Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1977, Qupperneq 34

Frjáls verslun - 01.12.1977, Qupperneq 34
Sanníðaraniiir Guðlaugur Þorvaldsson, háskólarektor: „Tengja þarf framhaldsskóla- stigið betur við atvinnulífið í landinu" „Verulegur hluti verklegs náms í ymsum greinum ætti að vera stundaður í starfandi fyrirtækjum” Háskóli Islands er unifangsmikil stofnun, sem hefur vaxandi þýðingu í þjóðfélaginu. Sífellt eru gerðar auknar kröfur til menntunar manna í atvinnulífinu. Námsgreinar sem áður tilheyrðu hinu almenna skólastigi hafa færzt upp í háskólann á undanfömum árum. í upphafi samtals okk- ar við' Guðlaug Þorvaldsson rektor Háskóla íslands var fyrst vikið að íslenzka menntakerfinu. F.V.: — Hverjum augum lít- ið þér á íslenzka menntakerfið eins og það er nú og hverju vilduð þér helzt breyta, ef þér ættuð kost á að gera skjótvirk- ar umbætur? Rektor: Þetta er svo viðamik- il spurning, að ég treysti mér ekki til að svara henni á við- hlítandi hátt í stuttu blaðavið- tali. Auk þess hvarflar ekki að mér, að ég hafi einhver lausnar- orð á takteinum í menntamál- um íslenzku þjóðarinnar. Mér er samt ofarlega í huga vonin um það, að tengja megi efstu bekki grunnskóla, en þó einkum framhaldsskólastigið, betur við atvinnulífið í landinu en verið hefur. Mér finnst að verulegur hluti verklegs náms í ýmsum greinum ætti að vera stundaður í starfandi fyrirtækj- um og stofnunum, sem hefðu náið samband við skólana. Verknám færi þá fram í „eðli- legu andrúmslofti“, en ekki í „gerviandrúmslofti" innan skólaveggja. Auk þess nýttist betur húsnæði, tæki og leið- beinendur, ef vinnustaðir og skólar ynnu þannig saman að hagnýtu uppeldi unga fólksins. Ég hef þá trú, að víða úti á landi séu góð skilyrði til slíks samstarfs skóla og vinnustaða. Með þessum hætti held ég, að tengja megi unga fólkið betur en ella byggðarlaginu og at- vinnulífinu á staðnum. Fréttir af tilraunum á þessu sviði og áætlunum á Suðurnesjum, í Vestmannaeyjum og í Neskaup- stað gera mig bjartsýnan á, að við séum á réttri leið. Þvi miður held ég, að skilyrði fyrir slika tilhögun séu óhag- stæðari í Reykjavik ognágrenni og gæti ég leitt að því ýmis rök. Ég tel að ekki eigi að lög- festa framhaldsskólafrumvarp- ið fyrr en meiri reynsla er Guðlaugur Þorvaldsson: Æskilegt væri að koma upp hliðstæðri námsbraut og er við háskólann í Tromsö í sjávarútvegsfræðum. 34 FV 12 1977
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.