Frjáls verslun - 01.11.1998, Blaðsíða 21
MAÐUR
tæki af þessari stærð verður ekM rekið nema með tiltölulega þröngri spönn. Við
höfum skipulag, skiptum rekstrinum niður í rökréttar einingar og það þarf fólk með
leiðtogahæfileika til að drífa hlutina áfram á hverju sviði.
Þegar ég kom að þessu fyrirtæki þá breyttist stjórnunarspönnin eins og gjarnan
gerist þegar fyrirtæki eru endurskipulögð. Mér var sögð sú saga að þekktur
kaffiklúbbur á Akureyri, sem hittist daglega á KEA-hótelinu, hafi rætt um þennan nýja
mann sem ættí að taka við Eimskip. Þeir höfðu á orði að hann væri svolítíð sérstakur;
hann ætlaði víst ekki að tala við nema ijóra tíl fimm menn í fyrirtækinu - svo þröng ættí
stjórnunarspönnin að vera. Þeir höfðu áhyggjur af þessu."
- Verðmæti Eimskips á hlutabréfamarkaði voru rúmir 5 milljarðar í upphafi ársins
‘94 og hafa þvi aukist um 18 milljarða á tæpum fimm árum - og þar af um 5 milljarða
undanfarið ár. Hvaða stefna í rekstrinum hefur gert félagið svo eftirsóknarvert á
hlutabréfamarkaði, skapað þennan góðan árangur?
„Eimskip byggir á gömlum merg og hefur sterkar rætur. Það er nær 85 ára;
stofnað í janúar 1914. Það fékk mikla rótfestu í íslensku samfélagi þegar í upphafi. Það
hefúr oft verið umdeilt og um það hafa blásið vindar; pólitískir sem aðrir. Það nýtur
öflugs hóps viðskiptavina og þeir hafa gert félagið stórt með því að vilja skipta við það.
Eg þekki best síðustu tuttugu árin. Á þeim tíma höfum við lagt áherslu á
markmiðssetningu, áætlanagerð, eftírfylgni og nýjungar. Við höfum verið dugleg við
að innleiða stjórnunarþekkingu og reynslu erlendis frá. Þetta hefur skilað árangri og
gert félagið eftírsóknarvert á meðal Ijárfesta.
Eimskip hefur lagt mikla áherslu á að standa á eigin fótum og að vera óháð
fjármálastofnunum. Félagið leggur áherslu á stöðugleika og forðast ævintýra-
mennsku. Það hefur verið gæfa félagsins að hafa samhenta og öfluga stjórn, sem
hefur gefið okkur ffelsi til athafna innan ramma sem hún setur. Stjórnin hefur verið
virkur þátttakandi og stjórnin hefur fylgst grannt með því sem hefur verið að gerast á
hveijum tíma.“
- Hvaða starfsemi í fyrirtækinu gefur mest af sér?
„Kjarninn í þessu félagi er flutningastarfsemi; sjóflutningar til og ifá íslandi og sú
þjónusta sem þeim tengist. Þar hefur afkoman myndast í gegnum tíðina og
flutningastarfsemin er ennþá í aðalatriðum það sem skiptir mestu máli varðandi
hagnað og greiðsluflæði. Það hefur hins vegar orðið mikil breyting á síðustu árum.
Við ákváðum að fjárfesta með skipulögðum hætti í öðrum fyrirtækjum á
verðbréfamarkaði á Islandi. Fjárfestíngafélagið Burðarás var svo stofhað árið 1989 tíl
að halda utan um þessa verðbréfaeign og halda starfseminni áffam. I fyrstu var þessi
starfsemi rekin á borðshorninu hjá einum framkvæmdastjóranna, en síðustu tvö árin
hefur félagið verið rekið með formlegum hætti. Eg tel að þetta hafi verið farsæl
starfsemi. Eimskip var á undan flestum öðrum að fjárfesta á þessum markaði og á
TEXTI: Jón G. Hauksson - MYNDIR: Geir Ólafsson
leiðtoginn - sá sem gætir þess að fyrirtækið
geri réttu hlutina. Þarfitu í raun ekki fyrst og
ífemst góða verkmenn tíl að fylgja stefiiu
þinni eftir?
„Eg geri ekki alla hlutí, það er útílokað. Eg
dreifi valdinu mikið þótt stundum séu skiptar
skoðanir á því hér innanhúss hversu mikið ég
geri af því og að það mætti vera meira. Fyrir-
þeim tíma eignaðist félagið bréf á góðu verði. Ör þróun á íslenskum verðbréfamarkaði
og stofnun Verðbréfaþings, sem hefur gert markaðinn virkaii og betri, hefur skilað
félaginu verulegum árangri. Þetta er höfúðbreytíngin á starfsemi Eimskips á síðustu
árum. Hún hvílir núna á tveimur stoðum; flutningum og fjárfestingum á
hlulabréfamarkaði. Ætla má að 60% af markaðsverðmætí félagsins byggi á flutningum
en um 40% á hlutabréfaeign í öðrum félögum - en þar hefur verðmætaaukningin orðið
mest á síðustu þremur til fimm árum. Frá árinu 1989 er ávöxtun á bréfum Burðaráss
um 20% að meðaltali á ári.“
i
21