Frjáls verslun - 01.08.2000, Side 21
ÍÞRÓTTIR OG VIÐSKIPTI
Sólin kemur upp að nýju
íþróttamenn læra snemma að takast á við meðlæti og mótlæti og það þurfa
stjórnendur fyrirtækja líka að kunna. Vilji skiptir gríðarlegu máli. íþróttamenn
sætta sig ekki við ósigur og Einar telur að íþróttirnar kenni mönnum að sólin
komi upp að nýju. Menn, sem stunda reglulega líkamsþjálfun, eru ekki vanir að
gefast upp þótt á móti blási.
leysi er nokkuð sem margir hópíþróttamenn þekkja. Valdi-
mar Grímsson líkir fyrirtæki við kappleik. Ef leikmaður er
ósáttur í leiknum hefur hann um tvennt að velja, að ræða um
hlutina eða þegja. Ef hann þegir „þá getur hann bókað að
hann hefur tapað þegar leikurinn er flautaður af. Það er því
mikilvægt að ganga hreint til verks og tala um hlutina.
Menn rífast kannski og ná svo niðurstöðu. Ef um sterka ein-
staklinga er að ræða er oftar en ekki hægt að snúa leiknum
sér í vil og vinna. Það sama á við í fyrirtækjarekstri. Oft
lendir maður í mótlæti og er ósáttur við umhverfið. Þá er
rétt að ræða það. En mikilvægast fyrir fýrirtækið er að ná
réttri stefnu hið fyrsta. Það er mjög kostnaðarsamt að fara
krókaleiðir að árangri," segir hann.
Sætta sig ekki Við Ósigur íþróttamenn læra snemma að
takast á við meðlæti og mótlæti og það þurfa stjórnendur
íyrirtækja líka að kunna. Baráttuvilji skiptir gríðarlegu máli.
Iþróttamenn sætta sig ekki við ósigur og Einar telur að
íþróttirnar kenni mönnum að sólin komi upp að nýju. Menn
sem stunda reglulega líkamsþjálfun eru ekki vanir að gefast
upp þótt á móti blási. íþróttamenn læra líka að axla ábyrgð
og vinna undir miklum þrýstingi. Landsleikur eða úrslita-
leikur í Islandsmóti er til dæmis lokapunktur á löngum und-
irbúningi þar sem ýmislegt hefur gengið á, bæði á æfingum
og í sálarlífi. Þá getur sviðsljósið tekið á en það getur líka
gefið yfirvegun og sjálfsöryggi. „Þekktir og sigursælir
íþróttamenn geta þurft að takast á við erfiða hluti sem ekki
eru öllum ljósir. Það eru á þessu hliðargreinar sem herða
menn,“ segir Guðmundur.
Afreksmenn í íþróttum fá mikla alþjóðlega reynslu á
keppnisferðalögum og kynnast ýmsu. „Þetta er þvælingur
um allt og ekki alltaf í alfaraleið. Menn kynnast mörgu og
læra að eiga við framandi aðstæður. Þegar maður hefur spil-
að fýrir framan 50 þúsund áhorfendur á útivelli á suðrænum
slóðum eru ýmis verk, sem maður þarf að taka sér fýrir
hendur seinna í lífinu, léttvægari og mönnum vaxa þau ekki
eins mikið í augum,“ segir Guðmundur og rifjar upp lands-
leik í Tyrklandi 1980. Leikurinn var spilaður við 35 stiga hita
um miðjan dag með tugþúsundir af „æstum áhorfendum.
Þeir hentu í okkur tómötum og öllu lauslegu þegar við vor-
um að hlaupa inn á og út af vellinum. Á þessum tíma voru
herlög í landinu og í kringum völlinn voru hermenn, gráir
fýrir járnum. Tyrkirnir gerðu okkur eins erfitt fýrir og þeir
mögulega gátu en okkur tókst samt að vinna leikinn."
Iþróttamenn láta stundum námið sitja á hakanum og til
neikvæðrar hliðar íþróttanna getur talist þegar íþróttamenn
hætta snemma í námi til að einbeita sér að atvinnumennsku.
Þetta telur Valdimar hvorki uppbyggilegt né þroskandi fýr-
ir atvinnulífið. „í íþróttunum er hægt að velja tvær leiðir,
annars vegar samblöndu náms og íþrótta og ná þannig ár-
angri. Það var sú leið sem ég fór. Hins vegar er hægt að ýta
skólanum til hliðar en það öðlast enginn atvinnuþroska í
gegnum íþróttir eingöngu. Hann fæst náttúrulega best með
samspili náms og íþrótta," segir hann.
Rétt stilltog hreint
loftræstikerfi
sparar peninga
og heldur loftinu hreinu
fyrir starfsfólk
og vélbúnað
Við smíðum og setjum upp
stjórnbúnað fyrir loftræstikerfi,
stillum þau og lagfærum
- láttu okkur um loftrœstikerfið!
HITASTÝRING hf.
Þverholti 15a • 12 Reykjavík • Sími 552 2222 • Fax 562 4966
21