Frjáls verslun - 01.07.1993, Blaðsíða 19
umfram hækkun launavísitölu
Tannlæknar í tannréttingum
Almennir tannlæknar
Lyfsalar
Prestar
=11,
4)s®% FIU9StÍ■
Forsvarsmenn
Verkfr. og auglýsingast.
arkitektar
Stjórnarmenn í
fyrirtækjum
YFIR 500 MANNS ERU Á LISTANUM
BÆTA VIB TEKIURNAR
- TEKJUR TANNLÆKNA í TANNRÉTTINGUM JUKUST MEST
skattskránum og bjó þær til
birtingar á listanum.
SKATTSKYLDAR TEKJUR,
EN EKKIFÖST LAUN
Nauðsynlegt er að árétta
að um skattskyldar tekjur
manna er að ræða. Það
merkir; tekjur af aðalstarfi
og aðrar tekjur, til dæmis
fyrir nefndarstörf, setu í
stjórnum, söluhagnað eigna
og tekjur af eignum. Aug-
ljóslega getur því verið
munur á skattskyldum tekj-
um hvers og eins og föstum
launum af aðalstarfi. Á
þetta leggur blaðið ekkert
mat. I einstaka tilvikum
getur einnig verið að skatt-
yfirvöld áætli tekjur á menn
og skattar viðkomandi ein-
staklinga breytist síðar. Á
það er heldur ekki hægt að
leggja mat. Skattskráin,
eins og hún birtist í ágúst,
er eingöngu höfð til viðmið-
unar. Ekkert annað.
VAL ÚRTAKSINS
Val einstaklinga í úrtakið
byggist á skattskránum og
einnig hvort þeir séu kunnir
á sínu starfssviði. Listinn er
því ekki stóridómur heldur
fyrst og fremst vísbending.
Könnunin nær til eftirfar-
andi kjördæma: Reykjan-
ess, Reykjavíkur, Vestur-
lands og Norðurlandskjör-
dæmis eystra. Ætlunin er
að vinna upp úr öllum kjör-
dæmum á næsta ári og
stækka listann enn frekar.
Þótt könnunin sé fyrst og
fremst vísbending gefur hún
sífellt heilstæðari mynd eftir
því sem úrtakið stækkar.
Frjáls verslun hefur gert
þessa könnun í núverandi
mynd frá árinu 1989. Að
þessu sinni eru skoðaðar
tekjur 22 hópa. í fyrra var
21 hópur skoðaður. Lista-
menn hafa bæst við. Þegar
tekjubreytingar einstakra
hópa eru reiknaðar út á milli
ára eru eingöngu sömu ein-
staklingar skoðaðir bæði
árin. Þetta gerir það að
verkum að þeir sem einu
sinni lenda í úrtakinu detta
ekki svo glatt út úr því aft-
ur. Ný nöfn á listanum lenda
19