Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1992, Blaðsíða 47

Frjáls verslun - 01.03.1992, Blaðsíða 47
ein vinnustöð eða fjölnotendakerfi í risafyrirtæki. Með VMS stýrikerfinu gátu notendur stækkað tölvukerfi sín í áföngum án þess að þurfa að breyta hugbúnaði. DEC Microvax með VMS gat auk þess minnkað þróunar- og reksturskostnað fyrirtækja á fleiri en einn hátt: Þótt forrit séu gerð fyrir ólík verkefni innihalda þau oft sömu einingar eða þætti sem ekki þarf að skrifa nema einu sinni í VMS; þjálfun starfsmanna varð ódýrari og auðveld- ari þar sem umhverfið var það sama, hvort sem kerfið var stórt eða lítið, framboð sjálfstæðra hugbúnaðarhúsa á kerfum fyrir DEC/VMS jókst, úr- valið varð meira, verðið jafnvel hag- stæðara o.s.frv. Með Microvax komust kaupendur á bragðið og kröfðust nú sveigjanlegri og hagkvæmari kerfa sem aðlaga mætti breyttum aðstæðum án þess að breyta hugbúnaði. IBM gat ekki uppfyllt þessar kröfur og stóð því, um skeið, höllum fæti í samkeppni á sviði miðlungstölva. IBM brást við með nýju tölvukerfi, miðlungstölvunni AS/400, og síðar, eftir að kröfur um „opin kerfí“ bætt- ust við kröfur um sveigjanleika, með nýju hugbúnaðarumhverfi, SAA (Systems Application Architecture) sem kynnt var árið 1987. Til að gera langa sögu stutta hefur IBM náð ótrú- legum árangri með AS/400 en sú tölva er af mörgum talin skólabókar- dæmi um hvernig frábær hönnun og tækniþekking mótast saman af þörf- um markaðarins. AS/400 er sveigjanlegt kerfi sem má byggja upp í einingum með sama stýrikerfi og hugbúnaði. AS/400 er „opið kerfi“ samkvæmt þeim staðli, sem notaður er í Bandaríkjunum, (TCP/IP) og brátt samkvæmt OSI- staðli sem notaður er í Evrópu. í SAA umhverfinu getur notandi AS/400 undir DBMS jafnframt haft aðgang að gögnum sem vistuð eru í IBM megin- tölvum undir DB2, í miðlungstölvum undir SQL/DS o.s.frv. Nú er svo komið að sú deild IBM, sem einungis framleiðir AS/400 í New York-ríld í Bandaríkjunum, hefur meira umleikis en keppinauturinn, stórfyrirtækið DEC íMassachusetts. Þetta sýnir m.a. að þrátt fyrir mótbyr er tæknigeta IBM líklega meiri en nokkurs annars fyrirtækis á tölvu- markaðnum þótt það sé ekki ástæða til að gera lítið úr erfiðleikum þess og starfsmannanna en þeim hefur fækk- að um tugþúsundir í rösklega 350 þúsund manns og mun, samkvæmt spám sérfræðinga, fækka enn meir á næstunni. HAMLAR SAMKEPPNI ÞRÓUN? Fáir efast um að samkeppni sé af hinu góða. En spyrja má hvort sam- keppnin eigi sér ekki endimörk þar sem hið góða, sem af henni stafar, snýst í andhverfu sína? Sé hugað að ástandinu á sk. PC-markaði, hér sem erlendis, verður ekki betur séð en að skefjalaus samkeppni hafi bókstaflega lagt hann í rúst. Tölvunotendur hafa ef til vill notið samkeppninnar í lægra verði á meðan aðrir þurftu að greiða reikninginn fyrir niðurgreiðslurnar í formi glataðra krafna í gjaldþrotum. Sé litið á málið í stærra samhengi má færa rök fyrir því að engir hafi tapað jafn miklu og einmitt notendur PC-tölva um víða veröld: Þeir sitja uppi með stöðnuð kerfi sem hafa lítið sem ekkert breyst í grundvallaratrið- um sl. áratug vegna þess að grimmi- leg samkeppni hefur drepið frekari þróun í dróma. Það nægir að líta á stýrikerfin á Útiskilti úr húöuöu áli meö eöa án lýsingar I AUGLYSINGAR - SKILTAGERÐ | SILKIPRENTUN SKEIFUNNI 3c - 108 REYKJAVÍK SÍMI: 68 00 20-FAX: 68 00 21 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.