Frjáls verslun - 01.08.2000, Qupperneq 53
V E RJLBRÉF A IVI A RKAÐ U R I N N
S T Æ R S T U
hafi árs og fjárfestar lítið verið að hreyfa sig og þvi tel ég eina af
meginástæðunum vera óþroskaðan markað. íslenskir fjárfestar
vilja ekki selja með tapi, þó svo að horfur í einstökum íyrirtækj-
um séu ekki góðar, og gera sér ekki grein fyrir að þeir eru að
tapa á meðan tíminn liður, því hugsanlega væri peningunum bet-
ur varið hjá öðrum fyrirtækjum. Úrvalsvísitalan hækkaði veru-
lega frá nóvember 1999 til febrúar 2000 án þess þó að nokkuð
sérstakt hefði gerst þannig að eðlilegt var að eitthvað myndi gefa
eftir. Þau fyrirtæki sem hækkuðu hvað mest voru fjármála- og
tæknifyrirtæki og var efnahagsumhverfi, t.d. fjármálafyrirtækj-
anna, mjög hagstætt á síðasta ári en verulegur hluti hagnaðar
þeirra kom frá markaðsviðskiptum. Uppgjörin voru þar að auki
alls ekki í takt við væntingar. Horfurnar næstu mánuði á íslensk-
um hlutabréfamarkaði tel ég ekkert sérstaklega góðar og á ekki
að fyrirtækjum á Verðbréfaþingi íslands hefur
flölgað og æ fleiri fyrirtæki horfa til samruna
og aukinnar hagræðingar í rekstri, eins og við
sjáum t.d. með sameiningu Islandsbanka og
FBA, Vinnslustöðvarinnar og Isfélagsins í
Vestmannaeyjum, kaup Húsasmiðjunnar á
Blómavali o.fl. mætti nefha. Einnig er það já-
kvæð þróun að íslensk fyrirtæki huga í aukn-
um mæli að alþjóðavæðingu og eru farin að
fjárfesta í fyrirtækjum í eigin geira erlendis,
eins og við sáum t.d. með kaupum Össurar á
Flexfoot sem gerði Össur að öðrum stærsta
stoðtækjaframleiðandanum í heiminum í dag.
Hversu furðulega sem það kann að hljóma tel
ég einnig nokkuð jákvætt að sjá verðbréfa-
markaði lækka, a.m.k. tímabundið, eins og við
höfum séð á þessu ári. Það gullgrafaraæði
sem hefur ríkt hér á Islenskum verðbréfa-
markaði undanfarin ár hefur gert það að verk-
um að allt of margir hafa haldið að ekki væri
hægt annað en hagnast, þetta hefur kennt
mönnum að áhætta fylgir Ijárfestingum í verð-
bréfum og að ekki er hægt að búast við 30-50%
hækkun á hverju einasta ári.“
3. Neikvæðustu tíðindin?
„Það eru hins vegar mjög neikvæð tíðindi, og
sýnir okkur í raun hvað við höfum haft vanþró-
aðan verðbréfamarkað hér á Islandi, að þegar
verðbréf lækka í verði þá hreyfist markaðurinn
ekkert og enginn hefur áhuga á að kaupa og
meira segja ekki að selja. Fjárfestar hafa því
ekki verið að nýta sér lækkanir til kaupa eins
og við höfum séð erlendis. Islenskur skulda-
bréfamarkaður hefur nánast verið óvirkur allt
árið, sem hlýtur að teljast mjög neikvætt,
einnig hversu seint var gripið í taumana á
þeirri þróun sem sást í upphafi árs.“
4. Hlutabréfavísitalan. Hvers vegna lækkun?
„Eins og ég sagði áður hefur markaðurinn
nánast legið niðri efdr þessar lækkanir í upp-
þriðjudaga til föstudaga frá 14:00 -18:00
Garðatorgi 7 ■ Sími: 544 8880 og laugardaga 10:30-1400
Sævar Helgason, framkvæmdastjóri Islenskra verðbréfa: „Spennandifyr-
irtœki og verð athugunar eru t.d. Landssíminn, Islandssími, Steinullar-
verksmiðjan, Sementsverksmiðjan ogKaupþing."
53