Frjáls verslun - 01.08.2000, Síða 49
getur haft í för með sér að íslensk bréf seljist í auknum mæli en
það mun þá styrkja verðmyndun þeirra. Að sama skapi verður
greiðari aðgangur íslenskra Jjárfesta að mörkuðum í Dan-
mörku og Svíþjóð sem vekur væntanlega frekari áhuga þeirra á
að kynna sér fjárfestingartækiferi þar.“
9. Ábending til stjórnvalda?
„Gæta hófs í setningu laga og reglugerða." 33
Jafet S. Ólafsson,framkvœmdastjóri Verðbréfastofunnar, segir um líklegar
nýskráningar: ,JEtli vœnlegasti kosturinn sé ekki Kaupþing sem væntan-
lega kemur á markaðinn í lok ársins. “
Jafet S. Ólafsson
1. Mestá óvart?
,Afar slök afkoma nokkurra fyrirtækja í sex mánaða uppgjöri,
þar vil sérstaklega nefna SIF og Samvinnuferðir-Landsýn. Yf-
irlýsingar forráðamanna þessara fyrirtækja íyrir nokkrum
mánuðum gáfu enga vísbendingu um slaka afkomu, þvert á
móti var búist við henni batnandi. Afkomuviðvörun SIF kom
allt of seint.“
2. Jákvæðustu tíðindin?
„Verðbréfamarkaðurinn fer enn stækkandi og sífellt fleiri einstak-
lingar spreyta sig á íjárfestingum á þessum markaði."
3. Neikvæðustu tíðindin?
,Alhæfing nokkurra verðbréfamiðlara nýlega þar sem beinlínis
var verið að tala markaðinn niður. Afkoma íyrirtækja var velvið-
unandi í sex mánaða uppgjöri og má þar benda á fjármálaíyrir-
tæki og nokkur tölvufyrirtæki."
4. Hlutabréfavísitalan. Hvers vegna lækkun?
„Helsta ástæðan er ekki sá mikli hagnaðarauki sem spáð var. Ut-
litið er þokkalega gott, ég spái líflegum viðskiptum á verðbréfa-
markaðnum síðustu mánuði ársins.“
5. Hvort fara fjárfestar á skuldabréf eða hlutabréf?
„Fjárfestar hafa fært sig töluvert meira yfir í skuldabréf, m.a.
vegna mjög hárra vaxta. Um leið og dregur úr flárþörf á mark-
aðnum munu vextir lækka og fjárfestar færa sig aftur meira yfir í
hlutabréf"
6. Spár ónákvæmar um afkomu. Hvers vegna?
„Reynsluleysi þeirra sem standa að þessum spám. Of miklar
væntingar."
7. Spennandi kostir íramundan vegna nýskráninga?
,/Etfi vænlegasti kosturinn sé ekki Kaupþing sem væntanlega
kemur á markaðinn í lok ársins. Síðan er það Landssíminn, von-
andi sem fyrst á nýju ári.“
8. NOREX-samstarfið, sóknarfæri?
„Samanburður á milli íslands og hinna Norðurlandanna verður
mun sýnilegri. Margir álitlegir íjárfestingakostir, tækni og síma-
fyrirtæki, t.d. Ericsson, Nokia og Telia. Einnig fjölmörg lyfja- og
heilsufyrirtæki. Styrkir Verðbréfastofuna i sölu á Norðurlanda-
sjóði Carnegie."
9. Abending til sfiórnvalda?
„Taka sem fyrst ákvörðun um hvað á að gera við hlut ríkisins í
Landsbankanum og Búnaðarbankanum. Það er farið að há þess-
um ágætu fyrirtækjum að aðaleigandi þeirra lætur ekkert frá sér
fara um áform sín.“B3
Sigurður Einarsson, forstjóri Kaupþings: „Það verður spennandi að sjá
jyrirtœki úrfjarskiptageiranum koma inn á Verðbréfaþingið."
Sigurður Einarsson
1. Mest á óvart?
„Iitil arðsemi íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja ermeðal þess sem
komið hefur óþægilega á óvart og hve hægt sameiningar og hag-
ræðing ganga í þeirri grein.“
2. Jákvæðustu tíðindin?
„Meðal jákvæðra liðinda af markaðnum má nefiia kaup Össurar
hf. á bandaríska fyrirtækinu Flex-Foot, skráning Bakkavarar á
Verðbréfaþing íslands og samruna íslandsbanka og FBA“
3. Neikvæðustu tíðindin?
„Meðal neikvæðra tíðinda má nefna litla veltu á Verðbréfaþingi
og slakt uppgjör margra fyrirtækja."
4. Hlutabréfevísitalan. Hvers vegna lækkun?
„Lækkun íslenskra hlutabréfa undanfarna mánuði á sér vafalaust
margar skýringar. Nefna má að verð hafi sennilega hækkað of
49