Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1979, Page 58

Frjáls verslun - 01.10.1979, Page 58
sjoppu og reksturinn gengið ákaf- lega vel. Auðvitað var erfitt að fjármagna þetta í upphafi. Við þurfum einnig að leggja fólksbíl- unum yfir vetrarmánuðina, en jepparnir ganga allan ársins hring. Bílaleigan er þó undirstaðan í þessum rekstri okkar. Fólk er nú farið að veita því at- hygli, að skemmra er til hinna eftirsóttu ferðamannastaða hér í nágrenninu frá Húsavík, en frá Akureyri og því er ódýrara að taka bíl á leigu héðan.1' Erfitt að reka bíla- verkstæði úti á landi ,,Það gengur ekkert sérstaklega vel að reka bílaverkstæði úti á landi. Það er dýrt að halda uppi miklum lager, bæði vegna þess hve bílar hér eru fáir og þar að auki er flutningskostnaður hingaó mjög mikill," sagði Magnús Einarsson, skrifstofustjóri hjá véla- og bif- reiðaverkstæðinu Foss h.f., en Foss er eitt af stærstu fyrirtækjun- um á Húsavík og raunar með stærri fyrirtækjum á þessum landshluta. Hlutafélagið Foss er eign fjöl- margra aðila, jafnt einstaklinga sem fyrirtækja, en meðal þeirra fyrirtækja sem eiga hlut í Foss h.f. eru Fiskiðjusamlag Húsavíkur, Samvinnutryggingar, Kaupfélagið og fleiri. Foss h.f. skiptist í fimm deildir, eftir því sem Magnús segir. Þessar deildir eru vélaverkstæði, en það sér um viðgerðir fyrir bátaflota Húsavíkur og ýmis konar mann- virkjagerð. Meðal annars er mikið um smíði stálgrindarhúsa, hlaða fyrir bændur og auk þess hefur verið nokkuð um verkefni við Kröflu. Bílaverkstæðið sér um mestalla viðgeröaþjónustu á vél- fákum Húsvíkinga. Síðan er starf- andi blikksmiðja innan fyrirtækis- ins og eru verkefni hennar loft- ræsistokkar og fleira auk þess sem hún gerir tilboð í verkefni víðs vegar um landið. Að auki starfa innan Foss h.f. smurstöð og bíla- sprautun. Ingvar Þórarinsson og tvær af afgreiðslustúlkunum í bókaverslunlnni. HÚSAYÍK er miðstöð ferðalaga um Þingeyjarsýslur. Frá Húsavík er stytzt til ýmissa fegurstu staða í hér- aðinu, svo sem GoSafoss, Mývatns, Ásbyrgis, Jökulsárgljúfurs, Dettifoss og Oskju. Reglulegar flugferðir eru milli Reykjavíkur og Húsavíkur með Flugfélagi íslands. Nýtt og glæsilegt Kótel á staðnum. Fengsæl fiskimiS eru í flóanum og Kin fræga Laxá er í aSeins i 0 km fjarlægð. KomtS til Húsavíkur, þar sem miðnætursólin Kýður yðar vtð Keimskautabaug. 58

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.