Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1977, Page 52

Frjáls verslun - 01.12.1977, Page 52
leiðslunnar. Það hefur verið stefna í landbúnaðarmálum, að hafa fitustig mjólkur frá bænd- um sem hæst, þar sem þeir fá greitt fyrir framleiðslu sina eft- ir hitaeiningum. Þá er þess að geta að verðlagning landbún- aðarafurða er ekki í höndum framleiðenda, heldur svokall- aðrar „sex manna nefndar“. Hún hefur starfað síðan 1943 og haft með höndum verðlagn- ingu á landbúnaðarvörum. Hana skipa tveir fulltrúar Stétt- arsambands bænda og einn full- trúi Framleiðsluráðs landbún- aðarins, frá framleiðenda háifu og einn fulltrúi frá Alþýðusam- bandi fslands, einn frá Lands- sambandi iðnaðarmanna, og einn frá Sjómannafélagi Reykjavíkur. Náist ekki sam- komulag sker yfirnefnd úr, en hún er skipuð einum fulltrúa frá neytendum, öðrum frá fram- leiðendum og oddamanni skip- uðum af Hæstarétti. ÓVENJULEG STJ ÓRN SKIPUN Stjórnskipun Mjólkursamsöl- unnar er mjög sérkennileg og' vafalaust einsdæmi í sinni röð. Mjólkursamsalan var stofnuð árið 1935, samkvæmt sérstök- um lögum, sem sett voru um dreifingu mjólkur. Harðvítugar deilur urðu um það frumvarp og mun óhætt að segja að vart sé gróið um heilt eftir þær. Að sögn Guðlaugs Ólafssonar, skrifstofustjóra Mjólkursamsöl- unnar, hefur fyrirtækið aldrei fengist skráð, þar sem ekki er um samvinnufélag að ræða, ekki hlutafélag og ekki sam- eignarfélag. Þannig stóðu mál til stríðsloka ,eða þar um bil, að menn komu sér saman um að hér væri um að ræða sam- band samvinnuféaga, en ekki var þó leitað eftir skráningu fyrir fyrirtækið og er það því ekki að finna í firmaskrá, þó að hér sé um að ræða umsvifamik- Verzlunin HEIMAVER V estmannaey jum Hásteinsveg 43 Hólagötu 40 Sími 98 - 1366 °g Sími 1707 Kjöt og nýlenduvörur Verið velkomin BAKKAHRAUNI 1 — SÍMI 50300 52 FV 12 1277

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.