Frjáls verslun - 01.03.1992, Side 44
BEDH) EFTIR BYLDNGU
í fyrsta sinn í 80 ár er tap á
rekstri IBM í Bandaríkjunum.
Tapið á árinu 1991 varð 2,8
milljarðar dollara. Sum dóttur-
fyrirtæki IBM í Evrópu voru
einnig rekin með tapi. Framund-
an kunna að vera grundvallar-
breytingar á tölvumarkaðnum.
TOLVUÞATTUR
Leó M.Jónsson
skrifar að þessu
sinni um hrær-
ingarnar á
alþjóðlegum
tölvumarkaði og
áhrifin hér
heima.
Minni fjárráð bandarískra fyrir-
tækja og samdráttur víðast hvar í
Evrópu hafa dregið úr kaupmætti á
tölvumarkaðnum. Harðnandi sam-
keppni hefur lækkað álagningu IBM
og gríðarlegur tímabundinn kostnað-
ur hefur orðið vegna fækkunar starfs-
manna á síðasta ári: Þannig hljóðar
hin „opinbera skýring" tapsins sem
hefur mátt lesa í erlendum fjölmiðl-
um.
Þeir, sem hafa fylgst með tölvu-
markaðnum og þróun hans undanfarin
ár, fara þó ekki í grafgötur um að
vandinn hjá IBM eigi sér lengri að-
draganda og sé alvarlegri en virðist í
fljótu bragði.
IBM hefur í áratugi haft yfirburða-
stöðu á bandaríska markaðnum fyrir
megin- og miðlungstölvur („main-
frame“ og ,,mini“). Staða IBM í
Bandaríkjunum hefur varla átt sér
nokkra hliðstæðu fyrr eða síðar. í
Evrópulöndum hefur IBM, á hinn
bóginn, átt í harðri samkeppni, jafnvel
átt undir högg að sækja gagnvart
meira og minna vemduðum innlend-
um samkeppnisaðilum, jafnvel goldið
andúðar á Bandaríkjamönnum og orð-
ið fyrir barðinu á þróttmiklum áróðri
gegn fjölþjóðafyrirtækjum. Staða
IBM í Evrópu er því önnur og ekkert í
líkingu við það sem hún er í Banda-
ríkjunum.
SAMEINAÐUR MARKAÐUR - NÝ STAÐA
Bandaríkin ásamt Kanada hafa
lengi verið stærsti og þýðingarmesti
markaður heims fyrir tölvur. IBM
hefur ekki einungis notið þess heldur
á einnig sinn þátt í því. Fyrirtækið
hefur vaxið með ótrúlegum hætti þar
til það var orðið stærsta fyrirtæki
44