Frjáls verslun - 01.11.1998, Blaðsíða 26
MAÐUR ÁRSINS
Þærmæðgur, Inga ogAslaug, ásamtfóður Harðar, Sigurgesti Guðjón-
ssyni, fyrrum bifvélavirkja og tjónaskoðunarmanni - en hann er 87
ára að aldri.
endur en það getur vel verið að hægt verði að þróa það eitthvað í
ríkara mæli.“
- Hvaða form telur þú að verði á þessari árangurstengingu
launa?
„Eg hygg að þau verði fyrst og fremst byggð á kaupauka,
bónus. Hann verður líklega ekki bundinn við eitt ár heldur lengra
tímabil. Hluta af kaupaukanum munu menn væntanlega fá
greiddan að loknu starfsári, en hluti yrði bundinn áfram inni í
fyrirtækinu - en myndi þá vaxa í takt við hækkun á verði hluta-
bréfa fyrirtækisins, t.d. næstu tvö árin á eftir, og ekki greiðast fyrr
en eftir þann tíma. Það er flóknara að búa til hlutabréfaauka en
vafalaust kemur að því hér eins og annars staðar. Eg hygg að eftir
nokkur ár verði hvetjandi launakerfi fyrir stjórnendur rikjandi
form í íslenskum fyrirtækjum - líkt og í Bandaríkjunum og
Englandi. Þetta hefur verið að breiðast út á Norðurlöndum og i
Þýskalandi á allra síðustu árum - en þetta er ekki komið mjög
langt í Evrópu allri.“
- Eimskip er stærsti hlutliaíinn í Flugleiðum og þar ert þú
stjórnarformaður. Hver er skýringin á því að Flugleiðir ná ekki
að skila umtalsverðum rekstrarhagnaði - og það mitt í góðærinu?
„Islenskt góðæri endurspeglast ekki nema að hluta í rekstri
Flugleiða. Félagið nýtur raunar góðs af auknum ferðalögum
Islendinga til útlanda. Það eru aðeins 25% farþegateknanna sem
verða tíl á Islandi en um 75% á erlendum samkeppnismörkuðum.
Það vill segja að þrír fjórðu af farþegaflutningum félagsins sé
útflutningur.
A alþjóðamarkaðnum er félagið að keppa við marga helstu
risana í alþjóðaflugi og ferðaþjónustu. Þau fyrirtæki njóta mun
meiri hagkvæmni stærðar en Flugleiðir geta náð. Alþjóðamarkað-
urinn, sem Flugleiðir keppa á, er tvíþættur. Annars vegar er Norð-
ur-Atlantshafsmarkaðinn, sem er einn harðasti samkeppnis-
markaður sem þekkist í alþjóðaflugi. Hins vegar er það markaður
íslenskrar ferðaþjónustu erlendis. Það er ekki sjálfsagður hlutur
að erlendir ferðamenn hafi endilega áhuga á að koma tíl Islands.
Þeir eiga marga aðra kostí. Island er aðeins einn af kostunum.
Þá má auðvitað spyija hvers vegna lögð sé svona mikil áhersla
á þessa alþjóðlegu starfsemi? A því er í raun ofureinföld skýring.
Heimamarkaður Flugleiða á Islandi er svo smár að jafnvel þegar
við hann er bætt öllum ferðamönnum sem koma tíl landsins
stendur þessi markaður undir flugi tíl þriggja ákvörðunarstaða í
Evrópu á dag og flugi á einn áfangastað í Ameríku með einni tíl
þremur ferðum í viku eftír árstíma. Þetta er einfaldlega allt of lítill
markaður til að byggja á áætlunarflugrekstur. Arstíðasveifla í flugi
til og frá landinu er mjög mikil og reksturinn yrði því mjög
viðkvæmur og opinn fyrir erlendri leiguflugssamkeppni á sumrin.
