Frjáls verslun - 01.11.1998, Blaðsíða 31
Jón Snorri Snorrason, framkvæmdastjóri
Olgerðarinnar Egils Skallagrímssonar:
ÁRAMÓTAVIÐTÖL
GÓÐ SALA
A GOSIOG BJOR
□ að sem einkenndi árið 1998 var mikil sala á gosi og bjór.
Það stafaði bæði af góðærinu og góða veðrinu síðastliðið
sumar. Annað sem var áberandi var samruni stórmark-
aða. Aðalkeppinauturinn, Vífilfell, var seldur útlendingum og
dómur Héraðsdóms um bjórauglýsingar leiddi til þess að þær
hófust af fullum krafti.
Horfurnar fyrir árið 1999 met ég þannig að við megum eiga
von á harðnandi samkeppni á næsta ári vegna samþjöppunar í
smásöluverslun. Hvað snertir bjórauglýsingar þá ræðst það í
byijun næsta árs af dómi Hæstaréttar. Skattar lækka hjá fýrir-
tækjum og vonandi fara vextir að lækka því launin hafa hækkað
án þess að það hafi haft áhrif á verðlag á gosi og bjór.“ 33
Jón Snorri Snorrason, framkvœmdastjóri Ölgerðarinnar: „Dómur
Hérðasdóms um bjórauglýsingar leiddi til þess að þœr hófust affullum
krafti. Framhaldið ræðst svo af dómi Hœstaréttar í byrjun næsta árs. “
FV-mynd: Geir Ólafsson.
Rannveig Rist, forstjóri Isals: „Horfurnar eru heldur dökkar á kom-
andi ári. Verð á áli er lágt og orka verðurskert til ísals. Við náum því
ekki að fullnýta þær fjárfestingar sem við höfum lagt í með stækkun
álversins. “
/
Rannveig Rist, forstjórí Isals:
HRAÐLÆKKANDIÁLVERD
□ að sem einkennir árið 1998, eftir besta rekstrarár
sögunnar 1997, er hraðlækkandi álverð allt árið og held-
ur minnkandi eftirspurn eftir dýrustu álbörrunum. Nú
um þessar mundir er álverð með því lægsta í mörg ár eða um 1250
UDS/Tonn. Landsvirkjun þurfti að grípa til skerðingar á
ótryggðri orku frá septemberbyrjun vegna vatnsskorts og þess að
að nýjar virkjanir eru enn í byggingu. Vegna þess hve rekstur
hefur tæknilega séð gengið einstaklega vel árið 1998 náum við að
framleiða yfir 160.000 tonn - þrátt fyrir að um 10% af verksmiðjunni
hafi ekki verið í gangi vegna orkuskerðingar frá byrjun
september.
Það sem gerir horfurnar svona heldur dökkar fyrir 1999 er lágt
álverð og almenn efiiahagsleg lægð i heiminum. Orka verður
skert til ÍSAL á næsta ári og við náum þvi ekki að fullnýta þær
íjárfestingar sem við höfum lagt í vegna stækkunar." [S
Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða:
H0RFUR Á BÆTTRIAFK0MU
Oyrstu mánuði þessa árs var flugrekstur Flugleiða erifður
en nú eru horfur á mun betri aíkomu af alþjóðaflugi en á
síðasta ári. Þetta helgast bæði af Ijölgun ferðamanna á
leið til Islands, vaxandi ferðalögum Islendinga og góðum árangri
Flugleiða á markaðnum yfir Norður Atlantshaf þar sem. félagið
heíur sótt með góðum árangri inn á viðskiptamannamarkað.
Islensk ferðaþjónusta, sem Flugleiðir eiga aðild að, hefur
sömuleiðis náð mun betri árangri en í fyrra og ferðamönnum til
landsins hefur ijölgað um meira en 14% á þessu ári,” segir
Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða.
Flugleiðir gera ráð fyrir að halda á næsta ári áfram þeirri sókn
sem hófst á alþjóða flug- og ferðaþjónustumarkaðnum árið 1998.
31