Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1992, Page 50

Frjáls verslun - 01.03.1992, Page 50
TOLVUMARKAÐURINN Bjarni Júlíusson. SMÁU FYRIRTÆKIN HVERFA - SEGIR BJARNIJÚLÍUSSON HJÁ K.Ó. SKAGFJÖRÐ, TÖLVUDEILD jafnvel kynni svo að fara að einhver þessara aðalleikara rugli saman reit- um sínum á þessu og næsta ári. Frá og með þessum mánaðamótum er ljóst að Nýherji hf. er langstærsta fyrirtækið á þessum markaði með veltu langt yfir 1 milljarð króna. Er við því að búast að Nýherji einbeiti sér að PC markaðnum og UNIX. Velta Einars J. Skúlasonar í fyrra var veruleg en það er öflugt fyrirtæki með góða hugbúnaðardeild. Erfitt er að spá um stöðu þess á árinu 1992 en búast má við breyttum áherslum, m.a. þar sem stórum verkefnum er að ljúka og sala á einmenningstölvum var dræmari en hjá aðalkeppinautnum á því sviði, Tæknivali. Radíóbúðin nýtur ákveðinnar sérstöðu með Apple og hefur náð feiknagóðum ár- angri í sölu á einmenningstölvum eins og kunnugt er. Tæknival og Sameind gengu í eina sæng fyrir nokkrum dögum og sam- kvæmt heimildum okkar hafa átt sér stað viðræður á milli þess fyrirtækis og Skagfjörðs. Tæknival náði að selja um þrjú þúsund og fjögur hundruð einmenningstölvur í fyrra, en það lætur nærri að vera um helmingur seldra tækja af því tagi á árinu. Af- koma í slíkum viðskiptum þykir ekki allt of góð og því er talið að Tæknival reyni að tryggja sér sterkari stöðu í sölu miðlungstölva en þar er Skag- fjörð einmitt með sterk merki og bærilega markaðsstöðu. Loks má nefna að Örtölvutækni og HP á Islandi eru í eigu sömu aðila og telja margir að þau fyrirtæki verði sameinuð innan skamms. Örtölvu- tækni hefur náð allgóðum árangri á netsviðinu að undanförnu og HP á UNIX. Hér er auðvitað aðeins um vanga- veltur að ræða. En gangi sameining- aráform eftir gæti svo farið að eftir um það bil ár, eða jafnvel fyrr, verði þrír til fjórir risar á íslenskum tölvu- markaði. Slík þróun væri í samræmi við þá hagræðingu sem víðar á sér stað í hagkerfum Vesturlanda, ekki síst á tölvusviðinu. Við skulum heyra viðhorf fimmtán tölvusala um þennan óræða og hverf- ula markað. „Ég er þess fullviss að verulegar sviptingar verða á þessum markaði á árinu 1992 og fyrri hluta næsta árs. Ég spái því að eftir þær um- breytingar nái markaðurinn að jafna sig um tíma áður en næsta sveifla verður að 3-4 árum liðnum," sagði Bjarni Júlíusson hjá tölvudeild Kristjáns Ó. Skagfjörð aðspurður. Bjami sagði að auk sameiningar IBM og Skrifstofuvéla í Nýherja hf. fæm nú fram viðræður milli fleiri fyrirtækja um aukna samvinnu og sameiningu. Tölvumarkað- urinn einkenndist einkum af tveimur meg- in þáttum. Hann væri sveiflukenndur hvað veltu fyrirtækjanna varðaði og hann væri afar nýjungagjam. „Mér sýnist að óvíða sé sala á einmenn- ingstölvum meiri en hér á landi og það er ljóst að mörg þeirra fyrirtækja, sem fyrst og fremst hafa lifað á sölu slíkra tækja, munu brátt standa frammi fyrir ofmettuð- um markaði. Þau munu reyna að tengjast fyrirtækjum sem hafa sérhæft sig í sölu millitölva af ýmsu tagi og ná þar með breiðari hópi viðskiptamanna, allt frá ein- staklingum til fyrirtækja sem hafa þörf fyrir net og stærri tölvur. Lítil tölvufyrir- tæki munu týna tölunni á næstu misserum og í stað þeirra munu spretta fram stærri einingar sem verða jafnvígar í einmenn- ingstölvum, hugbúnaði og millitölvum af ýmsu tagi.“ Varðandi spuminguna um offjárfesting- ar í tölvubúnaði vildi Bjami enn minna á að íslendingar væm nýjungagjamir á þessu sviði. „Vissulega höfum við keypt mikið af einmenningstölvum og tölvubúnaði og þótt erfitt sé að meta fjölda þeirra hygg ég að þær séu vart færri en 35-40 þúsund talsins. Á síðasta ári seldust t.d. um 8 þúsund stykki! Sú þróun sem ég sé fyrir mér næstu árin er að einstaklingar og fyrirtæki munu í auknum mæli tengja tölvubúnað sinn saman. Hlutir eins og tölvupóstur, aðgangur í upplýsingabanka, næmet verða taldir sjálfsagðir. Slíkar tengingar munu kosta verulega fjármuni en munu reynast nauðsynlegar til að hægt sé að full nýta þá fjárfestingu sem í tölvu- búnaðinum liggur.“ Eins og komið hefur fram í fréttum kynnti Digital hraðvirkasta örgjörva í heimi í síðasta mánuði, þ.e. Alpha kubb- inn. Bjarni gerði hann að sérstöku um- talsefni, aðspurður um nýjungar hjá K.Ó. Skagfjörð: „Þessi kubbur veldur byltingu í tölvu- tækni og nær afköstum sem nema 400 MIPS strax í fyrstu útgáfu. Hér er Digital að taka gífurlegt forskot á keppinautana og ömggt mál að þessi búnaður verður sá öflugasti í langan tíma. Tölvumar, sem byggja á þessum undrakubbi, em þegar til en munu koma fjöldaframleiddar á markað í haust. Alpha tölvurnar keyra bæði á VMS og UNIX og henta öllum hugbúnaði Digital vélanna í dag.“ sagði Bjami Júlíus- son að síðustu. 50

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.