Frjáls verslun - 01.07.1993, Side 56
TOLVUR
„EVRÓPSKT" VERÐ Á HUGBÚNAÐI
WordPerfect ritvinnslukerfið fyrir Windows fæst fyrir 495 dollara í Banda-
ríkjunum. í Evrópu er það töluvert dýrara. Dæmi eru um að bandarískur
hugbúnaður í Evrópus é allt að 150% dýrari en í Bandaríkjunum.
WordPerfect ritvinnslukerfið
fyrir Windows fæst fyrir 495
dollara í Bandaríkjunum. I Nor-
egi, svo dæmi sé tekið, kostar
sama ritvinnslukerfi (norsk út-
gáfa) 54% meira. Sama er uppi á
teningnum í Danmörku og Sví-
þjóð. Annars staðar í Evrópu,
t.d. í Frakklandi, eru dæmi um
að bandarískur hugbúnaður
kosti allt að 150% meira en hann
kostar á bandaríska markaðn-
um.
Gagnagrunnurinn Paradox frá
Borland kostar í Bandaríkjunum 795
dollara en 54% meira í Noregi, Lotus
1-2-3 kostar 495 dollara í Bandaríkj-
unum en 43% meira í Noregi og MS
Windows, sem kostar 149 dollara í
Bandaríkjunum, kostar 38% meira í
Noregi. (Þessar upplýsingar koma
fram í tímaritinu „Inside Data“. Nr.
2/1993 og ber saman við sams konar
könnun sem birt var í bandaríska
tímaritinu „Business Week“).
Hérlendis hefur verð á vél- og hug-
búnaði verið hærra en í Bandaríkjun-
um. Skýringin er sögð vera smæð
markaðarins, séríslenskir stafir, um-
boðslaun Skandinava o.fl. í Skandin-
avíu eru notuð sérstök stafasett.
Markaðurinn, þ.e. Svíþjóð og Dan-
mörk/Noregur er hins vegar tals-
verður. Könnun norska tímaritsins á
verði norskrar útgáfu bandarísks
hugbúnaðar leiddi einnig í ljós að
enskar útgáfur af sama hugbúnaði
(óþýdd forrit) kostuðu 40-60% meira
íNoregi en í Bandaríkjunum. Tekið er
fram að sá verðmunur gildi eftir að
verð á hugbúnaði hafi lækkað að með-
altali um 30% á einu ári.
Minni samkeppni en í Bandaríkjun-
um og jafnvel samráð seljenda á
evrópskum markaði eru taldar hugs-
anlegar ástæður, að mati „Inside
Data“. Sem dæmi er þess getið að
WordPerfect hafi verið ráðandi á
norskum markaði fyrir ritvinnslukerfi
út árið 1991, eða þar til Microsoft kom
með Word fyrir Windows, og þá hafi
verðið fyrst verið lækkað. I norska
tímaritinu er fullyrt að bandarísku
hugbúnaðarfyrirtækin auki tekjur sín-
ar umtalsvert með því að okra skipu-
lega á evrópskun tölvunotendum.
Á haustönn 1993 bjóðum við kennslu í fjölmörgum greinum.
Tómstundanám - bóklegar, verklegar greinar og prófanám - grunnskóli og framhaldsskóli.
Nánari upplýsingar og innritun í Miðbœjarskóla, Fríkirkjuvegi 1. Skrifstofan er opin daglega frá
kl. 13.00 -19.00. Símar 12992 og 14106. Athugið að kennslugjaldi er í hófstillt, en greiðist fyrir fyrstu
kennslustund. Við viljum vekja sérstaka athygli á kennslu okkar í teikningu, myndmótun, badik og textillitun.
ATH! V.R. styrkir félaga sína um allt að helming kennslugjalds.
Nýjung! trimm fyrir alla - leiðbeiningar og þjálfun.
56