Frjáls verslun - 01.11.1998, Blaðsíða 24
MAÐUR ÁRSINS
Vegna hennar leggjum við harðar að okkur í vinnu, hún veitir
okkur aðhald og heldur vöku okkar við að veita þá þjónustu sem
þarf - sem og að innleiða nýja tækni og nýja kosti. Það er auðvelt
að sofna á verðinum.
Til viðbótar við innlenda samkeppni þá glímum við stöðugt við
ógn erlendrar samkeppni í flutningum til landsins. Við erum vel
meðvituð um þá ógn. Það hefur margoft komið upp á þessum
tuttugu árum mínum hjá félaginu að erlendir aðilar hafa haft
áform um sigla hingað. Fæstir þeirra hafa reynt hingað siglingar
en sumir hafa reynt - en þá yfirleitt í skamman tíma. Það er ljóst
að íslensku félögin hafa mikla rótfestu - sem og þekkingu og
reynslu til að þjóna þessum markaði. Eg tel það raunar skipta
miklu máli, að helstu flutningaíyrirtækin, sem annast flutninga til
og frá Islandi, séu undir yfirráðum Islendinga. Það hefur reynslan
kennt okkur.“
- Var vilji innan Eimskips til að kaupa Samskip af Lands-
bankanum fyrir nokkrum árum þegar bankinn átti félagið og var
lentur í vandræðum með það?
„Það stóð okkur ekki til boða. Enda hetðum við ekki þegið það
boð frá bankanum því við teljum, þegar á heildina er litið, hag
Eimskips best borgið með því að hafa eðlilega samkeppni.1'
árangur og aga. Hér er til siðs að vinna mikið og hér er margt vel
hæft starfsfólk með mikla reynslu. Sá árangur sem við höfum náð
byggir á starfi mikils tjölda fólks; heildarinnar. Almennt erum við
talin íhaldssöm - og ég held að við séum það - við erum frekar
varkár og ekki gefin íýrir ævintýramennsku. Við höfum frekar
stífan stjórnunarstíl að því leyti að það tekur okkur oft nokkurn
tíma að komast að niðurstöðu. Við viljum hafa hlutina á hreinu og
beitum verulegri verkaskiptingu. Það er alltaf vandi að hafa
sveigjanleikann nógu mikinn í fýrirtæki af þessari stærð. Við
viljum geta svarað viðskiptavinum okkar hratt og lipurlega en
vitum hins vegar að oft má gera betur."
- Þú segir það hluta af kúltúrnum að starfsmenn vinni mikið.
Vinna stjórnendur almennt utan hefðbundins vinnutíma?
„Það kemur auðvitað fyrir. I stjórnendahópnum fá menn ekki
greidda yfirvinnu. Þeir hafa ákveðin verkefni og það er ætlast til
að þeir ljúki þeim. Lagni manna við að leysa þau, sem og að nýta
tímann vel og kunna að fá aðra í lið með sér, ræður því hvað
klárast á hveijum tíma. Þrátt íyrir þetta höfum við ekki áhuga á að
starfsmenn vinni mikla yfirvinnu að staðaldri; með vinnusemi og
skipulagningu á að vera hægt að ljúka verkefnum á tilsettum tíma.
En ef eitthvað kemur upp á sem þarf aðkallandi lausn förum við
strax í málið, hvort sem það er helgi eða ekki, og klárum það.“
- Ef ungur maður, sem væri nýráðinn sem forstjóri í fyrirtæki,
kæmi tíl þín og bæði þig um að gefa sér góð ráð - hvaða ráð gæfir
þú honum?
