Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1992, Blaðsíða 48

Frjáls verslun - 01.03.1992, Blaðsíða 48
TOLVUR markaðnum en þar ræður DOS-kerf- ið enn ríkjum — stýrikerfi sem hefur verið óbreytt, í grundvallaratriðum, í rúman áratug. DOS-kerfið er jafn staðnað þótt reynt sé að lappa upp á það með Windows. Windows krefst síðan öflugri en jafn staðnaðra PC- tölva (386/486) sem notandinn verð- ur að greiða fullu verði. Sama máli gildir um Unix og Finder (Macin- tosh): Þessi stýrikerfi eru komin að endimörkum skynsamlegrar þróunar og til þess að geta nýtt þau til að vinna nútímaverkefni hefur notandinn verið knúinn til þess að fjárfesta í stöðugt öflugri vélbúnaði. Hin harða samkeppni veldur því að framleiðendur ríghalda í DOS-kerfið þótt tækniþekking sé fyrir hendi til þess að þróa og framleiða nýtt og betra stýrikerfi og tölvur. IBM er eini aðilinn sem er nægilega öflugur til þess að höggva á þennan hnút. Sé litið á hugbúnað, frá tæknilegu sjónarmiði, geta flestir verið sammála um að höfuðmáli skiptir hve vel nýtt forrit leysir verkefni af hendi en minna máli hvemig það virkar undir gömlu og úreltu stýrikerfi. Nú er svo komið að ný forrit birtast meira og minna hölt vegna þess að þau verða að ganga á nýjum „gömlurrí' vélbún- aði (386/486/Risc o.fl.) sem er hann- aður fyrir 10 ára gömul stýrikerfi. Stöðnunin er m.a. fólgin í því að nú er aðalforsenda hönnunar forrits sú að það megi keyra undir DOS; gæði nýrra forrita eru metin eftir eiginleika þeirra til að keyra undir úreltum stýri- kerfum en ekki því hvernig þau leysa verkefni. Þeir, sem sjá ekki skóginn fyrir trjánum, rífa upp tékkheftið og borga fyrir alls konar „upptjúnaðar“ en úr- eltar PC-tölvur, jafnvel með vinnslu- minni upp á tugi megabæta, jafnvel til þess eins að geta keyrt gömul forrit á bak við rándýra rúllugardínu á borð við MS-Windows. Það vill gleymast að jafnvel verulegar endurbætur, svo sem Windows, koma ekki í stað nýj- unga. Til að kóróna alla delluna stofna tölvuframleiðendur með sér hver samtökin á fætur öðrum undir því yfirskini að verið sé að setja sam- ræmda staðla til hagsbóta fyrir not- endur: EISA, OSF, Ace og fleiri slík samtök gegna fyrst og fremst því hlutverki að leysa þau vandamál sem framleiðendur hafa sjálfir komið sér í. Hinn almenni notandi fær í mesta lagi notið reykjarins af réttunum sé hann tilbúinn með heftið. Svo má einnig velta því fyrir sér hvort nefndir á veg- um samtaka tölvuframleiðenda séu líklegar til þess að finna frumlega lausn á nokkru sem máli skiptir. ÍSLENSKUR VERULEIKI? Skyldi tölvutæknin hafa aukið hag- sæld á íslandi? Eða hefur hún aðeins orðið til þess að mistökin verða hrika- legri en nokkru sinni fyrr og munur- inn, að öðru leyti, sá að nú ber enginn ábyrgð þegar til kastanna kemur. Beinast liggur við að minnast mistak- anna í stóriðnaðar- og orkumálum, síðan í refa- og minkarækt og laxeldi. Er landbúnaðurinn ekki í rúst? Er út- gerðin farin að skila hagnaði? Eru ekki jafn mörg frystihús til vandræða og alltaf áður en tapið einungis skrifað með fleiri núllum eftir að tölvuvæð- ingin hófst? Tekur uppgjör þrotabúa skemmri tíma hjá skiptaráðanda eftir að hann tölvuvæddist, innheimtast skattar betur o.s.frv? Einhverjir grínistar hafa haldið ræður um möguleika íslenskra fyrir- tækja á erlendum tæknimarkaði og benda á, máli sínu til sönnunar, að fyrirtæki hafi tekist að selja útlend- ingum tölvuvogir. Enn meiri grínistar segjast sjá fyrir sér möguleika ís- lenskra hugbúnaðarfyrirtækja á er- lendum markaði og þá á „sérsviðum þar sem engin samkeppni er ríkjandi" eins og það er orðað! Byrjaði ekki fiskeldisbrjálæðið með svona sak- leysislegu skvaldri? En ef marka má Rannsóknaráð rík- isins er ekki teljandi hætta á að þróun og útflutningur íslensks hugbúnaðar verði næsta „deleríum“ í íslenskri at- vinnusögu: Rannsóknaráð úthlutaði fyrir nokkru styrkjum til sk. forverk- efna 1991. Af heildarupphæðinni, 7,8 milljónum króna, var 400 þúsundum, þ.e. rúmum 5%, veitt til verkefnis á sviði hugbúnaðar. Það var jafnframt eina verkefnið á hugbúnaðarsviði sem fékk styrk og bendir það til að um- sækjendur hafi verið fáir. HREINSUN Á TÖLVUM OG SKRIFSTOFUTÆKJUM Terminal Cleaning Ryk. fita og önnur ohreinindi eru oft orsök bilana i rafmagns- og rafeindatækjum. MeðTerminal Cleaning-kerfinuerfjarlægtá áhrifaríkan hátt allt skaðlegt ryk, óhreinindi og fita úr lyklaborðum, af tölvuskjám, úr prenturum, ritvélum, reiknivélum, Ijós- ritunarvélum, fax- og telextækjum og símum. Einungis notuð viðurkennd efni og tæki. Starfsfólk Ólsander hf. ersérþjálfað til að vinna með Terminal Cleaning-kerfið og þar með nýjustu efni og tæki á þessu sviði. Það tryggir að viðkvæm tæki eru hreingerð og sótthreinsuð á öruggan hátt og með sem minnstum áhrifum á umhverfið. Ólsander hf. hreinlætis- og ráðgjafaþjónusta Grettisgötu 6, sími: 626460, fax: 626461. 48
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.