Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1979, Page 26

Frjáls verslun - 01.10.1979, Page 26
IV / / ll „Væri virkilega gaman að vinna kókauglýsingu með íslenskar aðstæður íhuga” 1 — segir Pétur í Kók, sem telur það mikinn ábyrgðarhluta að fara af stað með dósir eða plastumbúðir undir drykkinn. „Við viljum ekki verða fyrstir til þess.“ Það var árið 1886 að farið var að framleiða svaladrykk þann sem nefnist Coca Cola í fyrsta skipti, en það var í borginni Atlanta í Georgíuríki í Bandaríkjunum. Þar eru nú höfuðstöðvar The Coca Cola Company, en út frá þessari höfuðstöð greinast margar aðrar, stórar og smáar verksmiðjur, út um allan heim, og meðal annars hingað til íslands. Coca Cola á íslandi er litlu eldra en lýðveldið okkar en sammerkt með kókinu og lýðveldisstofnun- inni er, að í hinni frægu utan- þingsstjórn sem sat að völdum þegar lýðveldi var hér stofnað, sátu þeir Björn Ólafsson, sem fjár- málaráðherra og Vilhjálmur Þór, sem atvinnumálaráðherra, en báðir voru þeir hluthafar í Coca Cola verksmiðjunni á íslandi, Vífil- felli, og Björn raunar forstjóri hennar. Bæði Björn og Vilhjálmur eru gengnir til feðra sinna og verk- smiðjunni stjórna nú og reka eftir- komendur þeirra. Hlutafélagið heitir Vífilfell og stjórn þess skipa nú sonur Björns, Pétur, en hann er formaður stjórnarinnar, Örn Þór sonur Vilhjálms Þórs, Edda dóttir Björns og Guðrún Guðmunds- dóttir, en hún er ekkja hálfbróðurs Björns, Guðmundar Elíssonar, og Kjartan Kristjánsson, en hann er framkvæmdastjóri fyrirtækisins með Pétri. Eignahlutföll eru í félaginu hin sömu og voru í upphafi. Megin- hlutann á hlutafélagið ,,Björn Ólafsson", en það er í eigu ætt- ingja Björns. Börn Björns eiga sérhlutabréf í Vífilfelli, Örn Þór á sama hlut og faðir hans átti og að lokum á hlutafélagiö „Þórður Sveinsson" nokkurn hlut í Vífilfelli. Þórður var félagi Björns á fyrri hluta þessarar aldar, en þeir stofnuðu heildverslun með nafni Þórðar og ráku hana þar til 1930, en þá lézt Þórður. í raun og veru er

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.