Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.2000, Síða 22

Frjáls verslun - 01.08.2000, Síða 22
Skúli Gunnsteinsson Framkvæmdastjóri IMG, móðurfélags Gallups og Ráðgarðs, fv. leikmaður með Stjörnunni og landsliðsmaður í hand- knattleik. Skúli var lengst af fyrirliði hjá Stjörnunni. Um 1990 ætlaði hann að hætta í íþróttunum og hóf uppbyggingu fyr- irtækisins Gallup sem hann stofnaði ásamt Sigurði Olsen og Kristni Ágústssyni. í dag eru eigendur fyrirtækisins auk Skúla: Kristján Agústsson, Svafa Grönfeldt og Gunnsteinn Skúlason. Fyrirtækið hefur vaxið og dafnað síðustu ár. Skúli hefur komið að þjálfun hjá Val og Aftureldingu. IMG veltir tæpum 700 millj- ónum króna á þessu ári. Innri vöxtur hefur numið 30-50 pró- sentum síðustu ár og er búist við að hann haldi sama takti á næsta ári. Fjöldi fastráðinna starfsmanna er yfir 100. - Hvað hafa íþróttirnar kennt þér? „Hópsamstarf, að halda góðum liðsanda, axla ábyrgð og halda hópnum saman, keppa að markmiði og ná árangri, aga, að takast á við gagnrýni og samkeppni á jákvæðan og uppbyggj- andi hátt. Sterkur félagsskapur. Mér finnst dýrmætt að við- halda tengslum í íþróttaheiminum.“ I4!f Guðmundur Þorbjörnsson Forstöðumaður hjá Eimskip. Byrjaði 16 ára gamall í fótbolt- anum og var hjá Val, og fyrirliði bæði í yngri flokkum og meistaraflokki. Hann var atvinnumaður hjá FC Baden í Sviss í nokkur ár. Lék 37 leiki með landsliðinu í knattspyrnu og var fýrirliði í nokkrum leikjum. Arið 1987 hætti hann að keppa og hafði þá orðið Islandsmeistari og bikarmeistari sex sinnum. Guðmundur er verkfræðingur og MBA frá Bandaríkjunum og Kanada. Hann hefur starfað sem forstöðumaður flutningasviðs Eimskips í fimm ár. Flutningasvið ber ábyrgð á millilandaflutn- ingum félagsins. Verðmæti fyrirtækisins er yfir 30 milljarðar króna og veltan nemur 16 milljörðum. Starfsmenn félagsins eru um 1.250 talsins. - Hvað hafa íþróttirnar kennt þér? „Sterkur félagsskapur og vinátta. Öflugt samstarf innan hóps- ins, enginn er vanmetinn. Iþróttir ala á keppnisskapi, aga og þrautseigju og kenna mótlætaþol. Markmið eru skýr og mæl- anleg. Að takast á við óvenjulegar aðstæður. Vinna undir mikl- um þrýstingi.“ 33 Einstaklingsíþróttir kenna aga Hér hefur einungis verið talað um hópíþróttamenn en einstaklingsíþróttamenn öðlast að sjálfsögðu einnig mikilvæga reynslu þó að ekki hafi þeir í jafn ríkum mæli orðið jafn áberandi stjórnendur í atvinnu- lífinu. Viðmælendur Frjálsrar verslunar eru sammála um að þessir íþróttamenn séu mjög agaðir og reiði sig á sjálfa sig fremur en aðra. í einstaklingsíþróttunum er ekki hægt að leita eftir hjálp, að keppa í skjóli hinna þegar illa stendur á eins og hægt er í hópíþróttunum. Hugsanlegt er að einstak- lingsíþróttamönnum falli stjórnun ekki jafn vel þar sem þeir hafa ekki þjálfast í hópvinnu á sama hátt og hópíþróttamenn. „Eg hugsa að einstaklingsíþróttir gefi svipaðan lærdóm og hópíþróttir. I einstaklingsíþróttum reynir hins vegar mjög á einstaklinginn, að hann vinni skipulega og sé fær um að við- halda eigin stöðu og getu. Hann vinnur skipulega með sjálfan sig og er mjög agaður. Eg hugsa að þetta nýtist fólki vel í starfi, sérstaklega sérfræðingum. Þeir eiga það margir sam- merkt með afburða íþróttafólki að þurfa stöðugt að bæta getu sína. Þeir einir bera ábyrgð á árangrinum," segir Skúli. Regluleg hreyfing Flestallir íþróttamenn eiga það sameig- inlegt að hafa byggt upp traustan vina- og kunningjahóp og hafa tamið sér heilbrigða lífshætti. Líkamlegt ástand, þrek og þol, skiptir miklu máli í atvinnulífinu, að mati þeirra Valdimars og Guðmundar, og segjast þeir báðir finna mik- inn mun á sjálfum sér eftir því í hvernig formi þeir séu. „Ut- hald í líkama gefur úthald í vinnu. Eg fór í gegnum allt mitt skólanám með íþróttunum þannig að ég hef alltaf unnið und- ir álagi. Eg vinn vel þannig og mér finnst úthaldið hjálpa mér mjög mikið hvað það varðar,“ segir Valdimar sem kom- inn er „heim“ að Hlíðarenda, æfir með Val ijórum til fimm sinnum í viku þó að vinnan gangi fyrir, eins og hann segir. Boltinn er bara áhugamál í dag. „Maður er betur upplagður, hefur meira úthald, hugsar skýrar og er jákvæðari ef maður er í góðu formi. Þetta þekkja allir þeir sem hafa stundað líkamsrækt. Regluleg hreyfmg skilar sér vel inn í starfið frá degi til dags,“ segir Guðmundur. 33 22
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.