Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1992, Qupperneq 52

Frjáls verslun - 01.03.1992, Qupperneq 52
TOLVUMARKAÐURINN OF MARGIR í GREININNI Helgi Kristjánsson. - SEGIR HELGIKRISTJÁNSSON HJÁ ÞÓR HF. „Það er óhætt að segja að vegna harðnandi samkeppni hjá tölvu- framleiðendum séu tímar óvissu og breytinga á þessum markaði. Eng- inn veit í dag hvaða örgjörvar eða stýrikerfi verða ráðandi á næstu ár- um en af yfirlýsingum forráða- manna IBM, Microsoft og Apple má ráða að miklar breytingar kraumi undir yfirborðinu,“ sagði Helgi Kristjánsson hjá Þór hf. í samtali. Helgi sagði ljóst að þessar breytingar hefðu mikil áhrif á íslenska tölvumarkað- inn þótt þær yrðu vart strax. íslenski markaðurinn hefði þroskast mjög að und- anfömu í kjölfar fækkunar fyrirtækja en of mikill fjöldi fyrirtækja á þessum markaði hefði háð greininni verulega. „Sannleikur- inn er sá að það er lítill vandi að opna verslun með tölvur en erfiðara að stunda arðbæran rekstur í lengri tíma. Með stærri rekstrareiningum vonast menn til að koma traustari fótum undir reksturinn og búa sig betur undir að mæta framtíð- inni. Ég spái því að íslenski tölvumarkað- urinn verði á næstu árum samsettur úr nokkrum stærri fyrirtækjum með lang- stærsta markaðshlutdeild samanlagt og svo minni aðilum sem ávallt verða til stað- ar.“ Varðandi fjárfestingar í tölvum sagði Helgi að erfitt væri að meta hvort þær hafi verið of miklar eða of litlar. íslendingar væm nýjungagjamir og því fljótir að til- einka sér nýja tækni. Hins vegar teldi hann að víða væri þörf á enn meiri tölvu- væðingu, sérstaklega íminni fyrirtækjum. „Við hjá Þör hf. höfum alltaf lagt áherslu á að einblína ekki um of á einhæfa tölvu- vinnslu. Við höfum lagt mikið upp úr graf- ískum möguleikum tölvanna og kynnt há- upplausnar skjákort og skjákortahraðla sem flýta allri grafískri vinnu. Þá höfum við lagt okkur fram um að kynna notkun tölva með tón- og hljóðgjöfum, þ.e. svo- kölluðum hljóðkortum. í framhaldi af þeim kynnum við kort sem gera margmiðlun (multimedia) mögulega á venjulegar PC tölvur. Af öðrum nýjungum má nefna trausta geislaprentara frá Epson, 24 bita litaskanna frá sama aðila svo og tölvur frá 368SX upp í öflugar 50 megariða 486 tölv- ur,“ sagði Helgi Kristjánsson að síðustu. Örn Andrésson. LEGGJUM ÁHERSLU Á OPIN KERFI - SEGIR ÖRN ANDRÉSSON HJÁ EINARIJ. SKÚLASYNIHF. „Samstarf á milli umboðsaðila er- lendra tölvuframleiðenda hér á landi mun aukast og hin geysiharða samkeppni, sem ríkir þeirra á milli, mun knýja enn fleiri fyrirtæki til samruna. Verð tölvanna er alltaf að lækka og opinberir aðilar hafa geng- ið á undan með að þrýsta verðinu niður. Minni fyrirtækin hafa ekki getað boðið slík verð því svigrúm í álagningunni er afar lítið,“ sagði Örn Andrésson hjá Einari J. Skúla- syni hf. Öm sagði að almennt hefðu fyrirtæki ekki offjárfest í tölvum en mörg þeirra hefðu fjárfest í röngum búnaði. „Sumir hafa lent í blindgötu og keypt lokuð kerfi. Við hjá EJS leggjum ríka áherslu á að menn geti vaxið með verkunum og skipti við aðila sem framleiða opin kerfi.“ Að sögn Arnar koma margar áhuga- verðar nýjungar fyrir notendur einkatölva fram hjá Microsoft. Þar nefndi hann nýja útgáfu af Windows, nýja útgáfu af töflu- reikninum Excel og vinsæl forrit eins og Works, Publisher og Word. Þá sagði hann að unnið væri að íslenskri þýðingu á hinu nýja Word Perfect fyrir Windows og kæmi hún á markað á vordögum. „Fleira mætti nefna eins og t.d. nýja útgáfu af LAN Manager netstýrikerfinu og Sun Micro- systems vinnustöðina fyrir UNIX stýri- kerfið. Það mikilvægasta er þó að EJS mun halda áfram að bjóða viðskiptavinum sínum fyrsta flokks þjónustu og kynnir nú nýjan þjónustusíma og einstakan þjón- ustusamning." 52
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.