Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1977, Page 64

Frjáls verslun - 01.12.1977, Page 64
Ilm heima og geima — Elsku mamma, skrífaði brúðurinn nokkrum dögum eft- ir að brúðkaupsferðin hófst. — Nú veit ég alveg fyrir víst, að Maggi hefur haft stjórn á sér þar til hann fann mig. Hann hefur örugglega aldrei elskað nokkra konu fyrr. — Hluti af honum var nefnilega enn í plastumbúðum. — Lögregluþjónn. Þér verð- ið að taka mig fastan. Þáð kom nokkuð agalegt fyrir. Ég sló konuna mína niður með steik- arpönnu. — Er hún látin? — Nei. Þess vegna bið ég þig að læsa mig inni. Hún er 200 metrum á eftir mér. — Manstu eftir sérkennilega kjólnum, þessum topplausa, sem ég fór í á árshátíðina. — Já, auðvitað. Hann er fjári sexí. — Þakka þér fyrir, en ég var að frétta að þetta var bara belt- ið af kjólnum, sem ég hafði pantað. Milli vinkvenna: — Þú ert byrjuð að vera með Georg. Segðu mér, hrýtur hann alltaf jafnmikið? — Haldið þér, að ég geti fengið að tala við forstjórann? — Ég þoli ekki þessar sjálfs- morðsgæsir. — Já, alveg áreiðanlega. Hann hefur beðið mig að vísa öllum fögrum konum umsvifa- laust inn til sín, svaraði dyra- vörðurinn. — Segið honum, að konan hans sé mætt. — Við þurfum ekki að hafa áhyggjur af manninum mínum. Við stöndum á honum. — Skólastjóri. Ég hef ákveð- ið að láta strákinn fara í annan skóla. Þessi er svo lélegur. — Hugsið yður nú um. Drengurinn er beztur í bekkn- um. — Það er einmitt þess vegna. Ef strákurinn er beztur í sín- um bekk þá er þetta afskaplega lélegur skóli. — Þetta er út af dóttur okk- ar, læknir, sagði móðirin á- hyggjufull. — Hún er eitthvað skrítin í kollinum. Hún held- ur að hún sé hæna. — Jæja, jæja, svaraði geð- læknirinn og lét sér fátt um finnast. — Hvað hefur hún hagað sér svona lengi? — I tvö ár. — Af hverju í ósköpunwm hafið þér ekki komið og sagt mér fró þessu fyrr? — Við þurftuin á eggjunum að halda. — • — — Jæja, Pétur litli, sagði gamla, sæta frænkan. — Er hún systir þín byrjuð að tala — Hvað ætti hún svo sem að segja. Hún fær allt ef hún bara rekur upp öskur. — • — — Hvort það sé raki í hús- kofanum? Já, og það svo of- boðslegur að það voru horn- síli í músagildrunni í morgun. — • — Vinkonurnar sátu og röbbuðu saman. í einu horni stofunnar sat húsbóndinn og las í dag- blaði. — Segðu mér. Er maðurinn þinn alltaf svona þögull? — Yfirleitt ekki. Þú ættir að heyra hann borða. (54 PV 12 1977

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.