Frjáls verslun - 01.07.1993, Side 41
um á herðar? Það getur leikið á
tveimur tungum. Ogþaðert.d. þama
sem álitaefnin verða siðferðileg.
Hvað er rétt breytni og hvað er röng,
hvernig eiga menn að hegða sér þann-
ig að þeir starfi í anda laganna en ekki
aðeins eftir þerum bóksta-
fnum?
tuttugu og jafnvel vel á þriðja tug
sumstaðar. Þetta leiðir hugann að
frægri setningu Parkinsons þess efn-
is að í hópstarfi hafi of mikill fjöldi
þátttakenda lamandi áhrif á afköst
heildarinnar. Rannsóknir hans bentu
Hlutverk stjórnarmanna
að mati þeirra sjáifra
LITIÐ REYNTAAÐMENN
SVARIFYRIR STJÓRNARSTÖRF
Það er vel hægt að hugsa
sér stjórnarmann sem
strangt til tekið fer eftir þeim
skyldum sem lögin segja fyrir
um, en er samt sem áður
næsta afleitur stjómarmaður.
Hann kann að mæta óundir-
búinn á hvern einasta stjórn-
arfund, leggur ekkert til
mála, rétt kinkar kolli þegar
mál eru borin upp til sam-
þykktar og felur eitt í brjósti
sér en talar annað þegar hann
er inntur álits. Nú, eða að við-
komandi er með afbrigðum
smámunasamur þannig að all-
ir stjórnarfundir leysist upp í deilur
um keisarans skegg. Upp á þessa
ímynduðu menn hafa lögin strangt til
tekið ekkert að klaga. En fyrirtækið
kann að líða fyrir slíka háttsemi og þá
er enn og aftur komið að siðferðilegu
ábyrgðinni. Hugsanleg hegning, ef
stjórnarmenn standa ekki í stykkinu,
er þó sú að þeir taki pokann sinn.
Slíkar kárínur eru hinsvegar fáheyrð-
ar. Það hefur lítið reynt á að menn
svari fyrir stjórnarstörf sín hér á
landi.
AF ERLENDUM VETTVANGI
í Bandaríkjunum og Bretlandi eru
höfuðstjómkerfi fyrirtækja með sama
sniði og hér á landi þ.e.a.s. kerfið er
einfalt. Ein stjóm sem lýtur valdi hlut-
hafafunda. Þrátt fyrir það eru álitamál
varðandi stjórn fyrirtækja af talsvert
öðrum toga en hér á landi. í fyrsta lagi
eru risafyrirtæki algeng erlendis.
Stjórnirnar draga óhjákvæmilega dám
af því. Ekki er óalgengt að fjöldi
stjórnarmanna í meðalstórum og
stærri fyrirtækjum sé á þilinu tíu til
\
Stefnumótun
Ráða forstjóra. Meta frammi-
stöðu hans.
Eftirlit. (Að markmið náist).
Gæta hagsmuna hluthafa.
Taka stærri ákvarðanir, eins og
sölu fasteigna.
Veita forstjóra ráðgjöf.
Þetta er mat stjómarmanna og forstjóra í könnuninni
um hlutverk stjórna í hlutafélögum.
til þess að þegar fjöldi fólks í hópi sé á
bilinu 19-22, þá taki að myndast minni
hópur innan heildarinnar sem taki að
sér hlutverk hennar. Afgangur upp-
runalega hópsins verður áhorfandi.
Af þessum sökum meðal annars er
algengt að settar séu á stofn nefndir
innan stjórna, sem hafa tiltekin við-
fangsefni á sinni könnu. Þær eru svo-
kallaðar „ad hoc“ nefndir. Þannig er
komið á verkaskiptingu í því skyni að
virkja stjórnina. Annar megintilgang-
ur með nefndunum er sá að gefa utan-
aðkomandi stjórnarmönnum (outsid-
ers), tækifæri til að fylgjast grannt
með einstökum málefnum fyrirtækis-
ins.
ÞRÍR FJÓRÐU
UTANAÐKOMANDI
Eitt helsta umfjöllunarefnið erlend-
is er samsetning stjórna með tilliti til
innan- og utanbúðarmanna. Dæmi-
gerð stjórn í bandarísku fyrirtæki er
þannig samsett að þrír fjórðu stjórn-
armanna eru utanbúðarmenn. í Bret-
landi er slagsíðan hinsvegar á hina
hliðina. Þar er hlutfallið einungis einn
þriðji. Þess ber að geta að þróunin í
Bandaríkjunum síðustu tvo til þrjá
áratugi hefur stefnt að vaxandi vægi
utanbúðarmanna. Nánast öll umræða
hefur hnigið í þá átt. Það er talið mun
árangursríkara að hafa fleiri
en færri utanbúðarmenn.
Með því sé stjómin mun fær-
ari um að rækja eftirlitshlut-
verk sitt, þótt ekki væri ann-
að. Þessi umræða er nánast
óþörf hér á landi, því í opnum
hlutafélögum heyrir til undan-
tekninga ef daglegir stjórn-
endur sitja í stjóm þess fyrir-
tækis sem þeir starfa hjá. Þar
á ofan stendur til að binda í lög
að meirihluti stjórnar megi
ekki vera framkvæmda-
stjórar viðkomandi fyrirtæk-
is.
SLÆMT EF
STJÓRNARFORMAÐUR ER LÍKA
FORSTJÓRI
Obbinn af engilsaxneskum
stjórnum er því marki
brenndur að sami maðurinn er í senn
forstjóri og stjómarformaður. Á lista
Fortune tímaritsins yfir 500 stærstu
iðnfyrirtæki Bandaríkjanna reyndust
yfir 85 af hundraði fyrirtækja hafa
slíkt fyrirkomuiag. Og það verður að
segjast að það er langt í frá einhugur
um að á þennan veg séu hlutirnir í
réttu horfi. Fjölmargir gagnrýna
þetta fyrirkomulag á þeim forsendum
að þessi hlutverk fari ekki vel saman,
því öðrum aðilanum sé ætlað að hafa
auga með hinum. Eitt af hlutverkum
stjórna sé að ráða og reka forstjóra.
Miklu erfiðara sé að standa að upp-
sögn ef forstjóri er jafnframt lykil-
maður stjórnar og nánast ógerningur
ef hann hefur tögl og hagldir. Það sé
öllum fyrir bestu að forstjóri hafi að-
hald, hversu góður sem hann kunni að
vera. Engar heilagar kýr séu lengur í
viðskiptum. Því til staðfestingar
benda þeir á að nýlega hafi forstjórar
IBM, Westinghouse og American
Express hlotið skell fyrir skildinga.
Þeir sem bregðast verst við þessari
gagnrýni eru lykilmennirnir sjálfir.
Mótbáran er sú að það þurfi umfram
allt einingu til þess að leiða stórfyrir-
41