Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1979, Síða 23

Frjáls verslun - 01.10.1979, Síða 23
Svokallaðir morgunfundir eru nýjung í starfsemi'Stjórnunarfélagsins. Þessi mynd var tekin á einum slíkum, þar sem forsvarsmenn fjölmiðla mættu til viðræðna. þenslu skrifstofubáknsins. Ann- ars fjallaði Parkinson í fyrirlestri sínum á Sögu um efnið ,,How to Communicate", en það hefur ver- ið þýtt sem boðmiðlun á íslensku. í erindi þessu fjallaði hann um samskipti fyrirtækja og stofnana við almenning og kom þar fram sú skoðun hans að þessi samskipti væru allt of mikið vanrækt af hálfu fyrirtækja. Nálægt 40 námskeið haldin í vetur „Allverulegar breytingar verða á námskeiðum nú í vetur frá því sem var í fyrravetur", sagði Þórður. „Felld hafa verið niður mörg nám- skeið, en um 13 ný námskeið tekin upp í staðinn. Á námskeiöum Stjórnunarfélagsins er fjallað al- mennt um stjórnun og hin ýmsu sérsviö stjórnunar. Námskeiðin eru flokkuð eftir þessum sérsvið- um, þ.e.a.s. í námskeið fyrir fram- kvæmdastjóra, fjármálastjóra, framleiðslustjóra, sölustjóra og skrifstofustjóra, en auk þess eru allmörg námskeið sem höfða til einstaklinga án tillits til þess hvaða störfum þeir gegna innan fyrir- tækja.“ Margt vekur athygli og áhuga þegar blaðað er í Stjórnunar- fræðslunni, kynningarriti um nám- skeiðahald Stjórnunarfélagsins. Blaðamaður rak t.d. augun í nám- skeið um „Núllgrunnsáætlana- gerð" og minntist þá ályktunar á Alþingi í fyrra um það mál. „Já, það er rétt að Núllgrunns- áætlanagerð er ein af þeim stjórn- unarnýjungum sem félagið hefur unnið að kynningu á hér á landi. Björn Friðfinnsson, fjármálastjóri Reykjavíkurborgar, kynnti fyrstur Núllgrunnsáætlanagerð hér á landi á ráðstefnu Stjórnunarfé- lagsins, sem haldin var í Munað- arnesi í janúar á sl. ári. Friðrik Soþhusson, alþingismaður, var þá framkvæmdastjóri Stjórnunarfé- lagsins og kynnti sér þessa tækni við áætlanagerð á ferð sinni um Bandaríkin sl. haust. Hann fylgdi máli þessu síðan eftir með þings- ályktunartillögu, sem hann lagði fram á alþingi sl. vetur. Helsti kostur þessarar tækni við áætl- anagerð er, að ef henni er beitt verður að rannsaka frá grunni og færa ýtarlegan rökstuðning fyrir öllum þeim útgjöldum sem áform- að er að stofna til. Þessi aðferð hefur reynst vel í stórum fyrirtækj- um og hjá hinu opinbera, þar sem hún hefur verið reynd erlendis, og vona ég sannarlega að tillaga Friðriks veröi athuguð gaumgæfi- lega hjá þeim aðilum sem hafa með höndum fjárhagsáætlana- gerð hjá opinberum aðilum hér- lendis." Skaði ef menn viðhalda ekki þekkingu sinni Þeim sem ekki þekkja til, leikur eflaust forvitni á að vita hverjir það eru sem sækja námskeið Stjórn- unarfélagsins. Sjálft nafn félagsins bendir til að um hvítflibbasam- komur sé að ræða, þar sem ein- göngu sitji forstjórar og fram- kvæmdastjórar stórra fyrirtækja. 23

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.