Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1993, Page 69

Frjáls verslun - 01.07.1993, Page 69
VEITINGAHUS BIBENDUM: MUSTERIMATARGERÐAR LISTAR í LUNDÚNUM Sagt er að vinum okkar og frændum í Bretlandi sé margt betur til lista lagt en að elda góð- an mat. Frakkar segja um Breta „að það skipti þá meira máli með hverjum þeir borði en hvað þeir borði“. Ekki er þetta nú alveg rétt því í Lundúnum eru margir frábærir veit- ingastaðir og breskar landbúnaðaraf- urðir eru margar hverjar frábærar Sigmar B. Hauksson skrifar reglulega um er- lenda veitingastaði í Frjálsa verslun. Þetta eru veitingastaðir sem fólk í viðskiptalífinu sækir mikið. t.d. nautakjöt, skelfiskur og ostar. Það er samdráttur í veitingahúsa- bransanum í Lundúnum eins og víðar og margir góðir veitingastaðir hafa lokað. Á þessum erfíðu tímum hefur samt einum manni tekist að vinna kraftaverk. Hann hefur opnað 5 nýja veitingastaði sem eru fullsettnir öll kvöld og raunar er biðlisti allt upp í 4 vikur eftir borði. KRAFTAVERKAMAÐURINN ERSIR TERENCE CONRAN, STOFNANDI HABITAT Þessi kraftaverkamaður er Sir Terence Conran sem stofnaði Habit- at fyrirtækið árið 1964. Sir Conran var aðlaður árið 1983 fyrir þátt sinn í þróun breksrar hönnunar. Of langt mál er að fjalla um alla veitingastaði Sir Conrans en hann hefur m.a. breytt heilli vöruskemmu í South- wark við Temsá rétt við Tower Bridge í heila sælkeramiðstöð eða eins og hann kallar það „Gastrodrome". Þar er hinn frábæri veit- ingastaður „Pont de la Tour“, sælkera og vínbúðir auk smærri veitinga- staða. Fjallað verður um Pont de la Tour síðar hér í blaðinu. Að þessu sinni munum við segja frá veitingahúsinu Bibend- um sem er frábær veit- ingastaður. Bibendum er við Fulham Road, á horn- inu á Brompton og Ful- ham Road í gamla Michelinhúsinu (þar sem samnefnt hjólbarðafyrir- tæki var til húsa). óþvingaður og þægilegur. Maturinn átti að vera fransk-ítalskur með bresku ívafi eða eins og Frakkar segja, cuisine de ^grand-mére. í stuttu * máli gróf matargerð ^ þar sem bragðið skiptir ^ öllu máli. Húsgögnin V áttu umfram allt að vera þægileg og diskarnir ein- ® faldir en þykkir svo þeir héldu vel hita“. NANAST FULLKOMINN VEITINGASTAÐUR Svo mörg voru þau orð. Þeim fé- lögum, Sir Conran og Simon Hopkin- son tókst að framkvæma það sem þeir ætluðu sér; að skapa nánast full- kominn veitingastað. Þessi gamla vöruskemma og dekkjaverkstæði er í BIBENDUM VARÐ STRAX VINSÆLL VEGNA FRANSK- ÍTALSKA-BRESKA MATARINS Þarna rétt hjá var fyrsta Habitat verslunin opnuð á sínum tíma. Þegar Bibend- um opnaði varð staðurinn strax óhemju vinsæll. Gef- um Sir Conran orðið. „Bi- bendum er ávöxtur sam- starfs míns og Simons Hop- kinson matreiðslumeistara. Við byrjuðum á því að móta ákveðna heimspekistefnu, ef svo má segja, um það hvernig stað við vildum. Allt var skipulagt nákvæmlega, stefna í matargerð, hönnun og útlit. Staðurinn átti að hafa svipað yfírbragð og franskt brasserici, vera vlíííi I!;! 1 m Bibendum er á horni Brompton og Fulham Road, í gamla Michelin-húsinu. Gestirnier eru bisnessmenn, listafólk og sælkerar víða að. 69

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.