Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1992, Side 5

Frjáls verslun - 01.03.1992, Side 5
RITSTJORAGREIN GÆTIORÐIÐ ÖÐRUM TIL EFTIRBREYTNI Aðhald, sparnaður, ráðdeild, sameining og sam- runi eru meðal þeirra lausnarorða sem heyrast æði oft þegar fjallað er um atvinnulíf nútímans. Því þarf ekki að koma á óvart að spurt sé hvort ekki væri hægt að korria við umtalsverðum sparn- aði með sameiningu félaga og stofnana sem rekin eru á vegum samtaka atvinnulífsins. Sparnaður hjá forystu atvinnulífsins hlyti að hafa góð áhrif og ætti að geta orðið öðrum til eftirbreytni. Örn Kjærnested, formaður Verktakasambands íslands, gerði þetta að umtalsefni á aðalfundi sam- bandsins fyrir skömmu. Hann sagði að víða í þjóð- félaginu væri farið illa með peninga á skipulagðan hátt. í ræðu hans kom fram að rekstur hinna fjöl- mörgu samtaka atvinnurekenda kosti fyrirtækin í landinu um 700-900 milljónir króna á ári. „Hvaða vit er í þessu?“, spurði Örn. Og hann bætti við: „Ég tel orðið löngu tímabært að þessi mál verði tekin til gagngerar uppstokkunar og að þessum samtökum verði fækkað stórlega með sameiningu eða samruna. Ymsar þreifingar hafa verið í gangi milli manna um þessa hluti og að mínu áliti er það aðeins spurning um tíma, hvenær búið verður að sameina hin fjölmörgu samtök atvinnurekenda í iðnaði í ein öflug iðnaðarsamtök með langtum minni tilkostnaði en nú er hjá þessum félögum. Ég tel eðlilegt að Verktakasambandið taki þátt í slíkum málum og það hafi jafnvel forystu um að koma þeim af stað.“ Síðar í ræðu sinni sagði formaðurinn: „Ég legg áherslu á að nauðsynlegt sé að ræða þessi mál af fullri alvöru og án tilfinninga, því auðvitað eru þessi núverandi samtök okkar engin heilög náttúrufyrirbrigði, heldur verða þau að fylgja þeirri þróun sem á sér stað allt í kringum okkur, bæði hér á landi og erlendis. Að öðrum kosti er vart hægt að segja að þau gegni hlutverki sínu eins og til er ætlast.“ Þessi orð formanns Verktakasambands Islands eru athyglisverð. Það hlýtur að vera unnt að koma starfsemi atvinnurekendasamtakanna fyrir á hag- kvæmari hátt en nú er. Sameining hlyti að skila sér í sparnaði og jafnframt öflugri og gagnlegri samtökum. Fordæmi sem þessir aðilar hefðu for- ystu um að skapa gætu haft góð áhrif á öðrum stöðum í atvinnulífinu nú á tímum þegar stöðugt er hrópað á hagræðingu, sparnað og áþreifanlegar aðhaldsaðgerðir. / * 4 4^^ <1 L.) ISSN 1017-3544 Stofnuð 1939 Sérrit um viðskipta-, efnahags- og atvinnumál RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: Helgi Magnússon — RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Valþór Hlöðversson — AUGLÝSINGASTJÓRAR: Sjöfn Sigurgeirsdóttir og Kristrín Eggertsdóttir — LJÓSMYNDARAR: Grímur Bjamason, Gunnar Gunnarsson, og Kristján Einarsson — ÚTGEFANDI: Fróði hf. — Tímaritið er gefið út í samvinnu við samtök í verslun og viðskiptum — SKRIFSTOFA OG AFGREIÐSLA: Ármúli 18, súni 82300, Auglýsingasími 685380 - RITSTJÓRN: Bfldshöfði 18, sími 685380 - STJÓRNARFORMAÐUR: Magnús Hreggviðsson — AÐALRITSTJÓRI: Steinar J. Lúðvíksson — FRAMKVÆMDASTJÓRI: Halldóra Viktorsdóttir — ÁSKRIFTARVERÐ: 2.814 kr. (469 kr. á eintak) - LAUSASÖLUVERÐ: 549 kr. - SETNING, TÖLVUUMBROT, PRENTUN OG BÓKBAND: G. Ben. prentstofa hf. - LITGREININGAR: Prentmyndastofan hf. Öll réttindi áskilin varðandi efni og myndir 5

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.