Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1977, Blaðsíða 39

Frjáls verslun - 01.12.1977, Blaðsíða 39
taldar fjárhagslega sjálfstæðar háskólastofnanir svo sem Raun- vísindastofnun, Stofnun Árna Magnússonar, Orðabók Háskóla íslands, Tilraunastöðin á Keld- um og Rannsóknastofa Háskóla íslands á Landspítalalóð. Trúlegt þykir mér, að af þessari upphæð sé nærri 80% beinn launakostnaður, en aðrir helztu liðir eru ýmis rekstrar- kostnaður við rannsóknir og verkkennslu, húsaleigur og ým is rekstrarkostnaður fasteigna, póst- og símakostnaður, ritföng, pappír o.þ.h. Af einstökum deildum eru verkfræði- og raunvísindadeild dýrust í rekstri. Til hennar er áætlað að verja 370.7 millj. Næst kemur læknadeild með 255,8 millj. og síðan heimspeki- deild með 160.6 millj. Á árinu 1978 eru engin fram- lög úr ríkissjóði á fjárlögum til framkvæmda á vegum Há- skóla fslands, en þau hafa ver- ið um 50 milljónir króna á ári nokkur undanfarin ár. Hagnað- ur af rekstri Happdrætti Há- skóla íslands stendur því svo til eingöngu undir framkvæmd- um Háskóla íslands, ekki að- eins byggingum, heldur einnig viðhaldi bygginga, lóðafram- kvæmdum, viðhaldi og hirðingu lóða, innréttingum leiguhús- næðis, húsakaupum, húsgagna- kaupum og viðhaldi húsgagna, tækjakaupum, skipulagningu og áætlanagerð. Á árinu 1978 er gert ráð fyrir því, að fram- lag happdrættisins verði 280 milljónir króna. Kennarar við Háskóla ís- lands eru nokkurn veginn jafn- gildi 300 árs-manna. Þar af eru hátt á annað hundrað fastir kennarar og nokkur hundriið stundakennarar, sem jafngilda allt að 150 ársmönnum. Auk þess er starfslið á skrifstofum, í bókasafni, í rannsóknastofum, við ræstingu, húsvörzlu, við- hald húsa og húsbúnaðar á ann- að hundrað starfsmenn. F.V.: — Hvernig gengur rekstur happdrættisins miðað við undanfarin ár? , Rektor: — Happdrættisrekst- urinn hefur gengið mjög vel að mínu áliti. Við höfum nokkurn veginn haldið í við verðbólgu og fólksfjölgun með söluverð mæti miða á þeim tíma, sem ég hef verið stjórnarformaður stofnunarinnar, en það er frá miðju ári 1969. Hinu er ekki að leyna, að nokkurra ára dráttur á fram- kvæmdum á Landspitalalóð í þágu læknadeildar og tann- læknadeildar hefur á verð- bólgutímum síðustu ára rýrt raungildi framkvæmdafjárins. Um helmingur nýbyggingafjár Háskóla íslands rennur til þeirra framkvæmda árin 1976 til 1970. Á fjárlögum fyrir árið 1978 er gert ráð fyrir því, að 337 milljón króna hagnaður verði af happdrættisrekstrinum, 57 milljónir renni í ríkissjóð til framkvæmda rannsóknastofn- ana atvinnuveganna, en 280 milljónir króna til fram- kvæmda Háskóla íslands. F.V.: — Hefur háskólinn ein- hverjar aðrar tekjur, t.d. af þjónustu við atvinnuvegina? Rektor: — Sáralitlar. Alls er áætlað, að tekjur háskólans umfram framlag ríkissjóðs og happdrættis nemi 50—60 millj- ónir króna árið 1978 og munar þar mest um tekjur Reikni- stofnunar Háskóla íslands fyrir tölvuvinnu og Rannsóknarstof- unar í lyfjafræði og eiturefna- fræði fyrir ýmis konar þjón- ustu. Mér hefur oft fundist, að á þessu sviði þyrftum við að gera miklu betur, svo sem tíðk- ast við erlenda háskóla. Skort- ur á aðstöðu til rannsókna hef- ur verið verulegur dragbítur í þessu efni. Tengslin við atvinnulífið mætti efla mjög með auknum rannsóknum í þágu þess og ým- iskonar þjónustu við það. Auk- in samvinna við rannsókna- stofnanir atvinnuveganna er vænleg leið að því marki. F.V.: — Á sínum tíma var nokkuð rætt opinberlega um laun prófessora og rannsóknar- störf þeirra. Hverjar eru skyld- ur þeirra í þeim efnum og hvernig er fylgzt með að þær séu uppfylltar? Skortur á aðstöðu hefur háð rannsókn- arstarfsemi Háskólans. PV 12 1977 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.