Það verður í besta falli að teljast mjög vafasamt að slíkur rekstur
yrði arðbær. Með því að tengja flugið milli Evrópu og íslands við
flugið milli Islands og Bandaríkjanna hefur verið skapað alþjóðlegt
leiðakerfi með Island sem skiptístöð. Það gefur færi á að samnýta
allar flugvélar og allan mannskap tíl að þjóna markaðnum til og frá
Islandi og markaðnum yfir hafið. Þessi mikla nýtíng vinnur að
minnsta kostí að hluta upp það forskot sem risafélög hafa í
samkeppninni í krafti stærðar. Undanfarin ár hefur félagið lagt
áherslu á að stækka leiðakerfið tíl að gera það álitlegri kost á
alþjóðlega markaðnum. Þessi vöxtur hefur orðið örastur á
markaðnum yfir Atlantshaf. Hluti þess markaðar, flug með fólk í
viðskiptaerindum, er mjög arðbær og þar er félagið að ná árangri.
Af þremur meginmörkuðum Flugleiða er markaðurinn fyrir
ferðamenn tíl Islands hins vegar verðmætastur og nú er unnið að
þvf að stækka hann. Með því flugkerfi, sem núna er, á að vera
auðveldara að gera það en áður var. Það er mat forráðamanna
Flugleiða að nauðsynlegt hafi verið að ná lágmarksstærð tíl þess
að geta verið alvöru keppinautur á þessum mörkuðum. Sú tíðni og
fjölbreytileiki, sem Norður-Atlantshafsfarþegarnir eiga þátt í að
skapa, hjálpar einnig markaðnum fyrir ferðamenn til Islands.
Auðvitað skiptir hún líka miklu máli fyrir íslenska markaðinn, sem
hefur fjölbreyttari og betri kostí tíl ferðalaga í austur og vestur frá
íslandi en margar borgir á Norðurlöndum, svo dæmi sé tekið.
Ibúar Reykjavíkur eiga kost á beinu flugi til fleiri áfangastaða í
Ameríku en íbúar nokkurrar annarrar höfðuborgar á Norður-
löndum. Það verður líka að hafa í huga að heimsmynd okkar og
viðskiptamöguleikar myndu breytast afgerandi ef ferðafjöldi tíl
útlanda væri t.d. aðeins þriðjungur af því sem hann nú er.
Undanfarna áratugi hafa flugfargjöld stöðugt lækkað. Tekjur
Flugleiða, eins og annarra flugfélaga, fyrir hverja framleidda
einingu lækka ár frá ári. Afkoman ræðst af því hversu vel félaginu
tekst að lækka rekstrarkostnað í samræmi við þessa lækk.un ein-
ingatekna. A því sviði hefur náðst margvíslegur árangur. Þar má -
og þarf - að gera enn betur. Um þennan rekstur verður háð
samfelld barátta; það verður líka samfelld sjálfstæðisbarátta. Það
er í sjálfu sér ekkert öðruvísi en gildir um annan alvöru, alþjóð-
legan samkeppnisrekstur.“
- Kúltúrinn í Fimskip einkennist af aga, skipulagi og kröfú til
starfsmanna um að ná árangri í rekstri. Mörgum finnst sem þessi
kúltúr, Eimskipsstillinn, hafi ekki skilað sér inn í Flugleiðir og að
bragurinn þar sé öðru visi. Hvert er þitt mat á þvi?
„Það er mikill agi og skipulag hjá Flugleiðum og þar eru
starfsmenn mjög meðvitaðir um nauðsyn árangurs. Samt er
kúltúrinn hjá Eimskip og Flugleiðum ekki sá sami - og ég held að
hann eigi ekki að vera það. Flugleiðir starfa á öðrum vettvangi, er
annars konar félag, byggir á annarri þróun og öðru viðskipta-
umhverfi. Þetta er fyrirtæki sem er í meiri alþjóðlegri starfsemi en
Eimskip. Hið mikla alþjóðlega umhverfi Flugleiða hlýtur að mófa
starfsfólk og stjórnendur og fyrir vikið hlýtur kúltúrinn að vera
öðru vísi og alþjóðlegri en gengur og gerist hjá íslenskum fyrir-
tækjum. Flugreksturinn er í eðli sínu mjög sveiflukenndur eins og
árstíðasveiflur í afkomu Flugleiða bera með sér. Það mótar að
sjálfsögðu kúltúrinn hjá félaginu. Þessar gífurlegu sveiílur þýða
26