Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1977, Síða 55

Frjáls verslun - 01.12.1977, Síða 55
Henson — sportfatnaður hf. Framleiðir 90-95% af öllum búningum fyrir íslensk ífiróttalið IVIik.il þörf skapaöist þegar auglýsingar á títíningana voru leyfóar Henson sportfatnaður hf. er eitf þeirra fyrirtækja, sem vaxið hefur úr grasi, án bess að valda neinum sviptingum í sinni grein, enda ekki stofnað neinum til höfuðs. Því fleiri þekkja fyrirtækið á sviði íþrótta, þar sem fyrirtækið framleiðir nú meirihlutann af þeim félagsbúningum, sem notaðir eru hér á landi. Halldór Einarsson í knattspyrnuleik á Laugardalsvellinum. Aðaleigandi fyrirtækisins er Halldór Einarsson, sem er kunnur knattspyrnumaður í Val mörg undanfai'in ár. Hall- dór hóf þátttöku sína í viðskipt- um með því, að flytja inn sport- fatnað. Honum þótti þjónusta fremur slök á sviði sportfatnað- ar og vildi bæta úr því. Hann komst fljótlega að því, að það var fremur fánýt iðja að standa í að panta tíu peysur og tíu buxur og þíða síðan eftir þess- ari sendingu, svo mánuðum skipti. Eins og hann sjálfur seg- ir, gaf það ekkert af sér nema fyrirhöfn og leiðindi. ERFITT AÐ FÁ RÉTT EFNI Honum varð ljóst að tíma- bært væri að hefja framleiðslu hér, en eins og oft vill verða, þurfti tilviljun til að úr fram- kvæmdum yrði. Halldór rakst á saumavélar ,sem voru falar fyr- ir lítið og hafði upp á góðri saumakonu og framleiðslan hófst, úr efnum, sem framleidd voru í Englandi. Halldór hefur þann eigin- leika, að muna eigin mistök, og á ekkert erfitt með að ræða þau. Um fyrstu framleiðsluna hefur hann þetta að gegja: „Skemmst er frá því að segja að efnið reyndist svo frámuna- lega illa, að telja verður með ó- líkindum. Reynslan af fötunum varð slæm og því varð ekki um að ræða neina aukningu á við- skiptum“. Eftir þessa erfiðu reynslu áttaði Éfalldór sig á því, sem ýmsum hefur reynst erfitt að sætta sig við, sem sé því að hann skorti þekkingu. Eins og hann sjálfur segir, vissi hann ekki einu sinni með vissu hvað það hét ,sem hann raun- verulega vantaði. Gerðar voru tilraunir með ýmis efni, þar á meðal íslensk, en 'nokkur tími leið, þar til hann datt niður á nothæft efni. Eftir það fór að ganga betur. Smátt og smátt fóru gæðin að batna og Halldór segir: ,,Ég tel að gæði ol^kar séu nú sambæri- leg við. það sem gerist á Norð- urlöndum, og eftir eitt ár get- y um við framleitt jafn goðar vör- ur og þær eru bestár hjá keppí- nautum okkar“. AUGLÝSINGAR SKÖPUÐU AUKNA ÞÖRF Það var stórt stökk í starf- semi fyrirtækisins, þegar ís- lenskum félagsliðum var leyft að hafa- auglýsingár á búning- um sínum. Þá skapaðist mikil þörf fyrir þjónustu, sem oft þurfti að fást með mjög skömm- um fyrirvara. Þetta varð til þess að nánast varð ómögulegt að panta slika búninga erlendis frá og nú hefur Henson fyrirtækið með höndum 90—95% af allri framleiðslu á búningum fyrir íslensk íþróttalið. Nú eru uppi áætlanir um að sveigja í aukhum mæíi inn á svið almenns sportfatnaðar, sem FV 12 1977 55

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.