Frjáls verslun - 01.12.1977, Qupperneq 53
ið iðnaðar- og verslunarfyrir-
tæki.
HVER Á
MJÓLKURSAMSÖLUNA?
En hver á raunverulega
Mjólkursamsöluna? Þessu getur
orðið erfitt að svara. Á félags-
svæði Mjólkursamsölunnar, frá
Skeiðará í austri, til Þorska-
fjarðar í vestri, er Mjólkursam-
sölunni falið, samkvæmt lögum
frá 7. janúar 1935, að sjá um
alla dreifingu mjólkur.
Á þessu dreifingarsvæði, sem
nefnt er dreifingarsvæði 1, eru
fjögur mjólkursamlög, Mjólkur-
bú Flóamanna, sem hefur fé-
lagssvæði frá Skeiðará að vest-
urmörkum Árnessýslu, Mjólk-
ursamlag Kjalarnessþings, sem
hefur félagssvæði að Andakílsá,
Mjólkursamlag Kaupfélags
Borgarfjarðar, sem nær frá
Andakil um Borgarfjörð, Mýr-
ar og Snæfellsnes, sunnan
fjalla. Loks er Mjólkursamlagið
í Búðardal, með félagssvæði
norðan fjalla á Snæfellsnesi, í
Dölum og vestur til Þorskafjarð-
ar.
Ekki er þó málið svona ein-
falt. Mjólkurbú Flóamanna er
samvinnufélag framleiðenda á
félagssvæðinu og lang sterkast
þeirra, sem aðild eiga að Mjólk-
ursamsölunni.
Mjólkursamband Kjalarness-
þings er félag mjólkurframleið-
enda á svæðinu, en hefur ekki
til umráða mjólkurbú, þar sem
Mjólkurstöðin i Reykjavík, þar
sem þeir leggja inn framleiðslu
sína, er nú í eigu Mjólkursam-
sölunnar.
Mjólkursamlag Kaupfélags
Borgfirðinga er í rauninni ekki
til. nema sem deild i Kaupfé-
laei Borgfirðinga, sem rekur
miólkurbúið í Borgarnesi. Full-
trúar á stjórnarfundi Mjólkur-
samsölunnar eru kosnir á deild-
arfundi í kaupfélaginu, þar sem
framleiðendur einir eru þátttak-
endur.
Mjólkursamlagið í Búðardal
er félag framleiðenda. sem
legeia inn mjólk hjá Mjólkur-
búi Mjólkursamlagsins í Búðar-
dal. sem er í eign Mjólkursam-
sölunnar í Reykjavík.
TJPPGJÖR SAMEIGINLEGT
FYRIR ALLA
Því er um að ræða fjögur
framleiðslufyrirtæki, sem
leggja inn framleiðslu sína, á
einn eða annan hátt, hjá Mjólk-
ursamsölunni og eru tvö þeirra
í eigu Mjólkursamsölunnar
sjálfrar. Hin tvö leggja þar
einnig inn framleiðslu sína, en
fá hana ekki greidda á venju-
legan hátt, þar sem öll fram-
leiðslan og dreifingarkostnaður
fara í sama pott og eitt sameig-
inlegt uppgjör gert í senn fyrir
allt svæðið. Af þessu leiðir að
bóndi fær sama verð fyrir
mjólkina hvort sem hún er sótt
í einn kílómeter til mjólkurbús-
ins, eða 150 kílómetra. Af þessu
leiðir það einnig, að sé eitt
mjólkurbú betur rekið en hin,
græða allir bændur á svæðinu
jafnt, og tapa á öðru, sem kann
að vera illa rekið.
16 MENN STJÓRNA
SAMSÖLUNNI
Til að stjórna þessu flókna
kerfi, er kosin 16 manna stjórn.
