Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.2000, Page 54

Frjáls verslun - 01.08.2000, Page 54
von á miklum hækkunum að meðaltali á þessu ári. Þó verður að segjast að nokkur áhugaverð tækifæri eru enn til staðar en ef horft er yfir markaðinn í heild þá á ég ekki von á miklum hækk- unum.“ 5. Hvort fara fjárfestar á skuldabréf eða hlutabréf? ,Á íslenskum verðbréfamarkaði tel ég að talsvert meira muni verða um að vera á íslenskum skuldabréfamarkaði en þó tel ég einnig að talsvert líflegt verði yfir þeim íyrirtækjum sem eiga möguleika á að vaxa á alþjóðavísu. Ég tel einnig að almennt muni ijárfestar auka vægi erlendra verðbréfa í söfnum sínum á komandi mánuðum sem verður að teljast mjög eðlileg þróun í ljósi þess hve litlum og vanþróuðum verðbréfamarkaði við eig- um yfir að ráða nú.“ 6. Spár ónákvæmar um afkomu. Hvers vegna? „Þær ástæður eru a.m.k. tvær að mínu mati. Augljóst er að grein- ingin og rannsóknarvinnan eru ekki nægilega vel unnar af verð- bréfafyrirtækjum og bönkum og greinilega var um að ræða van- mat á áhrif gjaldmiðla á fyrirtækin. Seinna alriðið varðar upplýs- ingagjöf frá fyrirtækjunum sjálfum sem eru misgóðar. Ég tel t.d. að nauðsynlegt sé að taka upp tíðari birtingar á uppgjörum, t.d. 4 sinnum á ári, og nánari upplýsingar um hvernig áhættustýring er hjá fyrirtækjum sem hafa tekjur, gjöld og skuldir í mörgum mismunandi gjaldmiðlum. Verðbréfaþing íslands ætti einnig að taka upp skýrari reglur um hvernig framsetning á uppgjörum ætti að vera, ég hef þó trú á að með NOREX samstarfinu verði þessar reglur teknar til endurskoðunar." varðandi áform, uppgreiðslur o.fl. Inni í þeirri áætlun væri tekið tillit til áforma um einkavæðingu ríkisfyrirtækja og einnig tel ég mikilvægt að hver og einn stjórnmálaflokkur hafi slíka stefnu. Skýrari stefna um áform ríkisins í ijármálum til lengri tíma er því sá punktur sem ég vildi helst koma að.“ S5 Þorsteinn Þorsteinsson, Jramkvœmdastjóri Búnaðarbankans Verðbréfa: ,yArið hefur ekki verið innlendum fjárfestum hagstœtt. Vextir hafa farið hœkkandi en hlutabréfaverð lœkkandi. Þessiþróun erafleiðing ójafnvœgis í þjóðarbúskaþnum. “ Þorsteinn Þorsteinsson 7. Spennandi kostir framundan vegna nýskráninga? „Spennandi fyrirtæki og verð athugunar eru t.d. Landssíminn, ís- landssími, Steinullarverksmiðjan, Sementsverksmiðjan og Kaup- þing ásamt væntanlega einhveijum hugbúnaðar- og tæknifyrir- tækjum eins og td. Tölvumyndum hf. Þó verður að skoða ná- kvæmlega hvernig þessi fyrirtæki eru verðlögð en mjög spenn- andi verður að sjá hvernig það verður. Hvern Ijárfestingarkost verður að meta m.t.t þess á hvaða verði hann er og því er erfitt að fiillyrða um nú hvort þetta munu teljast góðir kostir fyrir Jjárfesta." 8. NOREX-samstarfið, sóknarfæri? „Helstu tækifærin fyrir íslenska fjárfesta eru þau að með tilkomu SASSEX kerfisins verða viðskipti á þeim mörkuðum sem eru að- ilar að kerfinu sýnilegri og upplýsingagjöf og fréttir af erlendum fyrirtækjum eiga eftir að aukast Verðbréfafyrirtækin munu vænt- anlega íara í auknum mæli að mæla með fyrirtækjum í NOREX þvi vonandi verður horft á NOREX sem heimamarkað. Kostir fyr- ir fjárfesta geta einnig orðið þeir að sala íslenskra verðbréfa auk- ist ef aðrir fjárfestar en íslenskir sýna íslenskum fyrirtækjum áhuga og byrja að fjárfesta í þeim en hvort af þvi verður mun tím- inn leiða í ljós. Einnig má gera ráð fyrir að viðskiptaþóknanir, bæði á Islandi og í öðrum aðildarlöndum NOREX, eigi eftir að lækka eitthvað en því ættu fjárfestar að sjálfsögðu að njóta góðs af.“ 9. Ábending til stjórnvalda? „Til að koma í veg fyrir að það ástand sem myndaðist á árinu á íslenskum skuldabréfamarkaði endurtaki sig er mikilvægt að rikisstjórnin myndi skýra stefnu og markmið til framtíðar, t.d. 1. Mest á óvart? „Mikil lækkun evrunnar og einnig hve mörg innlend fyrirtæki virðast hafa verið óvarin fyrir slíkum sveiflum. Erfiðleikar á skuldabréfamarkaði komu einnig nokkuð á óvart." 2. Jákvæðustu tíðindin? ,Á árinu var deCode Genetics Inc. móðurfyrirtæki íslenskrar erfðagreiningar hf. fyrst „íslenskra fyrirtækja" skráð á Nasdaq hlutabréfamarkaðnum í Bandaríkjunum og sannaði þar með að íslenskum fyrirtækjum er fært að vinna sér traust erlendra fjár- festa og afla ljár á erlendum hlutabréfamörkuðum. Einnig hófst rafræn skráning verðbréfa á innlendum markaði á árinu sem á eftir að minnka kostnað við umsýslu verðbréfa á næstu árum.“ 3. Neikvæðustu tíðindin? ,Árið hefur ekki verið innlendum fjárfestum hagstætt. Vextir hafa farið hækkandi en hlutabréfaverð lækkandi. Þessi þróun er af- leiðing ójafnvægis í þjóðarbúskapnum. Af einstökum félögum hafa Flugleiðir og SÍF valdið okkur hvað mestum vonbrigðum á árinu.“ 4. Hlutabréfavísitalan. Hvers vegna lækkun? „Lækkunin var í fyrstu tengd lækkunum á erlendum hlutabréfa- mörkuðum og er merki um aukna alþjóðavæðingu. Innlendir Ijár- festar eru nú meðvitaðri um það sem er að gerast á erlendum mörkuðum. Þegar liða fór á árið fóru óhagstæð ytri skilyrði is- lenskra fyrirtækja að sýna sig í versnandi afkomu þeirra. Hér er meðal annars átt við gengisþróun, vaxandi verðbólgu, þenslu á 54
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.