Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1977, Page 42

Frjáls verslun - 01.12.1977, Page 42
Ityggingavöruverzlun Kópavogs: Byggir nýja verzlun inni á Kópavogshálsinum Timbursala stærsti hlutinn af verzlun fyrirtækisins — Það hafa verið óskaplega miklar breytingar frá þeim tíma er ég byrjaði í þessu. Þá var áberandi minni kaupgeta hjá almenningi, vöruval miklu minna og allur innflutningur á byggingavörum háð- ur leyfum. Fólk keypti bara það sem til var. Ekki var hægt að selja neitt nema leyfi fengist frá fjárhagsráði og síðan þurfti að gera mánaðarlega skýrslu til fjárhagsráðs. Það er óvíða jafn skemmtillegt að skoðla sig um í verzlun og í BYKO í Kópavogi. Þetta sagði Guðmundur H. Jónsson forstjóri Bygginga- vöruverslunar Kópavogs eða BYKO eins og hún er kölluð í daglegu tali, þegar blaðamaður ræddi við hann á skrifstofu hans á 4. hæð BYKO hússins á Nýbýlavegi. STÆRSTI HLUTURINN ER TIMBURSALAN Byggingavöruverslun Kópa- vogs er stærsta byggingavöru- verslun á landinu, hvað veltu snertir. Þegar fyrirtækið tók til starfa 1962 var öll starfsemin til húsa að Kársnesbraut 2, en þar er nú timbursalan, sala á steypustyrktarjárni og þunga- vörum, en á Nýbýlavegi 6 er byggingavöruverslunin og skrif- stofur, og í Auðbrekku er sér- stök deild, sem selur plötur og þiljUr og sagar niður plötur. Stærsti hluturinn í starfsem- inni er timbursalan. INNFLUTNINGUR VAR HÁÐUR LEYFUM Guðmundi varð fyrst tíðrætt um gamla tímann og þær höml- ur, sem voru í innflutningi byggingavara. — Innflutning- ur á gólfdúk var iháður leyfum eins og annað. Fluttur var inn gólfdúkur frá A-Evrópu, en sá dúkur var allur eins. Flísar voru fluttar inn frá Tékkó- slóvakíu og A-Þýskalandi. Lita- úrval var ekkert, allt hvítt. Stuttu eftir að fyrirtækið tók til starfa, var gefinn frjáls inn- flutningur á flísum og þá var farið að flytja inn mosaik flís- ar frá Japan. Beðið var eftir hverri sendingu og allt seldist upp um leið. Byggingavöru- verslun Kópavogs var sú fyrsta, sem flutti inn mosaik. — Fólk málaði í sterkum lit- um og mosaikið var mjög lit- ríkt, og um tíma var fólk held- ur litaglatt. Síðan var farið að mála í mildari litum og þá fóru flísar í mildum litum að koma inn í dæmið og fluttum við þær inn frá Bretlandi, en nú flytjum við inn flísar frá V-Þýskalandi. Nú er hægt að kaupa efni, hvaðan sem er. Sáralítill eða enginn innflutningur er frá A- 42 FV 12 1977

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.