Samlagsdeildirnar fjórar kjósa
í hana fulltrúa, án tillits til
þess, hvort þær hafa umráð yf-
ir mjólkurbúi á sínu svæði eða
ekki. Af svæði Mjólkurbús
Flóamanna eru kosnir 9 fulltrú-
ar, af svæði Mjólkursamlags
Kjalarnesþings 2 fulltrúar og af
svæði Mjólkursamlags Kaupfé-
lags Borgfirðinga 3 fulltrúar og
af svæði Mjólkursamlagsins i
Búðardal 2 fulltrúar. Mjólkurbú
Flóamanna hefur því hreinan
meirihluta fulltrúa til aðalfund-
ar Mjólkursamsölunnar, enda
langstærst af samlögunum fjór-
um, með 37 milljónir innveg-
inna lítra árið 1976, borið sam-
an við 18 milljónir lítra hjá
hinum samlögunum þremur.
Þessir fulltrúar kjósa fimm
manna stjórn, sem er þannig
skipuð að tveir menn eru af
svæðum þeirra mjólkurbúa,
sem samsalan á sjálf, tveir af
svæði Mjólkurbús Flóamanna
og einn af svæði Kaupfélags
Borgfirðinga. Stjórnarmenn eru
nú Ágúst Þorvaldsson, bóndi og
fyrrum alþingismaður frá
Brúnastöðum í Flóa, Gunnar
Guðbjartsson, formaður Stéttar-
sambands bænda. Eggert Ólafs-
son, Þorvaldseyri undir Eyja-
fjöllum, Oddur Andrésson,
Neðri Hálsi í Kjós, og Vífill
Búason, Ferstiklu í Hvalfirði.
Stjórnin heldur fundi 12 til 15
sinnum á ári, eftir þörfum.
HVAÐ VARÐ UM
AFGREIÐSLUSTÚLKUR í
MJÓLKURBÚÐUM
MJÓLKURSAMSÖLUNNAR?
Mikið var um það talað, þeg-
ar ákveðið hafði verið að loka
mjólkurbúðum Mjólkursamsöl-
unnar á dreifingarsvæði henn-
ar, sem náði allt frá Skeiðarár-
sandi til Þorskafjarðar, hvað
yrði um þær konur, sem starf-
að höfðu vð afgreiðslustörf í
mjólkurbúðum.
í árslok 1976 störfuðu alls
175 stúlkur í mjólkurbúðum á
dreifingarsvæði Mjólkursamsöl-
unnar. Búðirnar voru alls 58,
þar af 40 í Reykjavík. Aðrir út-
sölustaðir voru mun fleiri, eða
115 talsins, þar af 45 í Reykja-
vík.
Að sögn Hallveigar Einars-
dóttur, formanns Félags af-
greiðslustúlkna í brauða- og
mjólkurbúðum, voru 159 kon-
ur starfandi á félagssvæði fé-
lagsins, frá Akranesi til Suður-
nesja, þegar lög tóku gildi, 1.
febrúar 1977, um að loka skyldi
mjólkurbúðunum.
Hallveig sagði að engin þess-
ara kvenna væri á atvinnuleys-
isskrá. Hún sagðist ekki vita
um allar þessar konur, en marg-
ar hefðu farið til starfa í öðr-
um verslunum, aðrar á sauma-
stofur og svo framvegis. Hall-
veig kvaðst ekki vita annað en
að allar þær, sem þess óskuðu,
hefðu fengið vinnu, sem þær
gætu unað.
Hallveig sagði ennfremur að
meiri hluti þessara kvenna
hefðu verið húsmæður, enda
vinnutími heppilegur fyrir þær.
Óvenju lítið var um hreyfingu
á starfsfólki í mjólkurbúðum
Samsölunnar, að sögn Hallveig
ar.
Ekki virðast því hafa ræst
hrakspár þeirra, sem töldu að
þessar konur misstu við þessa
breytingu atvinnumöguleika
alla, nema ef vera kynni að
prjóna peysur heima fyrir, eins
og framagjarnar kvenréttinda-
konur höfðu á orði, æ ofan í æ,
í fjölmiðlum.
FV 12 1977
53