Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1992, Blaðsíða 53

Frjáls verslun - 01.03.1992, Blaðsíða 53
5-6 FYRIRTÆKI RÁÐA MARKAÐNUM - SEGIR ÞORVALDDR JACOBSEN HJÁ HPÁÍSLANDIHF. „í dag er staðan sú að 5-6 stærstu fyrirtækin ráða öllum tölvumark- aðnum og ég held að þau eigi eftir að halda þeirri sterku stöðu. Líklegt má teljast að þessi fyrirtæki muni styrkja stöðu sína með yfirtöku á einhverjum hinna smáu sem eiga í sífellt erfiðari samkeppni,“ sagði Þorvaldur Jacobsen hjá HP á íslandi hf. „Hewlett Packard hefur ávallt verið í fararbroddi með að tileinka sér nýjungar í tækni hverju sinni. Þær miðast við að mæta hörðustu kröfum markaðarins, auka rekstraröryggi tölvukerfa og leiða þannig til aukinnar hagræðingar," sagði Þorvald- ur ennfremur. „í apríl förum við af stað með ný nám- skeið í sambandi við UNIX, kerfisstjóm- un, tölvunet og rekstur tölvukerfa. Við erum að kynna nýtt þjónustustig þar sem boðið verður upp á vaktþjónustu allan sól- Þorvaldur Jacobsen. arhringinn fyrir stærri viðskiptavini auk ráðgjafar við skipulagningu tölvukerfa eða við endurbætur á núverandi kerfum. Við leggjum áherslu á allt sviðið frá einmenn- ingstölvum til stórtölva sem henta stærstu fyrirtækjum." Þorvaldur sagði að nýlega hefðu verið kynntar tvær nýjar grafískar vinnustöðv- ar, HP 9000/705 og HP 9000/710. Þetta væri viðbót við þær stöðvar sem kynntar vom sl. sumar en þær vom valdar „Product of the Year“ af Byte tímaritinu. Samhliða þessu hefði verið kynnt ný út- gáfa af HP-UX Unix stýrikerfinu. „Áfram er hægt að telja upp: HP Open View, sem gerir notandanum kleift að fylgjast með ástandi tölvunetsins, diska- fylki frá HP, þar sem lögð er ofuráhersla á gagnaöryggi, og hina einstæðu HP 95LX sem er fullbúin PC vél sem passar í brjóst- vasann!,“ sagði Þorvaldur að lokum. Eggert Claessen. SAMRUNA ER EKKIL0KIÐ - SEGIR EGGERT CLAESSEN HJÁ TÖLVUMIÐLUN HF. „Það er enginn vafi á því að miklar sviptingar eru framundan á íslensk- um tölvumarkaði og að um frekari samruna verði að ræða á næstunni. Stofnun Nýherja hf. vera aðeins byrjunin á því sem koma skal. Fyrir utan vélbúnaðarfyrirtækin þá er hugsanlegur samruni hugbúnaðar- fyrirtækjanna ennþá óskrifað blað og spennandi að fylgjast með fram- vindu mála á þeim vettvangi,“ sagði Eggert Claessen, hjá Tölvumiðlun hf., í samtali við Frjálsa verslun. Varðandi fjárfestingar í tölvubúnaði taldi Eggert að þeim væri hvergi nærri lokið. „Á þetta má h'ta með tvennum hætti. Mér finnst að stjómendur fyrir- tækja hafi lært mikið á þeim stutta tíma sem tölvubyltingin hefur staðið yfir. Ef talað er um offjárfestingu finnst mér frek- ar að það hafi mistekist að nota tækin en að það hafi verið óþarfi að fjárfesta í þeim. Með breyttri tækni mun fjárfestingum verða haldið áfram því þær snúast uin það hvort íslensk fyrirtæki og íslenskt þjóðfé- lag ætli að vera samkeppnisfær eða ekki. Við megum ekki gleyma menntunargildinu sem felst í aukinni tölvunotkun og þeirri staðreynd að ef við ætlum að halda lífs- kjömm okkar með öðrum hætti en erlend- um lántökum, verðum við að auka útflutn- ing á þekkingu. Tölvan gegnir þar afar mikilvægu hlutverki." Eggert Claessen minnti á nýjungar sem fyrirtækið býður upp á. „Tölvumiðlun hf. hefur undanfarin tvö ár verið að þróa afar fullkomið launakerfi fyrir íslenskar að- stæður. Launakerfi þetta hefur fengið nafnið H-laun og kemur á almennan mark- að í haust. Það er þegar í notkun hjá 26 sjúkrahúsum og 36 sveitarfélögum um land ailt. Kerfið er þess vegna fullreynt og notendur sammála um að hér sé stigið nýtt framfaraskref í launavinnslu." 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.