Frjáls verslun - 01.12.1977, Qupperneq 66
>En
riisijórn
IMýsköpun íslenzkra
fjármála
Ritstjórn Frjálsrar verzlunar vill vekja
athygli á eftirfarandi ályktun sem gerð var
á Viðskiptaþingi í nóvember.
Viðskiptaþing Verzlunarráðs íslands tel-
ur, að nýsköpun íslenzkra fjármála sé ein
af forsendum þess aö íslendingar geti búið
við sambærileg lífskjör og nálægar þjóðir.
Þingið vill því hvetja alla landsmenn til um-
hugsunar um eftirtalin markmið, sem
stefna veröur aö í nýsköpun fjármála þjóð-
arinnar:
1. Leggja verður megináherzlu á stöðvun
verðbólgunnar. Að því verður efnahags-
stefna ríkisvaldsins að beinast og til þess
verða landsmenn að veita stjórnvöldum
stuðning sinn.
2. Arðsemi verður að vera helzta leiðarljós
og forsenda fyrir öllum rekstri og fram-
kvæmdum landsmanna. Arðsemi at-
vinnurekstrar þarf að vera í samræmi við
þjóðhagslega arðsemi. Án hag-vaxtar,
sem grundvallast á arðbærum fjárfest-
ingum verða lífskjör þjóðarinnar ekki
tryggð í framtíðinni.
3. Afnema verður hvers konar forréttindi
og mismunun, sem einstakar atvinnu
greinar, stéttir og fyrirtæki búa nú við.
I þess stað þarf að efla frjálsa samkeppni
á jafnréttisgrundvelli.
4. Almenningur verður aö eiga þess kost að
ávaxta sparifé sitt í bönkum, sparisjóð-
um og lífeyrissjóðum eða með beinni
þátttöku í atvinnufyrirtækjum. Aukið fé
almennings í atvinnurekstri mun skapa
ný og fjölbreyttari atvinnutækifæri og
betri lífskjör fyrir nýja kynslóð lands-
manna.
Ef landsmenn eru sammála þesssum
markmiðum og vilja lagfæra það ástand,
sem nú ríkir í fjármálum þjóðarinnar, vill
Viðskiptaþing Verzlunarráðs íslands hvetja
alla íslendinga til að sameinast um eftir-
farandi:
1. Gjaldeyrisverzlunin verði gefin frjáls
samhliða raunhæfri gengisskráningu,
svo að öllum landsmönnum verði heimilt
að eiga, kaupa og selja erlendan gjald-
eyri, þegar þeir óska.
2. Lánastofnunum og fyrirtækjum verði
heimilað að bjóða almenningi raunhæfa
vexti af lánum, með eða án vísitöluskuld-
bindingar.
3. Lífeyrissjóðum verði heimiluð raunhæf
vísitölubinding útlána. Þá gætu þeir lán-
að sjóðfélögum mestan hluta byggingar-
kostnaðar til langs tíma og greitt eðli-
legan lífeyri, þegar þar að kemur.
4
4. Skattalögum verði breytt til aö eyða á-
hrifum verðbólgunnar á atvinnulífið og
til að láns- og áhættufé leiti í auknum
mæli í atvinnulífið.
5. Aðgangur atvinnulífsins að erlendu fjár-
magni verði rýmkaður eftir almennum
reglum, án mismununar milli fyrirtækja
og atvinnuvega.
6. Aðgerðum verði beitt í peningamálum og
fjármálum hins opinbera til aö vinna
bug á verðbólgunni.
7. Afnumin verði mismunun milli atvinnu-
vega og létt verði höftum af atvinnulíf-
inu, þannig að innlend atvinnustarfsemi
búi við svipuð starfsskilyrði og keppi-
nautar okkar erlendis.
(50
FV 12 1977