Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1979, Síða 19

Frjáls verslun - 01.10.1979, Síða 19
við sænskt ráðgjafafyrirtæki, EA- PROJECTS, og skipulögðum við í samvinnu við þá aðgerðir til að auka framleiðni íslensks fataiðn- aðar. Þetta fyrirtæki hefur starfað að svipuðum verkefnum í mörgum löndum, bæði innan og utan Evr- ópu. i vor kom síðan starfsmaður þess hingað til lands og heimsótti hann fyrirtæki hér og kynnti sér hver væru helstu vandamál þeirra. Þegar því var lokið var skipulögð ferð til Finnlands og henni hagað þannig að heimsótt voru fyrirtæki þar sem við gátum fengið svör við þeim vandamálum sem hrjáðu verksmiðjur okkar, hér heima. Að þessari ferð lokinni kom upp mikill áhugi meðal fataframleið- enda að hrinda í framkvæmd hag- ræðingarverkefni fyrir greinina og það var gert." Umfangsmiklar aðgerðir „Þessar aðgerðir hófust nú í sumar og þær munu standa fram á mitt næsta ár. Verkefninu er skipt í þrjá þætti, ráðgjöf, starfsþjálfun og námskeið og alls mun þetta kosta um 160 milljónir. Ráðgjöfin felst í fyrsta lagi i endurskipulagningu framleiðsl- unnar, í öðru lagi í breytingu á verksmiðjunum og í þriðja lagi í gangsetningu nýs launakerfis. Starfsþjálfunin felst í þjálfun saumakvenna og síðan verða haldin námskeið fyrir stjórnendur fatafyrirtækja, verkstjóra verk- smiðjanna og að síðustu fyrir hönnuði og sníðagerðafólk. Þá er stefnt að því að hafa námskeið til kynningar'í hinu nýja launakerfi. Alls taka 16 fyrirtæki þátt i þess- um framleiðniaukandi aðgerðum og þegar er farin að koma í Ijós jákvæð þróun hjá sumum þessara fyrirtækja í kjölfar ráðgjafarinnar. Framleiðni fatafyrirtækja var áður aðeins 25—75% af framleiðni samskonar fyrirtækja í Finnlandi. Sænska ráðgjafafyrirtækið gerir ráð fyrir að hægt verði að auka framleiðnina að meðaltali um allt að 30% og það sýnir að til mikils er að vinna.“ 19

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.