Frjáls verslun - 01.03.1992, Side 6
EFNI
38 HERMILÍKÖN
Hér birtist seinni hluti greinar Kristjáns
Bjöms Garðarssonar verkfræðings um
hermilíkön. Hér er um að ræða
hjálpartæki við stjómun, einkum
framleiðslustjómun.
41 VIÐTAL VIÐ GUÐMUND H.
GARÐARSSON
Guðmundur H. Garðarsson lét nýlega af
formennsku í Lífeyrissjóði
verslunarmanna, stærsta lífeyrissjóði
landsins. Hann situr áfram í stjóm
sjóðsins eins og hann hefur gert í nær
aldarflórðung. Eignir sjóðsins námu um
síðustu áramót nær 23 milljörðum króna.
Málefni h'feyrissjóðanna em sífellt til
5 RITSTJÓRNARGREIN
8 FRÉTTIR
16 FORSÍÐUVIÐTAL VIÐ LÝÐ
FRIÐJÓNSSON
Lýður Friðjónsson starfaði hjá Vífilfelli
hf., umboðsaðila COCA-COLA á íslandi,
í 10 ár, þar af í 7 ár sem framkvæmda-
stjóri áður en honum var boðin fram-
kvæmdastjórastaða hjá COCA-COLA
fyrirtækinu í Noregi á síðasta ári. Það er
alkunna að undir forystu Lýðs gekk
rekstur Vífilfells ákaflega vel og
fyrirtækið styrkti stöðu sína á
drykkjarvörumarkaðnum mikið. En
samkeppni á þessum markaði hér á landi
er talin með því harðasta sem gerist.
Það vekur ávalt athygli þegar
íslendingar fá atvinnutilboð frá
alþjóðlegum stórfyrirtækjum. Því lék
Frjálsri verslun forvitni á að ræða við
Lýð og kanna við hvaða verkefni hann
fæst hjá fyrirtækinu í Noregi. Þama er
starfað í alþjóðlegu umhverfi þar sem
markið er sett hátt og miklar kröfur em
gerðar til manna. Hjá fyrirtækinu em
menn óhræddir að setja sér djörf
markmið og reynslan sýnir að þau nást
yfirleitt. í viðtalinu við Lýð fræðumst við
nánar um þetta. Einnig var haft samband
við nokkra samferðarmenn hans hér á
íslandi og þeir beðnir að segja álit sitt á
honum. Rætt var bæði við samherja og
andstæðinga.
26 HÚSNÆÐISSTOFNUN
Em forsendur fýrir því að leggja
Húsnæðisstoftiun ríkisins niður í
núverandi mynd eða að skera starfsemi
hennar niður í brot af því sem nú er?
Kostnaður við rekstur hennar er um 500
milljónir króna á ári. Er framkvæmanlegt
að flytja verkefni stofnunarinnar annað
og fækka um eina stofnun á framfæri
hins bláfátæka ríkssjóðs? Málefni
Húsnæðisstofnunar era hér til skoðunar,
m.a. með tilliti til þess hvort stórfelldum
spamaði verði við komið nú á tímum
niðurskurðar og spamaðar í opinbemm
rekstri.
35 LANDBÚNAÐUR
Þór Sigfússon, rekstrarhagfræðingur,
fjallar í þessari grein um landbúnaðinn
hér á landi og þann spamað sem
innflutningur landbúnaðarvara gæti haft í
för með sér fyrir neytendur á íslandi.
Hér er um að ræða eitt af þessum
viðkvæmu og erfiðu málum sem menn
horfast í augu við í þjóðfélagi okkar um
þessar mundir.
6