Frjáls verslun - 01.11.1998, Blaðsíða 25
l:
Ég hitti líka mikinn fjölda
viðskiptamanna og aðila,
sem eiga erindi við íyrir-
tækið. Minn timi fer mikið í
fundi. En almennt tel ég
tíma mínum best varið með
því að vera hér í fremur
þröngu umhveríi og glíma
við forgangsmál; að þannig
skili ég bestum árangri í
staríi. Það er frekar hluti af
starfi annarra stjórnenda í
fyrirtækinu að fara um og
ræða við þá starfsmenn sem
undir þá heyra, hlusta á
þarfir þeirra og hvetja þá til
dáða. Þannig hlýtur þetta að
vera í fyrirtækjum af þessari stærð. Og þess vegna legg ég upp úr
að í stjórnendahópnum sé fólk með leiðtogahæfileika."
- Þú leiðir fyrirtækið. Reynir þú samt sem áður að vera
sérfræðingur á einhverju sviði?
„Ég lít á mig sem almennan stjórnanda; ég er ekki sér-
fræðingur í neinu. Ég var einhvern tíma sérfræðingur í fjármálum
og starfaði um íimm ára skeið sem framkvæmdastjóri íjármála-
sviðs Flugleiða. Það eina sem ég kann núna er að fást við vanda-
mál - viðfangsefni - og leitast við að leysa þau. Auðvitað reyni ég að
horfa mest á heildarmyndina en ég hef líka lært að nauðsynlegt er
að skipta sér af smærri málum. Ég spyr slundum um mikil
smáatriði, finnist mér eitthvað ekki í lagi. Ymsum hér finnst það
raunar sérkennilegt hvað smáatriðin geta stundum vakið áhuga
minn! En svona er þetta.“
- Þú vannst með Halldóri H. Jónssyni, stjórnarformanni
félagsins, um árabil. Hvernig var samstarf ykkar?
„Ég hef unnið með tveimur stjórnarformönnum, Halldóri H.
Jónssyni og Indriða Pálssyni. Það hefur verið afar áhugavert og
lærdómsríkt að vinna með þeim. Halldór H. Jónsson bar mikla
persónu og var mikill leiðtogi. Hann átti auðvelt með að skilja
hismið frá kjarnanum og beitli sér í samræmi við það. Okkar
samstarf var afar farsælt. Þegar það hófst haíði hann mikla
reynslu af mönnum og málefnum í þessu þjóðfélagi, sem hann
miðlaði og það kom mér að miklu gagni, - ungum manninum.
Samstarf mitt við Indriða Pálsson hefur með sama hætti verið afar
ánægjulegt. Hann hefur sterkt innsæi í fyrirtækjarekstur og
innviði þessa samfélags, sem hefur afar oft verið gagnlegt við
stefnumörkun og ákvarðanatöku og ég hef notið góðs af.“
- Hefur stjórn Eimskips gefið þér frjálsar hendur við að ná
markmiðum félagsins eða hefur hún verið afskiptasöm í gegnum
tíðina?
„Almennt hefur stjórnin gefið okkur frjálsar hendur. En við
verðum engu að síður að starfa innan þeirrar markmiðs- og
fjárhagsáætlana sem hún setur. Stjórnin fær jafnan að vita í
öllum aðalatriðum hvað er að gerast. Það eru haldnir hér stjórn-
arfundir einu sinni í mánuði og farið yfir rekstur síðasta mán-
aðar, dregið saman yfirlit yfir stærri tímabil, gerð grein fyrir
almennri þróun og helstu viðfangsefnum og þeim vandamálum
sem þarf að leysa.“
- Ávöxtunarkrafa hlut-
hafa er hærri en vextir af
lánsfé. Því má segja að
hlutafé sé dýrara fjármagn
en lánsfé. Er eiginfjárhlutfall
Eimskips of hátt? Kæmi tíl
greina að félagið keyptí
hlutafé í félaginu og lækkaði
það í kjölfarið þannig að
þeir hluthafar sem eftír
stæðu næðu enn meiri
ávöxtun?
