Frjáls verslun - 01.08.2000, Qupperneq 54
von á miklum hækkunum að meðaltali á þessu ári. Þó verður að
segjast að nokkur áhugaverð tækifæri eru enn til staðar en ef
horft er yfir markaðinn í heild þá á ég ekki von á miklum hækk-
unum.“
5. Hvort fara fjárfestar á skuldabréf eða hlutabréf?
,Á íslenskum verðbréfamarkaði tel ég að talsvert meira muni
verða um að vera á íslenskum skuldabréfamarkaði en þó tel ég
einnig að talsvert líflegt verði yfir þeim íyrirtækjum sem eiga
möguleika á að vaxa á alþjóðavísu. Ég tel einnig að almennt
muni ijárfestar auka vægi erlendra verðbréfa í söfnum sínum á
komandi mánuðum sem verður að teljast mjög eðlileg þróun í
ljósi þess hve litlum og vanþróuðum verðbréfamarkaði við eig-
um yfir að ráða nú.“
6. Spár ónákvæmar um afkomu. Hvers vegna?
„Þær ástæður eru a.m.k. tvær að mínu mati. Augljóst er að grein-
ingin og rannsóknarvinnan eru ekki nægilega vel unnar af verð-
bréfafyrirtækjum og bönkum og greinilega var um að ræða van-
mat á áhrif gjaldmiðla á fyrirtækin. Seinna alriðið varðar upplýs-
ingagjöf frá fyrirtækjunum sjálfum sem eru misgóðar. Ég tel t.d.
að nauðsynlegt sé að taka upp tíðari birtingar á uppgjörum, t.d.
4 sinnum á ári, og nánari upplýsingar um hvernig áhættustýring
er hjá fyrirtækjum sem hafa tekjur, gjöld og skuldir í mörgum
mismunandi gjaldmiðlum. Verðbréfaþing íslands ætti einnig að
taka upp skýrari reglur um hvernig framsetning á uppgjörum
ætti að vera, ég hef þó trú á að með NOREX samstarfinu verði
þessar reglur teknar til endurskoðunar."
varðandi áform, uppgreiðslur o.fl. Inni í þeirri áætlun væri tekið
tillit til áforma um einkavæðingu ríkisfyrirtækja og einnig tel ég
mikilvægt að hver og einn stjórnmálaflokkur hafi slíka stefnu.
Skýrari stefna um áform ríkisins í ijármálum til lengri tíma er því
sá punktur sem ég vildi helst koma að.“ S5
Þorsteinn Þorsteinsson, Jramkvœmdastjóri Búnaðarbankans Verðbréfa:
,yArið hefur ekki verið innlendum fjárfestum hagstœtt. Vextir hafa farið
hœkkandi en hlutabréfaverð lœkkandi. Þessiþróun erafleiðing ójafnvœgis
í þjóðarbúskaþnum. “
Þorsteinn Þorsteinsson
7. Spennandi kostir framundan vegna nýskráninga?
„Spennandi fyrirtæki og verð athugunar eru t.d. Landssíminn, ís-
landssími, Steinullarverksmiðjan, Sementsverksmiðjan og Kaup-
þing ásamt væntanlega einhveijum hugbúnaðar- og tæknifyrir-
tækjum eins og td. Tölvumyndum hf. Þó verður að skoða ná-
kvæmlega hvernig þessi fyrirtæki eru verðlögð en mjög spenn-
andi verður að sjá hvernig það verður. Hvern Ijárfestingarkost
verður að meta m.t.t þess á hvaða verði hann er og því er erfitt að
fiillyrða um nú hvort þetta munu teljast góðir kostir fyrir Jjárfesta."
8. NOREX-samstarfið, sóknarfæri?
„Helstu tækifærin fyrir íslenska fjárfesta eru þau að með tilkomu
SASSEX kerfisins verða viðskipti á þeim mörkuðum sem eru að-
ilar að kerfinu sýnilegri og upplýsingagjöf og fréttir af erlendum
fyrirtækjum eiga eftir að aukast Verðbréfafyrirtækin munu vænt-
anlega íara í auknum mæli að mæla með fyrirtækjum í NOREX
þvi vonandi verður horft á NOREX sem heimamarkað. Kostir fyr-
ir fjárfesta geta einnig orðið þeir að sala íslenskra verðbréfa auk-
ist ef aðrir fjárfestar en íslenskir sýna íslenskum fyrirtækjum
áhuga og byrja að fjárfesta í þeim en hvort af þvi verður mun tím-
inn leiða í ljós. Einnig má gera ráð fyrir að viðskiptaþóknanir, bæði
á Islandi og í öðrum aðildarlöndum NOREX, eigi eftir að lækka
eitthvað en því ættu fjárfestar að sjálfsögðu að njóta góðs af.“
9. Ábending til stjórnvalda?
„Til að koma í veg fyrir að það ástand sem myndaðist á árinu á
íslenskum skuldabréfamarkaði endurtaki sig er mikilvægt að
rikisstjórnin myndi skýra stefnu og markmið til framtíðar, t.d.
1. Mest á óvart?
„Mikil lækkun evrunnar og einnig hve mörg innlend fyrirtæki
virðast hafa verið óvarin fyrir slíkum sveiflum. Erfiðleikar á
skuldabréfamarkaði komu einnig nokkuð á óvart."
2. Jákvæðustu tíðindin?
,Á árinu var deCode Genetics Inc. móðurfyrirtæki íslenskrar
erfðagreiningar hf. fyrst „íslenskra fyrirtækja" skráð á Nasdaq
hlutabréfamarkaðnum í Bandaríkjunum og sannaði þar með að
íslenskum fyrirtækjum er fært að vinna sér traust erlendra fjár-
festa og afla ljár á erlendum hlutabréfamörkuðum. Einnig hófst
rafræn skráning verðbréfa á innlendum markaði á árinu sem á
eftir að minnka kostnað við umsýslu verðbréfa á næstu árum.“
3. Neikvæðustu tíðindin?
,Árið hefur ekki verið innlendum fjárfestum hagstætt. Vextir hafa
farið hækkandi en hlutabréfaverð lækkandi. Þessi þróun er af-
leiðing ójafnvægis í þjóðarbúskapnum. Af einstökum félögum
hafa Flugleiðir og SÍF valdið okkur hvað mestum vonbrigðum á
árinu.“
4. Hlutabréfavísitalan. Hvers vegna lækkun?
„Lækkunin var í fyrstu tengd lækkunum á erlendum hlutabréfa-
mörkuðum og er merki um aukna alþjóðavæðingu. Innlendir Ijár-
festar eru nú meðvitaðri um það sem er að gerast á erlendum
mörkuðum. Þegar liða fór á árið fóru óhagstæð ytri skilyrði is-
lenskra fyrirtækja að sýna sig í versnandi afkomu þeirra. Hér er
meðal annars átt við gengisþróun, vaxandi verðbólgu, þenslu á
54