Frjáls verslun - 01.11.1998, Blaðsíða 62
Slakað á í laugunum - og hugsanlega rœtt um lífeyrismál. Frá áramótum gefst fólki kostur á
að leggja 12,2% fyrir í lífeyrissjóði, þar afgreiða atvinnurekendur 6,2%.
sameignarsjóð á 40 ára starfsævi. Því
styttri sem starfsævin er þeim mun hærra
iðgjald þarf einstaklingurinn að greiða til
að ná þessum 56% eftirlaunum. Vilji menn
ná hærra hlutfalli hækkar iðgjaldið, jafnvel
þótt starfsævin sé full 40 ár. Þannig tryggir
13% iðgjald um 75% af meðaltekjum og 17%
iðgjald tryggir fullar meðaltekjur eftir að
40 ára starfsævi lýkur.
SKELLUR í ÁGÚST?
Frá og með 1. júlí síðastliðnum eru allir
skyldaðir til þess að greiða í lífeyrissjóð,
hvort sem þeir eru launþegar eða ein-
yrkjar, og skattayfirvöld hafa eftirlit með
því að það sé gert. Það er því hætt við að
sumir, sem ekki hafa greitt í lífeyrissjóð,
vakni upp við vondan draum í ágúst á
næsta ári þar sem skattayfirvöld hafa sam-
ið við lífeyrissjóð söfnunarréttinda um að
innheimta iðgjöld af öllum þeim sem ekki
hafa greitt í sjóði. Skellurinn getur orðið
stór enda 10% af brúttólaunum vænn biti að
greiða í lífeyrissjóð í einu lagi. Fyrir nú
utan dráttarvextina! Eins og kunnugt er
hafa margir, sérstaklega einyrkjar og
atvinnurekendur, sleppt því að greiða í
lífeyrissjóði. Það er mjög misjafnt hvernig
langtímasparnaði þeirra er háttað og
ástandið eflaust slæmt hjá mörgum. Með
nýju lögunum komast þessir aðilar ekki
hjá því að greiða í lífeyrissjóð. En sjóðinn fá
þeir að velja sjálfir!
HUGSAÐ FRAM í TÍMANN
Nýju lögin eru bylting og koma í kjölfar
annarrar byltingar: Tækifæri fólks til að
koma sér upp langtímasparnaði hafa
gjörbreyst - sem og viðhorf til sparnaðar.
Það er stutt síðan að fólk leit svo á að
sparnaður væri það sama og að henda
peningunum út um gluggann. Menn fengu
lán hjá lífeyrissjóði til að geta tekið lífeyrinn
fyrr út, annars hefði hann bara brunnið upp
í verðbólgunni. Nú hugsa stjórnvöld og
almenningur meira fram í tímann. Nýju
lögin einkennast af því að horft er til
framtíðar. Það er verið að gera ráðstafanir
til að bæta hag fólks í framtíðinni og koma
í veg fýrir vandamál sem annars hefðu
orðið.
Lífeyrissjóðirnir eru sterkir - en eiga
eftir að verða ennþá sterkari. Samt hefur
ákveðinn hópur fólks sleppt því að greiða í
lífeyrissjóði. Hið nýja kerfi mun breyta
hinu hefðbundna lífeyrissjóðakerfi. Það
mun leggja grunninn að auknu frjálsræði á
þessu sviði. Löggjöfin er flókin og henni
verður örugglega breytt í nánustu framtíð
því að ekki er auðvelt að framkvæma ýmsa
þætti hennar vegna þess. En það liggur
LÍFEYRISMÁL
fyrir að frelsi fólks mun aukast, ekki bara
til að velja sér lífeyrissjóð heldur líka til að
spara eftir mismunandi leiðum. Fleiri
reyna að ýta við fólki og bjóða upp á
sparnaðarleiðir, ekki bara lífeyrissjóðirnir
heldur líka bankarnir, verðbréfafyrirtækin
°g tryggingafélögin. Það mun gera það að
verkum að fólk verður mun meðvitaðra en
það hefur verið um langtimasparnað og
hvað hann þýðir.
MEIRIEIGNIR EN BANKAKERFIÐ
Lífeyrissjóðirnir eiga eignir sem eru
talsvert meiri en allar eignir bankakerf-
isins. Fyrirsjáanlegt er að styrkur lífeyris-
sjóðanna muni aukast enn frekar þar sem
áfram verður greitt í sjóðina. Langstærsti
hluli íslenska lífeyrissjóðakerfisins er
sameignarlífeyrissjóðir þar sem fólk er
skyldað til að vera í sjóðunum vegna bú-
setu eða stéttar. Kerfið hefur verið gagn-
rýnt fyrir margra hluta sakir. Það er ekki
skilgreint hveijir eiga sjóðina og þeir sem
borga í þá eiga í mörgum tilvikum eríitt
með að hafa áhrif í sínum lífeyrissjóði og
hafa til þessa í mörgum tilfellum ekki
getað mætt á aðalfundi sinna sjóða, hvað
þá kosið í stjórn eða flutt inneign sína.
Vegna þessa má færa full rök fyrir því að
lífeyrissjóðirnir séu hálfopinberar stofn-
anir þar sem þeim er stjórnað í sameiningu
af verkalýðshreyfingunni og atvinnurek-
endum. Þessir sömu sjóðir hafa mikil áhrif
í krafti fjárhagslegs styrks og eru meðal
annars stórir hluthafar í þó nokkrum
fyrirtækjum. Spyrja má sig hvort það skjóti
ekki skökku við þegar hið opinbera er að
einkavæða fyrirtæki að helstu kaupend-
urnir skuli vera hálfopinberir aðilar, það er
að segja lífeyrissjóðirnir. Varla er þó
óeðlilegt að lífeyrissjóðir fjárfesti í fyrir-
tækjum; þeir verða jú að fjárfesta og
styrkja atvinnulífið um leið. Það er hins
vegar spurning hvort þeir eigi að setjast í
stjórnir fyrirtækja og hvaða fulltrúar þeirra
eigi þar sæti.
ALLIR VERÐA AÐ GREIÐA í LÍFEYRISSJÓÐI
Meö nýju lögunum, sem tóku gildi 1. júlí sl., eru allir skyldaöir til þess aö greiða í
lífeyrissjóði, hvort sem þeir eru launþegar eöa einyrkjar. Skattayfirvöld
hafa eftirlit meö því aö það sé gert.
LÉTTIR Á HINU OPINBERA VEGNA STÓRU ÁRGANGANNA
Ef ekki væri farið út í þessar aðgeröir yrði kostnaður hins opinbera vegna
almannatrygginga gifurlegur á næstu áratugum þegar stórir árgangar þjóðarinnar
komast á eftirlaun.
62