„Ég tel eiginijárhlutfallið
ekki of hátt og við höfum
aldrei rætt það að lækka
hlutaféð í fyrirtækinu. Fyrir
margt löngu töldum við að
það mætti ekki vera lægra en 30%. Seinna settum við það sem
markmið að hafa það um 35%. Það gildir núna. Eiginfjárhlutfallið
um þessar mundir er nokkru hærra. Ég er hins vegar sannfærður
um að það hefur skipt okkur miklu máli á undanförnum árum að
hafa hátt eiginfjárhlutíall. Það hefur skapað okkur traust og við
höfum fyrir vikið fengið ódýrari lán hjá lánastofnunum. Mikil-
vægast er kannski að það hefur gert okkur óháðari íjármála-
stofnunum; við þurfum ekki að hringja út í bæ og spyrja hvort
gera megi þetta eða hitt heldur getum við tekið þær ákvarðanir
sjálf. Það viðhorf mótast af biturri reynslu. Við vorum á árum
áður nær eingöngu í viðskiptum við stóran erlendan banka, sem
kippti fyrirvaralítið að sér hendinni. Það skapaði okkur erfiðleika
til skamms tíma. Innlend bankasambönd leystu það hins vegar
með farsælum hætti með því að búa til ný sambönd erlendis sem
byggðust á gagnkvæmu trausti. Síðan þá höfúm við gætt þess að
eiga ávallt tvö borð fyrir báru í þessu tilliti og dreifa erlendum
bankaviðskiplum okkar. Hátt eiginíjárhlutfall hefur verið styrkur
Eimskipafélagsins og það gefur okkur tækifæri til að bregðast við
á eigin forsendum."
- Hvort skiptíð þið meira við innlenda banka eða erlenda?
„Við eigum samskiptí við mörg innlend fjármálafyrirtæki. Ef
okkur vantar tjármagn tíl skamms tíma, eða viljum kaupa erlendan
gjaldeyri, þá könnum við hvar kjörin eru best á markaðnum
hverju sinni. Langstærsti hlutínn af langtimafjármagni félagsins
kemur hins vegar erlendis írá. Það hefur þróast þannig, að í
staðinn fyrir að þau viðskiptí séu í gegnum New York eða London,
þá fara þau núna að stærstum hluta í gegnum Þýskaland."
- Erlendis eru laun stjórnenda yfirleitt árangurstengd en lítið
er um það hérlendis. Telur þú að íslensk fyrirtæki ættu að
innleiða árangurstengingu launa í auknum mæli tíl stjómenda,
td. með auknum bónusum, hlutabréfavilnun eða hlutdeild í
hagnaði?
„Þetta fyrirkomulag er innan seilingar; það er við það að koma
inn í íslenskt viðskiptalíf. Ég tel að eftir þrjú til fimm ár verði þetta
komið í nokkrum mæli inn í stærstu fyrirtækin hériendis. Þetta er
eðlileg þróun! Það mun taka svolítinn tíma fyrir umhverfið að átta
sig á þessu fyrirkomulagi og stjórnendur að laga sig að því. Þetta
er hluti af breyttu samkeppnisumhverfi. Þetta er ekki flóknara en
svo að það hefur tiðkast í sjávarútvegi á Islandi í óratíma að róið sé
upp á hlut! I upphafi mun þetta nýja fyrirkomulag gilda um stjórn-
Þeir tveirstjórnarformenn Eimskipssem Hörður hefur starfað með á nítján
ára ferli sínum hjá félaginu; Indriði Pálsson, núverandi stjórnarformaður,
til vinstri, og Halldór H. Jónsson. „Það hefur verið afar áhugavert og
lœrdómsríkt að vinna með þeim. “
25