Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1979, Síða 30

Frjáls verslun - 01.10.1979, Síða 30
Olafur Stephensen: „Upplagseftirlit — grundvöllur að réttlátri verðlagningu auglýsinga” Samband íslenskra auglýsingastofa heita samtök auglýsingafyrirtœkja, sem hafa látið tölu- vert að sér kveða að undanförnu. SÍA beitti sér fyrir sérstakri fjölmiðlakönnun á s.l. ári, sem vakti verðskuldaða athygli, en á stefnuskrá sambandsins eru einnig verðlagsmál fjölmiðla, upplagskönnun, siðareglur auglýsenda, auglýsinga- og markaðsmáladómur, o.fl. Fyrsli formaður SÍA, Ólafur Stephensen, einn atkvœðamesti auglýsingamaður hérlendis, stofnaði nýtt fjölmiðlunarfyrirtœki fyrir skömmu, en áður var Ólafur meðeigandi og fram- kvœmdastjóri auglýsingastofunnar Argus um tíu ára skeið. Ólafur Stephensen lauk háskólanámi í fjölmiðlun og almenningstengslum árið 1962, en nám sitt stundaði hann við Columbia University í New York. Margar auglýsinga hans hafa verið umdeildar og mörg slagorðaþeirra orðin landsfleyg. Meðalþeirra má nefna „Það er bara s’ona!“„Fékkst þú þér Tropicana í morgun? „ Volvo Öryggi“ og „Komdu með til lbiza“. Ólafur er mikilljazzáhugamaður. Hann stjórnaðijazzþœtti í útvarpinu í mörg ár, en margir muna ef til vill frekar eftir spurningaþœtti hans í sjónvarpinu, „GestaleikÓlafur var fyrsti formaður Junior Chamber Reykjavík, en árið 1970 var hann kjörinn alþjóðlegur varaforseti JC-hreyfingarinnar á alþjóðaþingi í Dublin. Hann er eini íslendingurinn, sem valist hefur í þá stöðu. Ólafur hefur starfað töluvert að málefnum verslunarinnar, auk auglýsingastarfsins, og á m.a. sœti í varastjórn Verslunarráðs íslands. 30

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.