Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1980, Page 4

Frjáls verslun - 01.09.1980, Page 4
Sigurður Hafstein hefur verið ráðinn fram- kvæmdastjóri Sambands íslenzkra sparisjóða. Sigurður lauk stúdentsprófi frá Menntaskól- anum í Reykjavík 1960, og útskrifaðistsem lög- fræðingur frá Háskólaíslands 1967. Sigurður starfaði sem fulltrúi á lögfræði- stofu Eyjólfs K. Jónssonar og fleiri aðila. Að loknu eins árs framhaldsnámi í lögfræði við Stokkhólmsháskóla hélt Sigurður áfram starfi sínu á löfræðistofunni og gerðist meðeigandi að henni. í ársbyrjun 1972 varSigurður ráðinn frmkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins og varð hæstaréttarlögmaður 1974. Aðspurður sagði Sigurður varðandi starf sitt sem framkvæmdastjóri Sambands íslenzkra sparisjóða, að um væri að ræða nýtt starf sem ætti eftir að mótast á næstu árum. ,,En helztu viðfangsefnin verða í samræmingu á starfi sparisjóða, þjónusta við einstaka sjóði, við- skipti við Seðlabanka, kjarasamningar og kynningarmál auk almennrar hagsmunagæzlu fyrirsparisjóðina í landinu.“ Inga Jóna Þórðardóttir var nýlega ráðin fram- kvæmdastjóri fræðslu- og útbreiðslumála hjá Sjálfstæðisflokknum. Inga Jóna er fædd á Akranesi þann 24. sept- ember 1951. Hún varð stúdent frá Menntaskól- anum á Akureyri 1971 og lauk viðskiptafræði- prófi frá Háskóla íslands 1977. Árið 1976 hóf Inga Jóna starf sem innkaupa- stjóri hjá Skipasmíðastöðinni Þorgeirog Ellert hf., á Akranesi. Um haustið 1978 gerðist hún síðan kennari í hagfræði og ýmsum viðskipta- greinum viðfjölbrautaskólann á Akranesi. Inga jóna kennir enn sem komið er við fjölbrauta- skólann en mun að öllum líkindum hefja fullt starf hjá Sjálfstæðisflokknum um áramótin. Við spurðum Ingu Jónu í hverju hið nýjastarf hennar væri fólgið: ,,Það hefur verið augljós mál í nokkur ár að starf framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins var allt of umfangsmikið og því hefur nú loks verið skipt í tvo megin- þætti. Starf mitt er fólgið í beinni útbreiðslu og kynningu á baráttumálum og starfsemi Sjálf- stæðisflokksins. Ég kem til með að hafa yfir- umsjón með allri stefnumótandi vinnu flokks- ins, vinna fyrir og með málefnanefndum hans og þingflokksins, jafnframt því sem ég vinn að öflun upplýsinga. - Þetta virðist mjög fjölþætt starf, hvernig leggst það í þig? ,,Mjög vel, það er spennandi að fást við verk- efni sem ekki er fyrirfram fullmótað og mikið undir sjálfum manni komið hvernig til tekst." 6

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.