„Það færi eftir þeim kringumstæðum sem riktu þegar hann
kæmi inn í fýrirtækið. Eftir að hann væri sestur í stólinn og búinn
að átta sig ráðlegði ég honum að horfa fram í tímann, setja sér
markmið, skoða skipulag íyrirtækisins, kynnast fólkinu og
kúltúrnum, gera áætlanir og fylgja þeim eftir. Hann þyrfti að gæta
þess að endurnýja allt það sem eðlilegt væri að endurnýja og
leggja áherslu á að gera það vel sem hann gerði; sleppa hinu. Eg
segði honum að beita „framsækinni íhaldssemi". Það merkir að
fýlgja sannfæringu sinni, aðlaga íýrirtækið breyttum kringum-
stæðum og forðast ævintýramennsku."
- Stundum koma nýir forstjórar með sitt eigið, utanaðkomandi
Iið í helstu stöður. Hvað finnst þér um þá aðferð?
„Eg held að best sé að byggja á reynslu og þekkingu þeirra
sem fyrir eru og blanda hana með nýrri þekkingu og ferskri
nálgun - þetta veltur þó allt á kringumstæðum. Þegar ég kom til
Eimskips á sínum tíma var þar starfandi kjarnalið stjórnenda sem
hafði unnið fýrir félagið vel og lengi og hafði gífurlega reynslu.
Það var hins vegar ljóst að flestir úr þessum hópi myndu láta af
störfum eftir um sex tíl átta ár. Hins vegar vantaði millikynslóð-
ina. Eg tók þann kost að ráða inn í
fyrirtækið nýja kynslóð stjórnenda og
blanda henni saman við þá stjórnendur
sem fýrir voru. Það gafst vel.“
- Það er rætt um kúltúr í fyrir-
tækjum. Hvers konar kúltúr er í Eim-
skíp? Finna starfsmenn stöðugt fyrir
kröfúnni um mikla arðsemi?
„Kúltúr er það hvernig þeir sem
starfa og koma inn í fyrirtæki sjá það.
Eg held að fólk skynji það fljótt að í
Eimskip er lögð áhersla á ábyrgð,
- Ertu mikið á ferðinni um fyrirtækið og finna starfsmenn
þannig fyrir nálægð þinni eða stýrir þú eingöngu í gegnum fundi
með næstráðendum?
„Eg er ekki mikið á ferðinni um lyrirtækið og starfsmenn
verða almennt ekki mikið varir við mig. Eg er ekki sá stjórnandi
sem gengur um og lætur sjá sig, brosir og heilsar öllum og þekkir
alla. Það hentar mér ekki - þótt það hentí öðrum. Eg stjórna hér í
gegnum fundi og mína nánustu samstarfsmenn. Það eru
framkvæmdastjórafundir einu sinni í viku þar sem farið er yfir
vikuna áður og hvað eigi að gera á næstu dögum og vikum. Við
ræðum og tökum afstöðu tíl alls konar hluta. Síðustu tvo mánuði
höfum við ásamt hópi starfsfólks notað mikinn tíma í að skoða
strategísk viðfangsefni til næstu tveggja til þriggja ára;
viðfangsefni sem við teljum að getí skipt höfuðmáli í vexti og
viðgangi félagsins.
Eg stjórna einnig í gegnum skýrslur og minnisblöð.
Forstöðumönnum erlendis er t.d. gert að skila mánaðarskýrslum
til sinna yfirmanna og ég fæ eintak af þeim. Þótt við séum með afar
fullkomin tölvukerfi er ég sjálfur ekki mikill tölvumaður. Eg hef
mjög góðan einkaritara sem stjórnar að verulegu leyti því
upplýsingaflæði sem fer um mitt skrifborð, hvort sem það er á
pappír eða elektrónísku formi. Hún
tekur þátt í því að vinsa þetta út, greina
hismið frá kjarnanum.“
- En vildir þú ekki stundum vera
meira á ferðinni og hitta hina almennu
starfsmenn?
„Að sjálfsögðu er ég heilmikið á ferð-
inni og þekki mikinn fjölda starfsmanna
í fyrirtækinu, eldri starfsmenn þó heldur
betur eins og gengur. Eg sit á fundum
með mörgum starfsmönnum og leysi
verkefni með þeim, það er skemmtílegt!
Markaósvirði Eimskips
24