Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.2000, Síða 31

Frjáls verslun - 01.08.2000, Síða 31
STJÓRNUN Gary Hamel, einn þekktasti fræði- maður heims á sviði breytinga, sagði að það eina sem menn gætu gengið að sem vísu væru breytingar. Aldrei fyrr hafa þessi orð verið eins sönn og einmitt nú þar sem þekking og hæfni úreldast á nokkurra ára, eða jafn- vel nokkurra mánaða, fresti. Enginn veit hvað morgundagurinn ber í skauti sér. Eina tryggingin sem menn geta afl- að sér fæst með því að vera opinn fyrir nýjungum, sýna jákvætt viðhorf og frumkvæði til að leila nýrrar þekkingar. Þannig geta menn tek- ið virkan þátt í breytingunum í samfélaginu og fært sér þær í nyt í stað þess að verða fórnarlömb þeirra. Nú, þegar fyrirtæki eiga í harðri samkeppni, sem einkennist af óvissu, hraða, áhættu og óstöðugleika, en einnig óteljandi tækifærum, ræður hæfni og þekking úrslitum. Áhrif breytinga á einstaklinga Um er að ræða ýmsar breyting- ar á vinnumarkaðnum. Lífstiðarráðningar eru að renna sitt skeið og ráðningar til tímabundinna verkefna eru að leysa þær af hólmi. Flestir munu skipta um starf, eða jafnvel starfsgrein, einu sinni eða tvisvar á næstu 10 árum. Starfsheitið mun ef til vill vera það sama en starfið sjálft mun vera töluvert frábrugð- ið því sem það er í dag. Menntun, sem við öflum okkur einu sinni og höldum við með starfsþjálfun, dugar ekki lengi. Stöðug endurmenntun er nauðsynleg til að afla okkur færni og nauðsynlegs sjálfstrausts til að búa okkur undir framtíðina og auka samkeppnishæfni og þroska okkar sem starfsmanna. Að afla Dekkingar og deila Námsgeta starfsmanna er mikil- væg sem aldrei fyrr. Styrkur svokallaðs „lærdómsfyrirtækis“ felst í því að starfsmenn læri sem einstaklingar, sem hópur, í deildum og sem vinnustaður. Aukin þekking er sameiginlegt hagsmunamál allra í fyrirtækinu og stöðugt nám verður að vera hluti af daglegum störfum. Námið heldur mönnum við efnið og eykur hæfni þeirra til að taka að sér ný störf. Nám er ferli sem aldrei lýkur og menn þurfa að taka ábyrgð á öflun þeirrar þekkingar sem þeir telja mikilvæga fyrir sjálfa sig. Þekking er aldrei óþörf og þó að menn afli sér vitneskju sem þeir þurfa kannski ekki endilega á að halda í dag gæti hún nýst þeim á morgun. Breytingar eru eins og öldurnar. Þær halda áfram að koma. Maður getur ekki stöðvað þær. En maður getur lært að sigla á þeim. Ekki nægir þó að læra því þekkingin og hugmyndirnar þurfa líka að flæða um allar æðar fyrirtækisins. Þetta krefst já- kvæðs umhverfis þar sem fólk nýtur hvatningar og stuðnings og er fært um að deila innri þekkingu með öðrum en það er einmitt þar sem skórinn kreppir oft að. Margur starfsmaður lítur svo á að hann muni missa vald sitt, stöðu eða sjálfstæði ef hann deilir með öðrum ákveðinni sérfræðiþekkingu sem aðeins hann sjálfur býr yfir. Hann kýs frekar að lúra á þekkingunni til að vera öruggur með starf sitt. Þetta get- ur leitt til þess að þessi sérþekking hans nýtist ekki þar sem samstarfsmenn og aðrir innan fyrirtækisins vita ekki af henni. Mismunandi flokkar þekkingar Til eru tveir flokkar þekking- ar: Ljós þekking (explicit knowledge eða „know what“) og leynd þekking (tacit knowledge eða „know how“). Ljós þekking er oft sýnileg og hægt er að dreifa henni og lýsa í orðum, tölum og myndum auk þess sem hægt er að geyma hana í gagna- grunnum og skjölum. Leynd þekking er oft ósýnileg og óáþreif- anleg. Hér er um að ræða þekkingu sem á rætur sínar að rekja til þátttöku, reynslu, lífsgilda og þeirrar tilfinningar að „svona eigi að gera hlutina". Leyndri þekkingu er erfitt að dreifa og enn Greinarhöfundur, Ingrid Kuhlman, er framkvœmdastjóri hjá Stjórn- endaþjáljun Galluþ, sem er hluti af lMG-hóþnum. Margir starjsmenn telja sig vera fórnar- lömb breytinga ífyrirtækjum. Meb því að vera stöðugt oþnirfyrir nýjungum og með því að afla sérþekkingar færa starfsmenn sér allar breytingar í nyt í stað þess að verða fórnarlömb þeirra. Eftir Ingrid Kuhlman Myndir: Geir Ólafsson 31
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.