Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1977, Síða 39

Frjáls verslun - 01.12.1977, Síða 39
taldar fjárhagslega sjálfstæðar háskólastofnanir svo sem Raun- vísindastofnun, Stofnun Árna Magnússonar, Orðabók Háskóla íslands, Tilraunastöðin á Keld- um og Rannsóknastofa Háskóla íslands á Landspítalalóð. Trúlegt þykir mér, að af þessari upphæð sé nærri 80% beinn launakostnaður, en aðrir helztu liðir eru ýmis rekstrar- kostnaður við rannsóknir og verkkennslu, húsaleigur og ým is rekstrarkostnaður fasteigna, póst- og símakostnaður, ritföng, pappír o.þ.h. Af einstökum deildum eru verkfræði- og raunvísindadeild dýrust í rekstri. Til hennar er áætlað að verja 370.7 millj. Næst kemur læknadeild með 255,8 millj. og síðan heimspeki- deild með 160.6 millj. Á árinu 1978 eru engin fram- lög úr ríkissjóði á fjárlögum til framkvæmda á vegum Há- skóla fslands, en þau hafa ver- ið um 50 milljónir króna á ári nokkur undanfarin ár. Hagnað- ur af rekstri Happdrætti Há- skóla íslands stendur því svo til eingöngu undir framkvæmd- um Háskóla íslands, ekki að- eins byggingum, heldur einnig viðhaldi bygginga, lóðafram- kvæmdum, viðhaldi og hirðingu lóða, innréttingum leiguhús- næðis, húsakaupum, húsgagna- kaupum og viðhaldi húsgagna, tækjakaupum, skipulagningu og áætlanagerð. Á árinu 1978 er gert ráð fyrir því, að fram- lag happdrættisins verði 280 milljónir króna. Kennarar við Háskóla ís- lands eru nokkurn veginn jafn- gildi 300 árs-manna. Þar af eru hátt á annað hundrað fastir kennarar og nokkur hundriið stundakennarar, sem jafngilda allt að 150 ársmönnum. Auk þess er starfslið á skrifstofum, í bókasafni, í rannsóknastofum, við ræstingu, húsvörzlu, við- hald húsa og húsbúnaðar á ann- að hundrað starfsmenn. F.V.: — Hvernig gengur rekstur happdrættisins miðað við undanfarin ár? , Rektor: — Happdrættisrekst- urinn hefur gengið mjög vel að mínu áliti. Við höfum nokkurn veginn haldið í við verðbólgu og fólksfjölgun með söluverð mæti miða á þeim tíma, sem ég hef verið stjórnarformaður stofnunarinnar, en það er frá miðju ári 1969. Hinu er ekki að leyna, að nokkurra ára dráttur á fram- kvæmdum á Landspitalalóð í þágu læknadeildar og tann- læknadeildar hefur á verð- bólgutímum síðustu ára rýrt raungildi framkvæmdafjárins. Um helmingur nýbyggingafjár Háskóla íslands rennur til þeirra framkvæmda árin 1976 til 1970. Á fjárlögum fyrir árið 1978 er gert ráð fyrir því, að 337 milljón króna hagnaður verði af happdrættisrekstrinum, 57 milljónir renni í ríkissjóð til framkvæmda rannsóknastofn- ana atvinnuveganna, en 280 milljónir króna til fram- kvæmda Háskóla íslands. F.V.: — Hefur háskólinn ein- hverjar aðrar tekjur, t.d. af þjónustu við atvinnuvegina? Rektor: — Sáralitlar. Alls er áætlað, að tekjur háskólans umfram framlag ríkissjóðs og happdrættis nemi 50—60 millj- ónir króna árið 1978 og munar þar mest um tekjur Reikni- stofnunar Háskóla íslands fyrir tölvuvinnu og Rannsóknarstof- unar í lyfjafræði og eiturefna- fræði fyrir ýmis konar þjón- ustu. Mér hefur oft fundist, að á þessu sviði þyrftum við að gera miklu betur, svo sem tíðk- ast við erlenda háskóla. Skort- ur á aðstöðu til rannsókna hef- ur verið verulegur dragbítur í þessu efni. Tengslin við atvinnulífið mætti efla mjög með auknum rannsóknum í þágu þess og ým- iskonar þjónustu við það. Auk- in samvinna við rannsókna- stofnanir atvinnuveganna er vænleg leið að því marki. F.V.: — Á sínum tíma var nokkuð rætt opinberlega um laun prófessora og rannsóknar- störf þeirra. Hverjar eru skyld- ur þeirra í þeim efnum og hvernig er fylgzt með að þær séu uppfylltar? Skortur á aðstöðu hefur háð rannsókn- arstarfsemi Háskólans. PV 12 1977 39

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.