Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1992, Page 65

Frjáls verslun - 01.03.1992, Page 65
Aukin samvinna íslenskra fyrirtækja ætti að styrkja þau í samkeppninni út á við. lagsins mun leysa úr læðingi krafta aukinnar samkeppni. Þetta á ekki aðeins við um aukna samkeppni milli fyrirtækja heldur ekki síður á milli þjóða um bætt lífskjör þegnanna. Starfsskilyrði íslenskra fyrirtækja munu óhjákvæmilega breytast á næstu misserum og tilkoma Evr- ópska efnahagssvæðisins gerir meiri kröfur um samkeppnishæfni en nokkru sinni fyrr.“ Kristján Jóhannsson formaður stjórnar verkefnisins Fyrirtækjanet sagði í samtali við Frjálsa verslun að ítalir væru ákaflega framarlega á þessu sviði og hefði velgengni ítalskra fyrirtækja í héraðinu Emilia Romagna leitt til þess að margar vestrænar þjóðir hefðu valið þessa aðferð til að örva eigið atvinnulíf. Til dæmis hefðu Danir mikla trú á þeirri aðferðarfræði sem lægi til grundvallar fyrirtækja- netum. Þeir hefðu hrundið af stað mörgum slíkum verkefnum og eitt þeirra snerist um að auka samstarf fyrirtækja við útflutning og hefðu stjórnvöld veitt sem svarar 900 millj- ónum íslenskra króna til þessa. Þá nefndi hann og danskt netverkefni um samstarf nokkurra fyrirtækja í ferða- þjónustu og annað er sneri að um- hverfismálum. Kristján sagði að verkefnið Fyrirtækjanet hér á landi mætti rekja til komu Niels Chr. Niel- sen, framkvæmdastjóra þróunar- deildar dönsku Tæknistofnunarinnar, en hann kynnti dönsku fyrirtækjanet- in á Hótel Sögu árið 1989. Kristján sagði að undirbúningi að þátttöku fyrirtækja í verkefninu nú mætti skipta í þrjá verkþætti. í fyrsta þætti færi fram skilgreining sam- starfshugmyndar og hagkvæmni- athuganir. Á þessu stigi stæðu fjár- mögnunaraðilar verkefnisins straum af 75% kostnaðar. í verkþætti tvö fælist samningsgerð og skipulagning samstarfsins. Þar legðu fjármögnun- araðilar til 50% af útlögðum kostnaði við formlega samningsgerð og stofn- un nýs fyrirtækis. í þriðja verkþætti, sem fælist í að ýta verkefninu úr vör, yrði framlag fjármögnunaraðila einnig 50%. Þar væri mest um að ræða kynningarkostnað, ráðningu sameig- inlegra starfsmanna o.fl. í þessu verkefni geta tvö eða fleiri fyrirtæki sótt sameiginlega um styrki til verkefnisstjórnar til þess að standa straum af kostnaði við athuganir og standa að þeirri samningsgerð sem nauðsynleg er til að koma á arðbæru samstarfi í formi fyrirtækjaneta. Nokkur skilyrði eru sett um aðstoð og er sérstök grein gerð fyrir þeim í bæklingi sem samtökin í Fyrirtækja- neti hafa gefið út. Þess má geta að þeir, sem fjár- magna verkefnið Fyrirtækjanet, eru Iðnlánasjóður, Iðnþróunarsjóður, Byggðastofnun, Rannsóknaráð ríkis- ins og SAMMENNT. VERÐUM AÐ VINNA SAMAN Magnús I. Óskarsson, forsvars- maður fyrirtækjanna sex sem nú und- irbúa stofnun PS matvæla, sagði á kynningarfundi um verkefnið Fyrir- tækjanet að hann sjálfur hefði ekki áttað sig á því að PS matvæli væru slíkt net fyrr en hann komst í kynni við verkefnið sjálft. í ljós hefði komið að undirbúningsaðilar beittu svipaðri aðferðafræði og þar tíðkaðist. „Okkar fyrsta verk var að gera ít- arlega viðskiptaáætlun sem svo var endurskoðuð reglulega. Á því stigi könnuðum við þann markað sem við stefndum á og komumst að þeirri nið- urstöðu að framleiðsla og sala á mat í almenn farrými og viðskiptafarrými flugvéla væri keppikeflið. Eftir að hafa hugað að tilgangi fyrirtækisins og uppbyggingu þess var gerð markaðs- áætlun. Á því stigi var ítarlega farið yfir þætti eins og markaðsstefnu, staðsetningu á markaði, vörumerki, verðlagningu, söluaðferðir, auglýs- ingar og kynningarstarfsemi. Vöru- merkið „Pure Source“ var valið vegna þess að það höfðar til hrein- leika þess umhverfis sem hráefnið kemur úr.“ Magnús sagði að næstu vikur skæru úr um það hvort eignaraðilar PS matvæla teldu sig geta hafið mark- aðssókn fyrir alvöru. Þátttaka á al- þjóðlegri sýningu í Berlín væri á næstu grösum og að henni lokinni kæmi í ljós hvort pantanir frá flugfé- lögum verði nægar til að byggja starf- semi fyrirtækisins á til frambúðar. „Það má segja að til þess að svona samvinna eins og við hyggjum á í PS matvælum gangi verði þátttakendur að vinna saman með gæði að leiðar- ljósi. Skilyrði þess að dæmið gangi upp eru m.a. þau að vörugæðin séu alltaf þau sömu, að afhending vörunn- ar standist fullkomlega, að fyrirtækið hafi getu til að takast á við sveiflur í eftirspurn og að sífelld vöruþróun sé í gangi með það fyrir augum að bæta framleiðsluna og auka fjölbreytni hennar,“ sagði Magnús I. Óskarsson hjá PS matvælum eða „Pure Source" að lokum. 65

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.