Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1979, Side 22

Frjáls verslun - 01.10.1979, Side 22
Heimsókn til Stjórnunarfélags íslands „Skaði, ef menn viðhalda ekki þekkingu sinni” — segir Þórður Sverrisson, framkvæmdastjóri ,,Breyttir atvinnuhættir og nýjar aðstæður í umhverfi fyrirtækja og stofnana gera stöðugt tilkall til bættra starfs- hátta. Augu manna hafa hin síðari ár opnast fyrir því að þörfin fyrir símenntun stjórnenda og starfsmanna fyrirtækja verður æ þrýnni. Stjórnendur fyrirtækja mæta á degi hverjum nýjum og æ flóknari vandamálum, sem þeir verða að vera færir um að leysa, ef fyrirtæki þeirra eiga að halda velli. “ Þessi orö er aö finna í formála ritsins Stjórnunarfræðslan sem gefið er út af Stjórnunarfélagi ís- lands. I riti þessu má meðal annars finna yfirlit yfir öll þau námskeið sem Stjórnunarfélagið mun halda á þessum vetri og jafnframt kynn- ingu á fræðslustarfi nokkurra fé- lagssamtaka. Eins og formálsorðin hér að framan fela í sér, er menntun ekki hlutur sem menn ættu aöeins að afla sér á ákveðnu tímabili ævinn- ar, heldur er menntun nokkuð sem menn verða sífellt að endurnýja og bæta við, rétt eins og hinn gamli málsháttur segir: ,,Svo lengi lærir sem lifir". Ef ekki er gætt að sí- menntun meðal starfsmanna fyrir- tækja er hættunni á stöönun boðið heim, en stöðnun innan fyrirtækja eða stofnana leiöir af sér afturför og oft fjárhagslegt tap, eða jafnvel endalok starfsemi fyrirtækja. Þetta er mörgum stjórnendum Ijóst, og þetta var ofarlega í hugum helstu hvatamanna að stofnun Stjórnunarfélags íslands á sínum tíma. Félagið er enn ungt að árum; það var stofnað árið 1961, og var tilgangur þeirra sem að stofnun- inni stóðu að bindast samtökum í því skyni að vinna sameiginlega að því markmiði að bæta stjórnun hérlendis. Þessu markmiði hefur félagið unnið markvisst að m.a. með ráðstefnum, námstefnum, fundum, útgáfustarfsemi o.fl. Nú er vetrarstarf Stjórnunarfé- lags (slands nýhafið, og því ekki úr vegi að kynna örlítið starfsemi fé- lagsins. Með það í huga hélt Frjáls verslun á fund Þórðar Sverrisson- ar, framkvæmdastjóra Stjórnunar- félagsins og ræddi Oið hann um liðið starfsár og fékk ugplýsingar um hvað framundan væri. Þrettán ný námskeið tekin á dagskrá hjá félaginu, þar á meðal námskeið í fiskihag- fræði. Heimsókn Parkinsons vakti mesta athygli Mikla athygli vakti nú í vor þegar Stjórnunarfélag íslands bauð til landsins hinum heimsþekkta prófessor C. Northcote Parkinson. Hann dvaldi hér í 3 daga og flutti m.a. hádegisverðarfyrirlestur í þéttskipuðum Súlnasal Hótel Sögu. Parkinson er sem kunnugt er frægastur fyrir bók sína ,,Lögmál Parkinsons". Lögmál hans er á þá leið að vinna þenjist út uns hún fylli út í þann tíma sem menn hafi til þess að framkvæma ákveðið verk, og þó að liðin séu 20 ár frá því að lögmálið var sett fram, sýnir sí- vöxtur ýmissa stofnana og fyrir- tækja að lögmál þetta er í fullu gildi enn í dag. ,,Já, koma Parkinsons vakti verðskuldaða athygli", sagði Þórður. ,,Vandamálin sem Parkin- son vakti athygli á í bók sinni á sínum tíma hafa frekar aukist hin síðari ár. Forsvarsmenn og starfs- menn fyrirtækja ættu því að hafa vel í huga varnaðarorð hans, svo einhver hemill verði hafður á út- 22

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.