Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1980, Page 10

Frjáls verslun - 01.09.1980, Page 10
innlent Áætlun tekna á framteljendur í eigin atvinnurekstri: ,,Skattstjórum hefur verið fengið óhugnanlegt vald“ Kaupmenn íhuga að ,,segja sig úr vistinni hjá vísitölufjölskyldunni“ Nýju skattalögin eru með framkvæmdinni að sýna á sér ýmsar hliðar, sem mönnum hafa almennt ekki verið Ijósar fyrr en á reynir og álagningarseðlarnir liggja fyrir. Einn kafli þeirra, sem nú virðist stórlega gagnrýnisverður, er áætlun tekna á menn í eigin atvinnurekstri og álagning skatta samkvæmt þeim. Lögmaður sagði við Frjálsa verzlun: „Með þessum lögum hefur skattstjórum í landinu verið veitt óhugnan- legt vald.“ Samkvæmt skattalögunum er rík- isskattstjóra ætlað að setja á- kveðnar viðmunarreglur, sem hafa skal hliðsjón af þegar áætla þarf tekjur á menn í eigin atvinnu- rekstri. Er þarna um að ræða geysilegt valdframsal til hans, að mati lögfróðra, þó að honum sé reyndar gert að hafa til viðmiðunar hvaða tekjur menn myndu hafa haft í vinnu hjá öðrum. Síðan segir í lögunum, að skattstjórar eigi að meta sjálfstætt aðstöðu hvers og eins framteljanda, sem reglur þessar ná til. Þykir það hafa komið berlega í Ijós við skattlagningu nú í fyrsta skipti samkvæmt þessum lögum, að skattstjórar hafi fengið í hendur ótrúlega mikið vald og þess séu greinileg dæmi, að þeir hafi áætlað mönnum tekjur án þess að kanna til hlítar aðstæður þeirra og ef því er að skipta, hækk- að tekjuliði á framtali viðkomandi einstaklinga án þess að gefa þeim nokkurt tækifæri til að færa frekar rökað framtali sínu. Viðmiðunarreglurnar Ríkisskattstjóri gaf út í maí við- miðunartölur fyrir skattstjóra til að vinna eftir en þær eru þær sömu og notaðar hafa verið til viðmið- Það er „kaupmaðurinn á horninu" 12

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.