Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1977, Side 51

Frjáls verslun - 01.12.1977, Side 51
ursamsölunnar um 1,8%. Þá minnkaði sala á jógúrt í ágúst- mánuði 1977 úr 35 þúsund lítr- um í 27 þúsund lítra, um 8 þús- und lítra eða meira en 15%, miðað við ágúst 1976. Ekki er goU að átta sig á hvort þessi minnkun er marktæk, þar sem •ýmir kom á markaðinn á árinu 1977 og seldust á 7. þúsund lest- ir af ými í ágúst. Hér getur því verið um tilfærslu á neyslu að ræða. Þess má geta að ýmir er fremur fitusnauður og settur á markaðinn til að koma til móts við óskir neytenda um fitu- snauðar mjólkurvörur. Guðlaugur Björgvinsson, framkvæmdastjóri, var að því spurður hvað ylli þessum sam- drætti í neyslu. Hann sagði: „Á árinu 1977 hafa orðið breyting- ar á dreifingu, og hugsanlegt er að þær hafi einhvern tímabund- in áhrif á neyslu, en erfitt að gera sér grein fyrir hve mikil þau eru, ef þau eru einhver. En við teljum að það sem veldur mestu sé áróður lækna gegn neyslu fitu. Ég tel að ef til vill sé ekki tekið nægilegt tillit til þess, að skortur getur orðið á þeim fjörefnum, sem mjólkin hefur upp á að bjóða, ef neysla hennar minnkar til muna. Mér hefur virst að ekki hafi komið fram nægilega hlutlausar upp- lýsingar um efnainnihald mjólkur og gagnsemi hennar. Almenning vantar fullnægjandi upplýsingar um þetta mál“. „Neyslu hefur verið beint tii Nýjasta tækni er notuð við meðferð mjólkur í Mjólkur- samsölunni. undanrennu, en mikil aukning hefur orðið í sölu á henni. Hins- vegar gerir fólk sér ekki al- mennt grein fyrir hvað búið er að taka úr mjólkinni. Þegar fit- an fer fara mörg af vítamínun- um með svo sem A og D víta- mín, sem eru bundin fitunni. Margir halda að þeir séu að fá gagnsemi mjólkur, án fitu, með því að drekka undanrennu. Þá hafa margir ýktar hugmyndir um hitaeiningar í mjólk komið fram. Þær eru ekki nema 60 í hundrað grömmum af mjólk, samanborið við 50 til 60 í hrein- um appelsinusafa". Margar hliðarvörur við ntjólk- ina hafa verið MS til sóma, eins og t.d. ístertur FRÆÐSLA UM MJÓLK OG MJÓLKURNEYSLU Þá vaknar sú spurning, hvort eitthvað sé gert til að fræða fólk um þessa hluti. Guðlaugur telur nauðsynlegt að gera það og telur jafnframt að sú starfsemi sé komin á nokkurn rekspöl. Komið hefur verið á stofn svokallaðri Mjólk- urdagsenfnd, sem hefur með höndum kynningu á mjólkur- vörum, eiginleikum þeirra og gagnsemi, á mjög breiðum grundvelli. Auk þess starfar blaðafulltrúi bændasamtak- anna, Agnar Guðnason, að þessum málum. Að mjólkur- dagsnefnd standa Stéttarsam- band bænda, Framleiðsluráð landbúnaðarins, Mjólkurtækni- félagið, Osta- og smjörsalan og Mjólkursamsalan. Guðlaugur telur eðlilegt að beina kynning- ar- og auglýsingastarfsemi inn á þessar brautir, og vinna að málinu á landsgrundvelli. Agnar Guðnason skýrði svo frá að starfsemi mjólkurdags- nefndar væri tvíþætt um þess- ar mundir. Annarsvegar væri unnið að dreifingu bæklingsins ,,Mjólk“, sem gefin var út fyr- ir Iðnsýninguna í haust. Honum var dreift á sýningunni, auk þess, sem honum er dreift í grunnskólum. í bæklingi þess- um eru upplýsingar um mjólk og mjólkurvörur, auk fræðslu um notkun og meðferð á mjólk- urvörum. Þá er í undirbúningi auglýsingaherferð um mjólkur- vörur í blöðum og útvarpi. ÁHUGl Á AÐ AUKA FJÖLBREITNI Hjá Mjólkursamsölunni er á- hugi á því að auka fjölbreytni í framboði á mjólkurvörum. Rætt hefur verið um að setja á markaðinn léttmjólk, sem hefði fitustig um 1%, í stað 3,8 til 3,9 sem er fitustig venjulegr- ar mjólkur. Til samanburðar má geta þess að undanrenna er nær fitulaus, eða með 0,05% fitumagn. Þá hefur komið til tals að setja á markaðinn fleiri tegundir rjóma. Venjulegur rjómi hefur 33% fitu, en rætt hefur verið um að framleiða 40% þeytirjóma, 18% rjóma sem útálag á grauta og þess háttar, auk þess sem haldið yrði áfram framleiðslu á kaffirjóma, sem hefur nú 12% fitumagn. Það veldur erfiðleikum við að koma þessu í framkvæmd að verðlagskerfi landbúnaðarins byggist allt á fitumagni fram- FV 12 1977 51

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.