólksins. Ég hef þá trú, að víða úti á landi séu góð skilyrði til slíks samstarfs skóla og vinnustaða. Með þessum hætti held ég, að tengja megi unga fólkið betur en ella byggðarlaginu og at- vinnulífinu á staðnum. Fréttir af tilraunum á þessu sviði og áætlunum á Suðurnesjum, í Vestmannaeyjum og í Neskaup- stað gera mig bjartsýnan á, að við séum á réttri leið. Þvi miður held ég, að skilyrði fyrir slika tilhögun séu óhag- stæðari í Reykjavik ognágrenni og gæti ég leitt að því ýmis rök. Ég tel að ekki eigi að lög- festa framhaldsskólafrumvarp- ið fyrr en meiri reynsla er Guðlaugur Þorvaldsson: Æskilegt væri að koma upp hliðstæðri námsbraut og er við háskólann í Tromsö í sjávarútvegsfræðum. 34 FV 12 1977

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.