Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1992, Page 66

Frjáls verslun - 01.03.1992, Page 66
BRÉF FRÁ ÚTGEFANDA ERFIÐLEIKARI ATVINNU- REKSTRINUM Sennilega er árið 1991 eitt versta ár sem um getur í mjög langan tíma í atvinnurekstri á íslandi. Þetta kemur m.a. fram nú þegar mörg af stærstu og öflug- ustu fyrirtækjum landsins hafa verið að halda aðal- fundi og birta ársreikninga sína. Jafnvel gamalgróin, stór og mjög sterk fyrirtæki á íslenskan mælikvarða hafa ekki náð viðunandi útkomu í rekstri sínum, fyrir- tæki sem enginn efast þó um að séu mjög vel rekin. Hvarvetna virðist sama sagan: Reksturinn gekk verr en á árinu 1990 og mörg fyrirtæki verða að gera sér það að góðu að ganga á eigið fé, sem þó er í fæstum tilfellum of mikið fyrir. Af þeim fyrirtækjum, sem verið hafa að birta reikninga sína, er það helst Eimsk- ipafélag íslands sem er með viðunandi útkomu, sem þó getur á engan hátt talist óeðileg, a.m.k. ef miðað er við þær arðsemiskröfur sem hvarvetna er gerð til hlutafélaga erlendis. Arangur Flugleiða í rekstri veð- ur einnig að teljast góður jafnvel þótt forsvarsmenn fyrirtækisins séu óánægðir. Það er nefnilega ómót- mælanleg staðreynd að árið 1991 var skelfilegt ár í flugrekstri alls staðar í heiminum og fjölmörg flugfé- lög urðu beinlínis að leggja upp laupana. Það verður því að teljast vel af sér vikið hjá Flugleiðum að vera réttum megin við strikið jafnvel þótt hagnaðurinn sé vitanlega alltof lítill hjá fyrirtæki sem hefur staðið í slíkum stórfjárfestingum sem Flugleiðir. Þrengingar í atvinnurekstrinum eru fljótar að segja til sín. Því miður er atvinnuleysi á íslandi nú meira en verið hefur í meira en tvo áratugi en flestir eru senni- lega sammála um það að atvinnuleysi er eitt mesta þjóðfélagsböl sem yfir getur dunið. Svo sannarlega vona allir að hér sé um tímabundið ástand að ræða, að eitthvað það gerist sem lífgar atvinnulífið svo við að allar vinnandi hendur geti haft nóg fyrir stafni. En hvað á það að vera? Þeirri spurningu er erfitt að svara. Ekki verður séð að sjávarútvegurinn, sem íslendingar hafa löngum byggt afkoma sína á, eigi mikla mögu- leika. Þar stöndum við frammi fyrir þeirri staðreynd að hafa verður mjög mikinn hemil á veiðum ef ekki á að ganga of nærri fiskistofnunum og það takmarkar vitanlega möguleika í þeim atvinnuvegi. Og því miður er ekki um margt annað að ræða. Það var eitt mesta áfall, sem yfir þjóðarbúið dundi á árinu 1991, þegar hætt var við byggingu álvers á Keilisnesi og það fer ekki hjá því að leikmenn hugsi sem svo hvort það geti verið að Islendingar hafi verið of seinir og of varkárir í samningaviðræðum um það við hina erlendu aðila. Einhvern veginn var það svo að ekki var hægt að halda þeim viðræðum utan við pólitíska togstreytu og það jafnvel þótt verkalýðshreyfingin legðist á eitt um stuðning við framkvæmdina. Auðlindir Islendinga eru takmarkaðar — takmark- aðri en hjá flestum öðrum þjóðum. Möguleikar okkar eru tvímælalaust mestir í orkuframleiðslu og orku- sölu í einni eða annrri mynd. Því miður hefur nánast ekkert áþreyfanlegt gerst í orkusölumálum frá því að Járnblendiverksmiðjan á Grundartanga var tekin í notkun á sínum tíma. Það er ekki nema eðilegt að spurt sé hvort nóg hafi verið að gert til þess að koma þessum möguleikum okkar á framfæri, halda uppi beinni og harðri sölumennsku á erlendum vettvangi. Eitt er víst: Orkuskortur er víða farinn að segja til sín og mun gera það í vaxandi mæli á komandi tímum. Mengun af þeim orkugjöfum sem nú eru mest notaðir er slík að heimsbyggðinni stafar af hætta. Því hljóta þær námur sem íslensku fallvötnin eru að vera gífur- lega mikils virði. Það er fyrst og fremst spurningin um hvenær að því kemur að orkusala héðan verði raun- hæfur og arðvænlegur möguleiki og hvernig okkur tekst til við að koma þeirri orku í verð. Þarna liggja framtíðarmöguleikar íslendinga og þá þarf að nýta. Ekki bara í einhverri óskilgreindri framtíð, heldur sem allra fyrst. 66

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.