Frjáls verslun - 01.12.1977, Side 45
Verðið tíu álagningar-
stigum lægra en í
öðrum verzlunum
— segir Guðmundur Jónasson,
verzlunarstjóri
m.a. til Evrópu, Ástralíu og
Afríku.
Rafbúðin var sú fyrsta ihér á
landi sem seldi kastara fyrir
heimilislýsingu að sögn Sigurð-
ar. Hann sagði, að síðastliðin
fimm ár hefði fólk gjörbreytt
hugsunarhætti í sambandi við
lýsingu og leitar eftir ljósum,
sem eru ljóstæknilega gerð og
bjóða upp á rétta lýsingu, sem
hentar á hverjum stað.
INNFELLD LÝSING MIKIÐ
NOTUÐ ERLENDIS NÚ
Sigurður sagðist hafa verið
fyrir skömmu á sýningu i
Birmingham á Englandi, sem er
alhliða byggingavörusýning, en
Concord var einmitt þátttak-
andi í þeirri sýningu. Þar voru
sýndar nýjar tegundir af kast-
lömpum til heimilislýsingar,
sem koma eiga á markaðinn hér
senn.
Innfelld lýsing virðist vera
meira notuð erlendis í fyrir-
tækjum og stofnunum en hér á
landi, að sögn Sigurðar, þar
sem mikið er um fluorsentlýs-
ingu. Innfelld lýsing er hlý-
legri, en krefst fleiri lampa.
Hana má nota á heimilum jafnt
sem í fyrirtækjum og stofnun-
um.
Sigurður sagði einnig að fólk
hér á landi nýtti sér fljótt nýj-
ungar í ljósum og hér væri
yfirleitt til mikið úrval af
hvers kyns lömpum.
Hann kvaðst ánægður með
staðsetningu verslunarinnar, og
telur þennan stað f ramtíðar-
stað fyrir hana. Auk Kópa-
vogsbúa versla þar Reykvíking-
ar, Garðbæingar, Hafnfirðing-
ar og jafnvel fólk sunnan með
sjó. Ekki væri ástæða til að
færa verslunina inn í miðbæ
Kópavogs. — Það hefur lika
sína kosti að vera sér. Hér eru
t.d. næg bílastæði. Við munum
leggja áherslu á í framtíðinni
að vera með ljóstæknilega
gerða lýsingu og þróunin verð-
ur sú að fólk leitar eftir réttri
lýsingu frekar en skrautlegri
lömpum, sagði Sigurður að lok-
um.
Vcrzlunin Kópavogur:
— Neysluvenjur og inn-
kaupahættir fólks hafa breyst
og sala t.d. á brauðum úr hvítu
hveiti eins og franskbrauði er á
undanhaldi, en hins vegar
framleidd grófari brauð í miklu
fjölbreyttara úrvali en áður
var.
Þetta sagði Guðmundur Jón-
asson, verslunarstjóri m.a. í
spjalli sem F.V. átti við hann,
en Guðmundur rekur verslun-
ina Kópavogur, matvöruversl-
un í miðbæ Kópavogs, Hamra-
borg 10. Mjög mikið af verslun-
um er nú í hinum nýja miðbæ
Kópavogs. Verslunin Kópavog-
ur flutti starfsemi sína í Hamra-
borgina í apríl s.l. en var áður
á Borgarholtsbrautinni. Guð-
mundur hefur starfað meira
eða minna í matvöruverslunum
í 16 ár, en rekið verslunina
Kópavogur um þriggja ára
skeið.
TÍU ÁLAGNINGARSTIGUM
UNDIR ÖÐRUM MATVÖRU-
VERSLUNUM
— Starfsaðstaða er hér allt
önnur, en var á gamla staðnum,
segir Guðmundur. Höfuðmun-
urinn er að í gamla húsnæðinu
mátti varla snúa sér við án
þess að rekast á vegg. Þar höfð-
um við aðeins 100 m2, en erum
nú með 430 m2.
Við lánuðum mikið í gömlu
versluninni, en ég sá að ekki
var hægt að ráða við það leng-
ur. Þetta kom út eins og lager
þar til vörurnar voru borgaðar.
Þess vegna fannst mér betra
eftir að við fluttum í nýja hús-
næðið, að selja vöruna ódýrari
og hætta að lána. Nýlenduvör-
ur, sem seldar eru hér eru tíu
álagningarstigum undir öðrum
matvöruverslunum. Þetta á við
niðursuðuvörur, hreinlætisvör-
ur og pakkavörur alls konar
eins og sykur og hveiti.
Verslunin Kópavogur þjónar
hvort tveggja í senn sem vöru-
í kjötdeildinni.
markaður og „kaupmaðurinn á
horninu“ eins og það er oft kall-
að. — Eg er þeirrar skoðunar,
sagði Guðmundur að smáversl-
unum fækki, en þær hverfi
aldrei. En það er allt öðru vísi
að reka litlar matvöruverslanir,
þar þekkir maður hvern kúnna,
sem kemur inn í verslunina.
GOTT AÐ REKA VERSLUN
í HAMRABORG
— Það er mjög gott að reka
verslun hér í Hamraborginni,
sagði Guðmundur. Það er nýtt
hér á landi í sambandi við
verslanamiðstöðvar að hér í
Hamraborg 10 eru 300 bíla-
stæði inni í húsinu, sem er
mjög til þæginda fyrir við-
skiptavini
FV 12 1977
45
L