Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1992, Qupperneq 42

Frjáls verslun - 01.03.1992, Qupperneq 42
Fráfarandi stjórn Lífeyrissjóðs verslunarmanna. Standandi frá vinstri: Valgarður Sverrisson skrifstofustjóri, Jóhann J. Ólafsson, Víglundur Þorsteinsson, Magnús L. Sveinsson og Þorgeir Eyjólfsson forstjóri. Sitjandi frá vinstri: Björn Þórhallsson, Guðmundur H. Garðarsson formaður og Gunnar Snorrason varaformaður. Guðmundur segir að skipta megi hugsanlegum kaupendum hlutabréfa á íslenskum markaði í fjóra hópa; líf- eyrissjóði, almenning, íslensk fyrir- tæki og útlendinga. „Stjórnvöld hafa ekki gert almennilega upp við sig hvort þau ætli að halda áfram að hvetja almenning til þátttöku með skattahvatningu eða ekki. Nú er búið að skerða skattaafslátt vegna hluta- bréfakaupa og tel ég það mjög miður. Þessi hvatning hefði þurft að haldast óskert allavega í nokkur ár á meðan verið er að koma fótunum undir þenn- an ófullkomna hlutabréfamarkað okk- ar sem nú slítur barnsskónum. Stjórnvöld þurfa líka að gera upp við sig hvort við eigum að freista þess að fá erlent áhættufjármagn inn í landið í verulegum mæli til almennra hluta- bréfakaupa og þá hvaða reglur eigi að gilda. Ég tel að við eigum að vera ófeimnir við erlent fjármagn en það verður að sjálfsögðu að setja eðlilegar vinnureglur vegna smæðar þjóðar- innar. HLUTAFJÁREIGN LÍFEYRISSJÓÐANNA MUN AUKAST Ég á von á því að hlutafjáreign líf- eyrissjóðanna muni aukast jafnt og þétt og þróast í átt til þess sem hefur verið að gerast í Bandaríkjunum og nágrannalöndum okkar í Evrópu. I öllum þessum löndum eru k'feyris- sjóðimir stórir hluthafar í almenn- ingshlutafélögum. Við erum rétt að byrja hér á Islandi og það mun líða langur tími þar til íslenskir lífeyris- sjóðir verða eins öflugir aðilar í ís- lenskum hlutafélögum og erlendir líf- eyrissjóðir eru í hlutafélögum erlend- is. Ég á ekki von á að hlutur íslenskra lífeyrissjóða verði óeðlilega mikill því ég trúi því að mótvægi komi með myndarlegum kaupum almennings og útlendinga. Þá geng ég út frá því að stjórnvöld skilji þýðingu þess að þeir séu hvattir til þátttöku. Ef ekki þá sé ég ekki hvaðan peningar eiga að koma til hlutabréfakaupa frá öðrum en líf- eyrissjóðunum." Arsfundur sjóðsins var haldinn ný- lega. I ársskýrslu vegna 36. starfsárs Lífeyrissjóðs verslunarmanna kom fram að virkir sjóðsfélagar voru á síð- asta ári 25.276 en um 60 þúsund manns eru á skrá hjá sjóðnum. Stofn- félagar voru 320 talsins þegar sjóður- inn var stofnaður þann 1. febrúar 1956. Um síðustu áramót nam hrein eign sjóðsins til greiðslu lífeyris 22.339 milljónum króna og hafði auk- ist um 4.274 milljónir á árinu. Sjóðsfé- lögum fjölgaði um 4.6% á árinu og meðalaldur þeirra er 31 ár. Virkir sjóðsfélagar skiptast þannig að 15-16 þúsund þeirra eru verslunar- og skrif- stofufólk en um 10 þúsund starfa í skyldum greinum eða eru atvinnurek- endur og stjórnendur fyrirtækja sem hafa óskað eftir aðild að sjóðnum. Á síðasta ári nam ráðstöfunarfé Líf- eyrissjóðs verslunarmanna um 4.3 milljörðum króna. Fjármunum sjóðs- ins var varið til skuldabréfakaupa að mestu leyti eða rúmum 4 milljörðum. Þá voru keypt hlutabréf fyrir 227 mill- jónir króna. Þannig var um 5% af ráð- stöfunarfé sjóðsins varið til hluta- bréfakaupa en samkvæmt reglugerð hans er heimilt að verja allt að 10% af ráðstöfunarfé til hlutabréfakaupa. Að þessu sinni voru fjármunatekjur sjóðsins ívið hærri fjárhæð en ið- gjaldatekjur ársins. Fjármunatekjur námu 2.023 milljónum króna en ið- gjöld voru 2.004 milljónir króna. Staða Lífeyrissjóðs verslunar- manna gagnvart framtíðarskuldbind- ingum hefur verið að styrkjast á und- anförnum árum og er nú orðin mjög vænleg. Um þetta segir Guðmundur 42
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.