Frjáls verslun - 01.08.2000, Qupperneq 18
Valdimar Grímsson,
framkvæmdastjóri Goða
og fyrrverandi atvinnu-
'maður í handknattleik.
Fyrirtæki er eins og
íþróttalið þegar árangur
er annars vegar, enda er
það varla nokkur tilviljun að
hópíþróttamenn virðast
frekar velja sér starfsvett-
vang í fyrirtækjum sem eiga
í harðri samkeppni en hjá
hinu opinbera. I viðskiptum
geta þeir nýtt sér keppnis-
skapið og sigurviljann; að
láta ekki deigan síga þótt á
móti blási. Ymis dæmi eru
um að fræknir íþróttamenn
hafi komist í æðstu stjórnendastöður í atvinnulífinu og al-
gengt er að hæfir stjórnendur hafi einhvern bakgrunn úr
íþróttum, án þess að hafa endilega náð langt í þeim. Þessi
bakgrunnur nýtist þeim vel og kemur þeim hugsanlega vel
áleiðis í atvinnulífinu. Menntun er hins vegar sá bakgrunn-
ur sem kann að vanta hjá mörgum afreksmönnum í íþrótt-
um - enda taka æfingar og keppnir mestan tíma þeirra upp
úr tvítugu þegar margir jafnaldrar þeirra hefja langskóla-
nám í viðskiptafræðum eða öðrum greinum. Margir íþrótta-
menn hafa samt náð að tvinna saman íþróttir og nám - og
jafnvel náð sér í góð viðskiptasambönd út á íþróttirnar.
Við ræðum hér við ijóra
íþróttamenn sem hafa náð
langt í íþróttum og eru
sömuleiðis áberandi í við-
skiptalífmu um þessar mund-
ir. Þetta eru þeir Valdimar
Grímsson, fv. handknatt-
leiksmaður, sem nýlega tók
við starfi framkvæmdastjóra
hjá kjötvinnslufyrirtækinu
Goða hf., Skúli Gunn-
steinsson, fv. handknatt-
leiksmaður og þjálfari, sem
er forstjóri og einn aðaleig-
andi IM Gallup. Guðmundur Þorbjörnsson, fv. atvinnu-
maður í knattspyrnu, sem er forstöðumaður hjá Eimskip og
Einar Bollason, fv. landsliðsmaður og þjálfari í körfuknatt-
leik, sem er framkvæmdastjóri Ishesta og brautryðjandi í
ferðaþjónustunni.
Sömu aðferðum beitt Atvinnulífið sækir stöðugt meira í
reynsluheim íþróttanna og viðmælendur okkar eru sam-
mála um að hæglega megi líkja fyrirtækjum og íþróttum
saman, nýta megi reynslu og fyrirkomulag úr íþróttunum
með beinum hætti í rekstri fyrirtækja. Þannig segir Skúli
Valdimar Grímsson, afreksmaður í handknattleik,
var nýlega ráðinn framkvœmdastjóri Goða hf.
Þegar dæmið er skoðað láta ýmsir kunnir íþrótta-
menn að sérkveða í viðskiptalífinu. Hvað erþað í
íþróttunum sem hjálpar mönnum í viðskiptum?
Metnaður, keppnisskap, agi, kjarkur og hæfileiki
til að falla inn í lið er nefnt til sögunnar.
Eftir Guðrúnu Helgu Sigurðardóttur Myndin Geir Ólafsson
18