Frjáls verslun - 01.03.1992, Blaðsíða 57
m
Sveinn Orri Tryggvason.
VERÐUEKKUN UT
AF OFFRAMBOÐI
- SEGIR SVEINN ORRITRYGGVASON
HJÁ APPLE-UMBOÐINU
„Við höfum ekki upplýsingar um
samruna fyrirtækja á íslenska
tölvumarkaðnum í framtíðinni en
ætla má að vegna mikillar verðsam-
keppni muni fyrirtækjum fækka á
næsta ári þótt við höfum ekki neinar
ákveðnar upplýsingar þar um,“
sagði Sveinn Orri Tryggvason hjá
Apple-umboðinu, Skipholti 21 í
spjalli við Frjálsa verslun.
„Ég tel ekki að offjárfesting sé fyrir
hendi í tölvubúnaði hér á Iandi. Tölvur eru
tæki sem skila aukinni framleiðni ef rétt er
að málum staðið og því er varla um of-
fjárfestingu að ræða. Auk þess má líta svo
á að offjárfestingu myndi fylgja samdráttur
í tölvukaupum en við höfum síður en svo
orðið varir við slíkt. Við teljum að það,
sem valdi lækkun á verði tölvubúnaðarins,
sé frekar of mikið framboð en of lítil eftir-
spum.“
„Varðandi nýjungar er eðli tölvumark-
aðarins þannig að um stöðuga þróun er að
ræða, hvort sem um vélbúnað eða hug-
búnað er að ræða. Til að mynda kynnti
Apple TM sex nýjar tölvur sl. haust, tvo
nýja prentara, nýjan skanna og nýjan 21“
litaskjá. Nýr 16“ litaskjár var settur á
markað í janúar sl. og nýr tölvubúnaður frá
Apple TM verður kynntur nú um mánaða-
mótin,“ sagði Sveinn Orri Tryggvason í
Radíóbúðinni, Apple-umboðinu.
Ijósritunarvél
Frábær
starfskraftur
Ef þig vantar vinnuhest
sem Ijósritar verkefni þín
hratt og örugglega — kynntu þér þá Nashua.
Lág bilanatíöni, ásamt miklu rekstraröryggi er
aðalsmerki Nashua. Því segjum viö:
FRÁBÆR STARFSKRAFTUR — ÖRUGGURVALKOSTUR.
40 ára reynsla í þjónustu með sérþjálfuðum
tæknimönnum. Einnig Nashua telefaxtæki í
mörgum gerðum.
7—
Umboð: Hljómver Akureyri OPTÍMA
Ármúla 8 o 67 90 00
57